Erlent

Fundi Banda­ríkjanna og Íran lýst sem „upp­byggi­legum“

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, ræðir við ráðgjafa sína.
Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, ræðir við ráðgjafa sína. EPA

Fundur fulltrúa Bandaríkjana og fulltrúa Íran í Óman um kjarnorkuvopn var lýst sem „uppbyggilegum.“ Annar fundur hefur verið boðaður eftir viku.

Steve Witkoff, erindreki Bandaríkjanna fundaði með Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran í dag en það er í fyrsta skipti sem íranskur ráðamaður ræðir við fulltrúa Bandaríkjanna. Þeir hittust þó einungis í stutta stund, fulltrúar frá Óman miðluðu annars málum samkvæmt umfjöllun AP fréttaveitunnar.

Viðræðurnar varða þróun kjarnorkuvopna í Íran. Árið 2015 var gerður samningur við Íran og stórveldi, meðal annars Bandaríkin, þar sem að fulltrúar Íran samþykktu að takmarka kjarnorkuframleiðslu og í staðinn myndu stórveldin aflétta efnahagslegum refsiaðgerðum. 

Donald Trump rifti samningnum nokkrum árum seinna og beitti Íran aftur efnahagslegum refsiaðgerðum. Síðan hefur Íran hefur stóraukið kjarnorkuframleiðsluna sína og sagði Kamal Kharrazi, ráðgjafi Ayatollah Ali Khamenei, æðsta leiðtoga Íran, árið 2022 að Íran gæti tæknilega séð búið til sína eigin kjarnorkusprengju.

Í fréttatilkynningu frá Hvíta húsinu segir að viðræðurnar hafi verið „jákvæðar og uppbyggilegar“ en þó væri viðfangsefnið mjög flókið.

Fundurinn stóð í um tvær klukkustundir en hefur annar verið boðaður eftir viku, 19. apríl. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×