Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jón Þór Stefánsson skrifar 10. apríl 2025 15:26 Mál Péturs Jökuls Jónassonar tengist stóra kókaínmálinu svokallaða. Vísir Landsréttur hefur staðfest átta ára fangelsisdóm Péturs Jökuls Jónassonar fyrir aðild hans að stóra kókaínmálinu. Hann þarf að greiða á sjöttu milljón króna í málskostnað. Pétur Jökull var ákærður fyrir aðild að innflutningi á tæplega hundrað kílóum af kókaíni sumarið 2022. Efnin voru falin í timbursendingu frá Brasilíu. Sendingin var stöðvuð í Rotterdam Hollandi og efnunum skipt út fyrir gerviefni. Síðan voru fjórir menn handteknir, en þeir játuðu sök og voru allir sakfelldir fyrir sinn þátt áður en Pétur Jökull var handtekinn. Þar var þyngsti dómurinn níu ára fangelsi en vægustu dómarnir fimm ára fangelsisrefsing. Það var síðan í upphafi síðasta árs sem Interpol lýsti eftir Pétri Jökli. Nokkrum dögum eftir að greint var frá því kom hann sjálfviljugur til Íslands og var handtekinn. Nokkrum mánuður seinna var hann ákærður og svo var réttað yfir honum. Ólíkt hinum mönnunum neitaði Pétur Jökull sök. Lykilvitni í máli Péturs Jökuls var Daði Björnsson, sem hlaut fimm ára fangelsisdóm fyrir sinn hlut í málinu. Hann bar vitni í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur og þvertók þá fyrir það að maður að nafni Pétur, sem hann hefði verið í miklum samskiptum við í tengslum við innflutninginn, væri Pétur Jökull. Saksóknari sagði hins vegar að ansi mörg gögn tengdu hann við málið, líkt og hljóðupptökur sem væri búið að raddgreina. Pétur Jökull væri einstaklega óheppinn maður væri það algjör tilviljun hversu margt tengdi hann við málið. Það var mat dómara í héraði að framburður Daða væri ótrúverðugur. Daði hefði alltaf verið undir aðra settur og verið sagt fyrir verkum þegar brotið var framið. Hann væri í viðkvæmri stöðu og væri í hættu á lenda í leiðinlegum eftirmálum myndi hann bera sakir á Pétur Jökul. Það var mat héraðsdóms að Pétur Jökull hefði verið aðalmaður við framningu brotsins og samverkamaður fjórmenninganna sem höfðu áður hlotið dóm. Við mat á refsingu í héraði var litið til sakaferils Péturs Jökuls, sem er 45 ára gamall, sem nær aftur til ársins 2007. Þar vægi þyngst tveggja ára fangelsisdómur fyrir innflutning á fíkniefnum árið 2010 og fimm mánaða fangelsisdómur ári síðar fyrir rán. Landsréttur staðfesti dóminn úr héraði. Frá refsingunni dregst gæsluvarðhald sem Pétur Jökull hefur sætt við meðferð málsins. Hann þarf að greiða allan málskostnað, upp á 5,5 milljónir króna. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Pétur Jökull dæmdur í átta ára fangelsi Pétur Jökull Jónasson var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu. Saksóknari segir dóminn í samræmi við það sem lagt var upp með. 29. ágúst 2024 11:40 Pétur Jökull hljóti að vera einstaklega óheppinn Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að Pétur Jökull Jónasson sé býsna óheppinn einstaklingur sé það algjör tilviljun hve margt bendi til þess að hann hafi verið viðriðinn innflutning á tæplega hundrað kílóum af kókaíni. Horfa verði til þess að lykilvitni í málinu sé stöðu sinnar vegna ekki stætt að staðfesta að hann hafi verið í samskiptum við Pétur Jökul. 16. ágúst 2024 14:20 Hafnar alfarið aðild þrátt fyrir ýmsar vísbendingar um annað Pétur Jökull Jónasson, sakborningur í stóra kókaínmálinu, kom af fjöllum þegar saksóknari spurði hann út í ýmis gögn sem virðast tengja hann við skipulagningu innflutnings á miklu magni kókaíns frá Brasilíu til Íslands. Hann neitar alfarið sök í málinu. 12. ágúst 2024 10:35 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Pétur Jökull var ákærður fyrir aðild að innflutningi á tæplega hundrað kílóum af kókaíni sumarið 2022. Efnin voru falin í timbursendingu frá Brasilíu. Sendingin var stöðvuð í Rotterdam Hollandi og efnunum skipt út fyrir gerviefni. Síðan voru fjórir menn handteknir, en þeir játuðu sök og voru allir sakfelldir fyrir sinn þátt áður en Pétur Jökull var handtekinn. Þar var þyngsti dómurinn níu ára fangelsi en vægustu dómarnir fimm ára fangelsisrefsing. Það var síðan í upphafi síðasta árs sem Interpol lýsti eftir Pétri Jökli. Nokkrum dögum eftir að greint var frá því kom hann sjálfviljugur til Íslands og var handtekinn. Nokkrum mánuður seinna var hann ákærður og svo var réttað yfir honum. Ólíkt hinum mönnunum neitaði Pétur Jökull sök. Lykilvitni í máli Péturs Jökuls var Daði Björnsson, sem hlaut fimm ára fangelsisdóm fyrir sinn hlut í málinu. Hann bar vitni í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur og þvertók þá fyrir það að maður að nafni Pétur, sem hann hefði verið í miklum samskiptum við í tengslum við innflutninginn, væri Pétur Jökull. Saksóknari sagði hins vegar að ansi mörg gögn tengdu hann við málið, líkt og hljóðupptökur sem væri búið að raddgreina. Pétur Jökull væri einstaklega óheppinn maður væri það algjör tilviljun hversu margt tengdi hann við málið. Það var mat dómara í héraði að framburður Daða væri ótrúverðugur. Daði hefði alltaf verið undir aðra settur og verið sagt fyrir verkum þegar brotið var framið. Hann væri í viðkvæmri stöðu og væri í hættu á lenda í leiðinlegum eftirmálum myndi hann bera sakir á Pétur Jökul. Það var mat héraðsdóms að Pétur Jökull hefði verið aðalmaður við framningu brotsins og samverkamaður fjórmenninganna sem höfðu áður hlotið dóm. Við mat á refsingu í héraði var litið til sakaferils Péturs Jökuls, sem er 45 ára gamall, sem nær aftur til ársins 2007. Þar vægi þyngst tveggja ára fangelsisdómur fyrir innflutning á fíkniefnum árið 2010 og fimm mánaða fangelsisdómur ári síðar fyrir rán. Landsréttur staðfesti dóminn úr héraði. Frá refsingunni dregst gæsluvarðhald sem Pétur Jökull hefur sætt við meðferð málsins. Hann þarf að greiða allan málskostnað, upp á 5,5 milljónir króna.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Pétur Jökull dæmdur í átta ára fangelsi Pétur Jökull Jónasson var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu. Saksóknari segir dóminn í samræmi við það sem lagt var upp með. 29. ágúst 2024 11:40 Pétur Jökull hljóti að vera einstaklega óheppinn Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að Pétur Jökull Jónasson sé býsna óheppinn einstaklingur sé það algjör tilviljun hve margt bendi til þess að hann hafi verið viðriðinn innflutning á tæplega hundrað kílóum af kókaíni. Horfa verði til þess að lykilvitni í málinu sé stöðu sinnar vegna ekki stætt að staðfesta að hann hafi verið í samskiptum við Pétur Jökul. 16. ágúst 2024 14:20 Hafnar alfarið aðild þrátt fyrir ýmsar vísbendingar um annað Pétur Jökull Jónasson, sakborningur í stóra kókaínmálinu, kom af fjöllum þegar saksóknari spurði hann út í ýmis gögn sem virðast tengja hann við skipulagningu innflutnings á miklu magni kókaíns frá Brasilíu til Íslands. Hann neitar alfarið sök í málinu. 12. ágúst 2024 10:35 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Pétur Jökull dæmdur í átta ára fangelsi Pétur Jökull Jónasson var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu. Saksóknari segir dóminn í samræmi við það sem lagt var upp með. 29. ágúst 2024 11:40
Pétur Jökull hljóti að vera einstaklega óheppinn Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að Pétur Jökull Jónasson sé býsna óheppinn einstaklingur sé það algjör tilviljun hve margt bendi til þess að hann hafi verið viðriðinn innflutning á tæplega hundrað kílóum af kókaíni. Horfa verði til þess að lykilvitni í málinu sé stöðu sinnar vegna ekki stætt að staðfesta að hann hafi verið í samskiptum við Pétur Jökul. 16. ágúst 2024 14:20
Hafnar alfarið aðild þrátt fyrir ýmsar vísbendingar um annað Pétur Jökull Jónasson, sakborningur í stóra kókaínmálinu, kom af fjöllum þegar saksóknari spurði hann út í ýmis gögn sem virðast tengja hann við skipulagningu innflutnings á miklu magni kókaíns frá Brasilíu til Íslands. Hann neitar alfarið sök í málinu. 12. ágúst 2024 10:35