Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Jón Þór Stefánsson skrifar 10. apríl 2025 06:43 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur ætlar að stofna sérstaka öryggisstofnun. Vísir/Vilhelm Unnið er að fjölgun rýma á öryggisgeðdeild Landspítalans úr átta í sextán. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins, en þar segir að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hafi tekið skref í átt að úrbótum í þjónustu og úrræðum fyrir einstaklinga sem sæta þurfa sérstökum öryggisráðstöfunum. Nú sé unnið að framkvæmdum vegna þessarar fjölgunar rýma. Þá á að setja á stofn sérstaka öryggisstofnun sem verður á vegum félags- og húsnæðismálaráðuneytisins. Markmið hennar er sagt vera að samþætta félags- og geðheilbrigðisþjónustu við þennan viðkvæma hóp. „Um er að ræða einstaklinga sem geta verið sjálfum sér og öðrum hættulegir en hafa fallið milli þjónustukerfa ríkis og sveitarfélaga. Þessir einstaklingar glíma gjarnan við alvarlegar þroska- og/eða geðraskanir og geta verið ósakhæfir, en einnig sakhæfir sem lokið hafa afplánun og þurfa mikinn stuðning í samfélaginu utan réttarvörslukerfis,“ segir á vef stjórnarráðsins. Jafnframt ætli ríkisstjórnin í fleiri aðgerðir vegna þessa. Forsætisráðuneytið muni hafa forystu um mótun heildarstefnu verklags og ábyrgðarskiptingu í málaflokknum. Jafnframt er talað um að félags- og húsnæðismálaráðherra, dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra muni koma að aðgerðum tengdum honum. Mál Alfreðs Erlings Þórðarsonar, sem varð hjónum á Neskaupsstað að bana fyrrasumar en var metinn ósakhæfur, hefur verið mikið í deiglunni. Greint hefur verið frá því að Alfreð hefði, samkvæmt dómsúrskurði, átt að vera nauðungarvistaður þegar hjónin voru drepin. „Málefni þessa hóps hafa lengi verið í deiglunni, allt frá síðustu öld, og hefur ekki tekist að ná tilhlýðilega utan um þau,“ er haft eftir Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. „Hér er um að ræða viðkvæman hóp einstaklinga og fjölskyldna þeirra og hefur úrræðaleysi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, sem og mikinn samfélagslegan kostnað.“ Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heilbrigðismál Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Landspítalinn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Þá á að setja á stofn sérstaka öryggisstofnun sem verður á vegum félags- og húsnæðismálaráðuneytisins. Markmið hennar er sagt vera að samþætta félags- og geðheilbrigðisþjónustu við þennan viðkvæma hóp. „Um er að ræða einstaklinga sem geta verið sjálfum sér og öðrum hættulegir en hafa fallið milli þjónustukerfa ríkis og sveitarfélaga. Þessir einstaklingar glíma gjarnan við alvarlegar þroska- og/eða geðraskanir og geta verið ósakhæfir, en einnig sakhæfir sem lokið hafa afplánun og þurfa mikinn stuðning í samfélaginu utan réttarvörslukerfis,“ segir á vef stjórnarráðsins. Jafnframt ætli ríkisstjórnin í fleiri aðgerðir vegna þessa. Forsætisráðuneytið muni hafa forystu um mótun heildarstefnu verklags og ábyrgðarskiptingu í málaflokknum. Jafnframt er talað um að félags- og húsnæðismálaráðherra, dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra muni koma að aðgerðum tengdum honum. Mál Alfreðs Erlings Þórðarsonar, sem varð hjónum á Neskaupsstað að bana fyrrasumar en var metinn ósakhæfur, hefur verið mikið í deiglunni. Greint hefur verið frá því að Alfreð hefði, samkvæmt dómsúrskurði, átt að vera nauðungarvistaður þegar hjónin voru drepin. „Málefni þessa hóps hafa lengi verið í deiglunni, allt frá síðustu öld, og hefur ekki tekist að ná tilhlýðilega utan um þau,“ er haft eftir Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. „Hér er um að ræða viðkvæman hóp einstaklinga og fjölskyldna þeirra og hefur úrræðaleysi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, sem og mikinn samfélagslegan kostnað.“
Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heilbrigðismál Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Landspítalinn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira