Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 11. apríl 2025 21:30 Njarðvíkingar eru enn á lífi í úrslitakeppninni eftir stórsigur í kvöld. Vísir/Diego Njarðvíkingar gerðu frábærlega í kvöld með að halda einvíginu gegn Álftanes lifandi með 33 stiga sigri 107-74 í kvöld. Með sigrinum í kvöld tryggði Njarðvík sér leik fjögur á Álftanesi á þriðjudaginn. Leikurinn byrjaði af miklum krafti þar sem bæði lið sýndu sínar bestu hliðar sóknarlega og byrjuðu að raða stigum á töfluna. Það voru gestirnir í Álftanes sem áttu fyrsta varnarstoppið þegar þeir stöðvuðu Dominykas Milka undir körfunni. Það virðist hafa gefið þeim kraft því þeir fóru á flug tóku öll völd á vellinum. Njarðvíkingar virtust eiga fá svör við þeirra leik framan af en tókst þó að vinna sig aftur inn í leikinn eftir því sem leið á leikhlutann. Eftir fyrsta leikhluta var allt jafnt 24-24. Njarðvíkingar áttu fyrsta höggið í öðrum leikhluta og náðu forystu. Sú forusta lifði þó ekki lengi og aftur voru það gestirnir frá Álftanesi sem tóku öll völd og náðu sér í sjö stiga forystu á kafla. Heimamenn gáfust þó ekki upp og áttu frábæran lokasprett í leikhlutanum þar sem Khalil Shabazz kom þeim yfir á vítalínunni undir lok leikhlutans og það skilaði Njarðvík inn í hálfleikinn með minnsta mun 49-48. Draumurinn um jafnan og spennandi leik dó mjög snemma í upphafi síðari hálfleiks þegar Njarðvíkingar tóku gjörsamlega öll völd á vellinum. Heimamenn réðu lögum og lofum á meðan ekkert gekk upp hjá gestunum. Álftnesingar komust ekki á blað fyrr en eftir rúmlega sex mínútna leik og Njarðvíkingar rústuðu leikhlutanum 25-7 og fóru með sannfærandi nítján stiga forskot í fjórða leikhluta 74-53. Spennan var nánast öll farinn úr leiknum fyrir fjórða leikhluta og maður skynjaði snemma inn í leikhlutann að bæði lið biðu bara eftir að þetta væri búið. Eftir að hafa lagt frábæran grunn í þriðja leikhluta voru það Njarðvíkingar sem héldu sér á lífi í einvíginu með 33 stiga sigri 107-74 og tryggðu sér leik fjögur á þriðjudaginn. Atvik leiksins Varnarleikur Njarðvíkinga í þriðja leikhluta. Þeir læstu og köstuðu lyklunum. Álftanes átti enginn svör við frábærum varnarleik Njarðvíkinga í þriðja leikhluta og skoruðu bara sjö stig. Það lagði grunnin af sigri heimamanna í kvöld Stjörnur og skúrkar Mario Matasovic var frábær í liði Njarðvíkinga í kvöld. Skemmtikraftur í lokinn þegar hann var að klára alley oop troðslur. Endaði með 23 stig og tók auk þess 13 fráköst. Dominykas Milka var einnig öflugur í liði Njarðvíkinga. Var með 24 stig og reif einnig niður 13 fráköst. Dwayne Lautier-Ogunleye var þá stigahæstur með 26 stig og gaf auk þess 11 stoðsendingar Hjá Álftanes var James Justin öflugur með 25 stig en eins og allt liðið datt hann svolítið niður í seinni hálfleik. Dómararnir Kristinn Óskarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson og Jón Þór Eyþórsson sáu um að dæma þennan leik. Það er alltaf hægt að taka saman einhver atriði til að gagnrýna en heilt yfir þá var þetta að mínu mati gamli góði frasinn „allt í lagi ekki gott“ Stemingin og umgjörð Það var vel mætt í Njarðvík í kvöld. Risastórt hrós á stuðningsmannasveit Álftnesinga sem mættu með alvöru læti. Njarðvíkingar fjölmenntu einnig og létu vel í sér heyra. Framfarir frá síðustu leikjum Njarðvíkur og þeir þurfa á meira af þessu að halda ef vonin á að lifa.Það var allt upp á rúmlega 10 hér í IceMar-höllinni í kvöld. Viðtöl Rúnar Ingi er þjálfari Njarðvíkur.vísir „Sýndum okkur sjálfum að við eigum miklu meiri orku inni“ „Virkilega ánægjulegt. Þetta er það sem við erum búnir að vera að vinna að síðan í ágúst. Vinna í einhverjum svona andlegum þáttum til að geta tekist á við mótlæti og það er partur af því ef þú ætlar að láta þig dreyma um að verða Íslandsmeistari“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigurinn í kvöld. „Það er langur vegur eftir í þessari seríu, við eigum eftir að fara á Álftnes og vinna þar og koma síðan aftur hingað. Þetta var allavega góð byrjun og við sýndum okkur sjálfum að við eigum miklu meiri orku inni sem að við erum ekki búnir að nýta rétt í síðustu tveimur leikjum og við verðum að nota núna næstu tvo daga vel og mæta með sama orkustig á Álftanes“ Njarðvíkingar kjöldrógu Álftnesinga í kvöld en geta svona sigrar snúið seríu á hvolf og mögulega Njarðvíkingum í hag? „Að sjálfsögðu. Þetta gefur okkur orku, sjálfstraust og svona „statement“ sem við viljum klárlega byggja á í næsta leik. Þessi sigur hinsvegar gefur okkur ekki neitt nema það að við þurfum að jafna þetta orkustig inn í þriðjudaginn. Okkur líður aðeins vel hérna í kvöld en svo þurfum við að gera ennþá betur á þriðjudaginn“ sagði Rúnar Ingi að lokum. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga, í leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz „Skiptir ekki hvort þú tapir með þrjátíu eða einu stigi“ „Þeir náðu stemningunni í leiknum með sér og gerðu bara vel í því“ sagði Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftnesinga eftir tapið í kvöld. Njarðvíkingar áttu öflugan lokasprett í fyrri hálfleik sem fylgdi þeim svo út í þann síðari þar sem Álftnesingar áttu fá svör við öflugum leik Njarðvíkinga. „Þið sjáið það nú bara og það þarf ekkert mig til að útskýra að það er þarna óíþróttamannsleg villa eftir vítaskot og þeir fá tvö víti og boltann aftur og svo stela þeir honum. Þetta var bara sveifla í leiknum en það hafa verið sveiflur áður í þessum leikjum.“ „Svona eru körfuboltaleikir og takturinn sveiflast til og frá. Hann sveiflast svo bara svona rækilega með þeim þarna.“ Er það verkefni þjálfarana núna að passa að þessi leikur skilgreini ekki allt einvígið? „Já, vissulega er það hluti af okkar verkefni en strákarnir eru nú sjóaðir og reyndir. Svona eru bara seríur. Maður hefur séð þetta margoft áður gerast. Eins og ég sagði eftir fyrsta leik, þetta er bara einn leikur og þetta er upp í þrjá, eftir annan leik að þetta er einn leikur og þetta er upp í þrjá og þetta var einn leikur. Það skiptir ekki hvort þú tapar með þrjátíu eða einu stigi. Þetta er bara sería og svona eru körfuboltaseríur“ sagði Kjartan Atli að lokum. Bónus-deild karla UMF Njarðvík UMF Álftanes
Njarðvíkingar gerðu frábærlega í kvöld með að halda einvíginu gegn Álftanes lifandi með 33 stiga sigri 107-74 í kvöld. Með sigrinum í kvöld tryggði Njarðvík sér leik fjögur á Álftanesi á þriðjudaginn. Leikurinn byrjaði af miklum krafti þar sem bæði lið sýndu sínar bestu hliðar sóknarlega og byrjuðu að raða stigum á töfluna. Það voru gestirnir í Álftanes sem áttu fyrsta varnarstoppið þegar þeir stöðvuðu Dominykas Milka undir körfunni. Það virðist hafa gefið þeim kraft því þeir fóru á flug tóku öll völd á vellinum. Njarðvíkingar virtust eiga fá svör við þeirra leik framan af en tókst þó að vinna sig aftur inn í leikinn eftir því sem leið á leikhlutann. Eftir fyrsta leikhluta var allt jafnt 24-24. Njarðvíkingar áttu fyrsta höggið í öðrum leikhluta og náðu forystu. Sú forusta lifði þó ekki lengi og aftur voru það gestirnir frá Álftanesi sem tóku öll völd og náðu sér í sjö stiga forystu á kafla. Heimamenn gáfust þó ekki upp og áttu frábæran lokasprett í leikhlutanum þar sem Khalil Shabazz kom þeim yfir á vítalínunni undir lok leikhlutans og það skilaði Njarðvík inn í hálfleikinn með minnsta mun 49-48. Draumurinn um jafnan og spennandi leik dó mjög snemma í upphafi síðari hálfleiks þegar Njarðvíkingar tóku gjörsamlega öll völd á vellinum. Heimamenn réðu lögum og lofum á meðan ekkert gekk upp hjá gestunum. Álftnesingar komust ekki á blað fyrr en eftir rúmlega sex mínútna leik og Njarðvíkingar rústuðu leikhlutanum 25-7 og fóru með sannfærandi nítján stiga forskot í fjórða leikhluta 74-53. Spennan var nánast öll farinn úr leiknum fyrir fjórða leikhluta og maður skynjaði snemma inn í leikhlutann að bæði lið biðu bara eftir að þetta væri búið. Eftir að hafa lagt frábæran grunn í þriðja leikhluta voru það Njarðvíkingar sem héldu sér á lífi í einvíginu með 33 stiga sigri 107-74 og tryggðu sér leik fjögur á þriðjudaginn. Atvik leiksins Varnarleikur Njarðvíkinga í þriðja leikhluta. Þeir læstu og köstuðu lyklunum. Álftanes átti enginn svör við frábærum varnarleik Njarðvíkinga í þriðja leikhluta og skoruðu bara sjö stig. Það lagði grunnin af sigri heimamanna í kvöld Stjörnur og skúrkar Mario Matasovic var frábær í liði Njarðvíkinga í kvöld. Skemmtikraftur í lokinn þegar hann var að klára alley oop troðslur. Endaði með 23 stig og tók auk þess 13 fráköst. Dominykas Milka var einnig öflugur í liði Njarðvíkinga. Var með 24 stig og reif einnig niður 13 fráköst. Dwayne Lautier-Ogunleye var þá stigahæstur með 26 stig og gaf auk þess 11 stoðsendingar Hjá Álftanes var James Justin öflugur með 25 stig en eins og allt liðið datt hann svolítið niður í seinni hálfleik. Dómararnir Kristinn Óskarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson og Jón Þór Eyþórsson sáu um að dæma þennan leik. Það er alltaf hægt að taka saman einhver atriði til að gagnrýna en heilt yfir þá var þetta að mínu mati gamli góði frasinn „allt í lagi ekki gott“ Stemingin og umgjörð Það var vel mætt í Njarðvík í kvöld. Risastórt hrós á stuðningsmannasveit Álftnesinga sem mættu með alvöru læti. Njarðvíkingar fjölmenntu einnig og létu vel í sér heyra. Framfarir frá síðustu leikjum Njarðvíkur og þeir þurfa á meira af þessu að halda ef vonin á að lifa.Það var allt upp á rúmlega 10 hér í IceMar-höllinni í kvöld. Viðtöl Rúnar Ingi er þjálfari Njarðvíkur.vísir „Sýndum okkur sjálfum að við eigum miklu meiri orku inni“ „Virkilega ánægjulegt. Þetta er það sem við erum búnir að vera að vinna að síðan í ágúst. Vinna í einhverjum svona andlegum þáttum til að geta tekist á við mótlæti og það er partur af því ef þú ætlar að láta þig dreyma um að verða Íslandsmeistari“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigurinn í kvöld. „Það er langur vegur eftir í þessari seríu, við eigum eftir að fara á Álftnes og vinna þar og koma síðan aftur hingað. Þetta var allavega góð byrjun og við sýndum okkur sjálfum að við eigum miklu meiri orku inni sem að við erum ekki búnir að nýta rétt í síðustu tveimur leikjum og við verðum að nota núna næstu tvo daga vel og mæta með sama orkustig á Álftanes“ Njarðvíkingar kjöldrógu Álftnesinga í kvöld en geta svona sigrar snúið seríu á hvolf og mögulega Njarðvíkingum í hag? „Að sjálfsögðu. Þetta gefur okkur orku, sjálfstraust og svona „statement“ sem við viljum klárlega byggja á í næsta leik. Þessi sigur hinsvegar gefur okkur ekki neitt nema það að við þurfum að jafna þetta orkustig inn í þriðjudaginn. Okkur líður aðeins vel hérna í kvöld en svo þurfum við að gera ennþá betur á þriðjudaginn“ sagði Rúnar Ingi að lokum. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga, í leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz „Skiptir ekki hvort þú tapir með þrjátíu eða einu stigi“ „Þeir náðu stemningunni í leiknum með sér og gerðu bara vel í því“ sagði Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftnesinga eftir tapið í kvöld. Njarðvíkingar áttu öflugan lokasprett í fyrri hálfleik sem fylgdi þeim svo út í þann síðari þar sem Álftnesingar áttu fá svör við öflugum leik Njarðvíkinga. „Þið sjáið það nú bara og það þarf ekkert mig til að útskýra að það er þarna óíþróttamannsleg villa eftir vítaskot og þeir fá tvö víti og boltann aftur og svo stela þeir honum. Þetta var bara sveifla í leiknum en það hafa verið sveiflur áður í þessum leikjum.“ „Svona eru körfuboltaleikir og takturinn sveiflast til og frá. Hann sveiflast svo bara svona rækilega með þeim þarna.“ Er það verkefni þjálfarana núna að passa að þessi leikur skilgreini ekki allt einvígið? „Já, vissulega er það hluti af okkar verkefni en strákarnir eru nú sjóaðir og reyndir. Svona eru bara seríur. Maður hefur séð þetta margoft áður gerast. Eins og ég sagði eftir fyrsta leik, þetta er bara einn leikur og þetta er upp í þrjá, eftir annan leik að þetta er einn leikur og þetta er upp í þrjá og þetta var einn leikur. Það skiptir ekki hvort þú tapar með þrjátíu eða einu stigi. Þetta er bara sería og svona eru körfuboltaseríur“ sagði Kjartan Atli að lokum.
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti