Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. apríl 2025 19:02 Jón Viðar Matthíasson slökkviliðs- og framkvæmdastjóri almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðisins fagnar því að skýrsla Veðurstofunnar um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu sé loks kominn út. Vísir Meta þarf hvort ástæða sé til að reisa varnargarða við hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem eru talin geta orðið fyrir áhrifum eldgosa í framtíðinni. Þetta segir slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Þegar sé byrjað að þjálfa neyðarstjórnir sveitarfélaganna komi til alvarlegrar náttúruvár í borginni. Á Reykjanesskaga eru fimm til sex eldstöðvakerfi sem gosvirkni hefur flust á milli með 30-150 ára millibili í fyrri gosskeiðum. Þetta eru Reykjaneskerfið, Svartsengi, Fagradalsfjall, Krýsuvíkurkerfið og Brennisteinsfjallakerfið. Af þeim hafa eldstöðvarnar við Fagradalsfjall og Svartsengi verið virkar síðustu ár. Samkvæmt nýrri skýrslu Veðurstofunnar um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu gæti í framhaldinu gosið í Krýsuvíkur - og Brennisteinskerfunum sem hefði mikil áhrif á höfuðborgarsvæðið. Mesta hættan á að hraun renni í byggð er talið vera við Vellina í Hafnarfirði og jafnvel niður Elliðadal. Þá ná sprungur frá Krýsuvíkurkerfinu til að mynda inn á höfuðborgarsvæðið sem gæti haft mest áhrif á Urriðaholt í Garðabæ, Hvarfahverfið í Kópavogi, Norðlingaholt og Grafarholt í Reykjavík og Mosfellsbæ. Krýsuvíkurkerfið gæti haft mest áhrif á Urriðaholt í Garðabæ, Hvarfahverfið í Kópavogi, Norðlingaholt og Grafarholt í Reykjavík og Mosfellsbæ. Varnargarðar á höfuðborgarsvæðinu Jón Viðar Matthíasson slökkviliðs- og framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins fagnar því að skýrsla Veðurstofunnar um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu sé loks kominn út. Nú sé beðið eftir áhættumati fyrir svæðið sem eigi að birta í haust. Eftir það þurfi til að mynda að ákveða hvort hyggilegt sé að reisa varnargarða við einstök hverfi í borginni þar sem byggt yrði á slíkri reynslu frá Svartsengi. „Nú er gert ráð fyrir að áhættumat fyrir höfuðborgarsvæðið verði tilbúið í haust. Ef þar kemur fram að líklegt sé að hraun renni yfir byggð þá munum við setja varnargarð inn í ákveðið líkan yfir svæðið og kanna hvaða áhrif það muni hafa á hraunrennslið. Það er því inn í myndinni að reisa varnargarða innan höfuðborgarsvæðisins. Það sem við þurfum þá að vita er hvar og hvernig við ætlum við að byggja varnargarðinn, hvaða tæki tól þurfum til þess og hversu langan tíma tekur það,“ segir Jón Viðar. „Getum ekki lokað augunum fyrir þessu“ Jón Viðar segir að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og stofnanir sem haldi utan mikilvæga innviði hafi þegar fengið kynningu á skýrslu Veðurstofunnar. Mikilvægt sé að allir séu vel upplýstir um það sem gæti gerst. Þá séu neyðarstjórnir tilbúnar komi til náttúruvár. „Það er til dæmis búið að þjálfa neyðarstjórnir allra sveitarfélaga á höfuborgarsvæðinu. Þær fá þjálfun í að bregðast við ef hraunrennsli, gróðureldar, jarðskjálftar eða eitthvað slíkt kemur upp á. Þannig að það er byrjað að þjálfa stjórnkerfið hjá okkur,“ segir hann. Hann segir þó ólíklegt að það komi til svipaðra atburða á höfuðborgarsvæðinu og í Grindavík en leggur áherslu á að fólk sé upplýst um allar mögulegar sviðsmyndir. Höfuðborgarsvæðið er á allt öðru svæði skipulega séð út frá eldfallakerfum á Reykjanesinu en Grindavík. En samt ekki þannig að við getum lokað augunum fyrir þessu,“ segir hann. Eldstöðvakerfin á Reykjanesskaga. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Slökkvilið Almannavarnir Tengdar fréttir Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Tiltölulega litlar líkur eru á því að mannslíf væru í hættu vegna hraunrennslis á höfuðborgarsvæðinu myndi eldgos verða svo nálægt borginni þannig að henni væri ógnað. Það væri vegna þess að í flestum tilfellum væri nægur tími til að rýma byggð. Hins vegar gæti tjón á byggingum og innviðum orðið gífurlegt og gjöreyðilegging möguleg. 8. apríl 2025 18:57 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Á Reykjanesskaga eru fimm til sex eldstöðvakerfi sem gosvirkni hefur flust á milli með 30-150 ára millibili í fyrri gosskeiðum. Þetta eru Reykjaneskerfið, Svartsengi, Fagradalsfjall, Krýsuvíkurkerfið og Brennisteinsfjallakerfið. Af þeim hafa eldstöðvarnar við Fagradalsfjall og Svartsengi verið virkar síðustu ár. Samkvæmt nýrri skýrslu Veðurstofunnar um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu gæti í framhaldinu gosið í Krýsuvíkur - og Brennisteinskerfunum sem hefði mikil áhrif á höfuðborgarsvæðið. Mesta hættan á að hraun renni í byggð er talið vera við Vellina í Hafnarfirði og jafnvel niður Elliðadal. Þá ná sprungur frá Krýsuvíkurkerfinu til að mynda inn á höfuðborgarsvæðið sem gæti haft mest áhrif á Urriðaholt í Garðabæ, Hvarfahverfið í Kópavogi, Norðlingaholt og Grafarholt í Reykjavík og Mosfellsbæ. Krýsuvíkurkerfið gæti haft mest áhrif á Urriðaholt í Garðabæ, Hvarfahverfið í Kópavogi, Norðlingaholt og Grafarholt í Reykjavík og Mosfellsbæ. Varnargarðar á höfuðborgarsvæðinu Jón Viðar Matthíasson slökkviliðs- og framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins fagnar því að skýrsla Veðurstofunnar um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu sé loks kominn út. Nú sé beðið eftir áhættumati fyrir svæðið sem eigi að birta í haust. Eftir það þurfi til að mynda að ákveða hvort hyggilegt sé að reisa varnargarða við einstök hverfi í borginni þar sem byggt yrði á slíkri reynslu frá Svartsengi. „Nú er gert ráð fyrir að áhættumat fyrir höfuðborgarsvæðið verði tilbúið í haust. Ef þar kemur fram að líklegt sé að hraun renni yfir byggð þá munum við setja varnargarð inn í ákveðið líkan yfir svæðið og kanna hvaða áhrif það muni hafa á hraunrennslið. Það er því inn í myndinni að reisa varnargarða innan höfuðborgarsvæðisins. Það sem við þurfum þá að vita er hvar og hvernig við ætlum við að byggja varnargarðinn, hvaða tæki tól þurfum til þess og hversu langan tíma tekur það,“ segir Jón Viðar. „Getum ekki lokað augunum fyrir þessu“ Jón Viðar segir að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og stofnanir sem haldi utan mikilvæga innviði hafi þegar fengið kynningu á skýrslu Veðurstofunnar. Mikilvægt sé að allir séu vel upplýstir um það sem gæti gerst. Þá séu neyðarstjórnir tilbúnar komi til náttúruvár. „Það er til dæmis búið að þjálfa neyðarstjórnir allra sveitarfélaga á höfuborgarsvæðinu. Þær fá þjálfun í að bregðast við ef hraunrennsli, gróðureldar, jarðskjálftar eða eitthvað slíkt kemur upp á. Þannig að það er byrjað að þjálfa stjórnkerfið hjá okkur,“ segir hann. Hann segir þó ólíklegt að það komi til svipaðra atburða á höfuðborgarsvæðinu og í Grindavík en leggur áherslu á að fólk sé upplýst um allar mögulegar sviðsmyndir. Höfuðborgarsvæðið er á allt öðru svæði skipulega séð út frá eldfallakerfum á Reykjanesinu en Grindavík. En samt ekki þannig að við getum lokað augunum fyrir þessu,“ segir hann. Eldstöðvakerfin á Reykjanesskaga.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Slökkvilið Almannavarnir Tengdar fréttir Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Tiltölulega litlar líkur eru á því að mannslíf væru í hættu vegna hraunrennslis á höfuðborgarsvæðinu myndi eldgos verða svo nálægt borginni þannig að henni væri ógnað. Það væri vegna þess að í flestum tilfellum væri nægur tími til að rýma byggð. Hins vegar gæti tjón á byggingum og innviðum orðið gífurlegt og gjöreyðilegging möguleg. 8. apríl 2025 18:57 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Tiltölulega litlar líkur eru á því að mannslíf væru í hættu vegna hraunrennslis á höfuðborgarsvæðinu myndi eldgos verða svo nálægt borginni þannig að henni væri ógnað. Það væri vegna þess að í flestum tilfellum væri nægur tími til að rýma byggð. Hins vegar gæti tjón á byggingum og innviðum orðið gífurlegt og gjöreyðilegging möguleg. 8. apríl 2025 18:57