Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Jón Þór Stefánsson skrifar 9. apríl 2025 12:03 Linda telur óheilbrigt að pör djammi mikið í sitthvoru lagi. Líklega sé það að reyna að halda öllum hurðum opnum. Getty „Kannski er ég bara svona gömul, en mér finnst þetta neikvætt,“ segir Linda Baldursdóttir, markþjálfi hjá Manngildi, spurð um hvort það sé gott fyrir pör að djamma mikið hvort í sínu lagi. Linda ræddi þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun, og vísaði til kenninga bandaríska sálfræðingsins Johns M. Gottman, sem mun hafa sagt að samband byggi á tveimur grunnstöðum, annars vegar trausti og hins vegar skuldbindingu. „Ég velti fyrir mér, hvar er skuldbindingin ef að þú getur ekki verið að djamma með þínum maka, eða þeim sem þú ert með? Og hvar er traustið sem þú ættir að vera fá ef þú ert alltaf á djamminu einn, eða jafnvel þegar þú ert í ferðalögum einn? Þá er ég ekki að tala um einhverjar fótboltaferðir eða vinkonuferðir. Ég er að tala um þegar það er orðið almennt að þú sért að ferðast með einhverjum vinum eða vinkonum. Er þetta eðlilegt?“ Linda telur að slík ferðalög og djamm sé að færast í aukanna hjá þeirri kynslóð sem sé núna mikið úti á lífinu. Líklega hafi kynslóðin á undan innleitt þetta. Linda rifjar upp að á árum áður hafi eiginlega þurft að leggja niður jólaglögg fyrirtækja. „Af hverju? Það er vegna þess að við erum kannski bara þannig í okkar mannlega eðli að við höfum gaman að því að fá athygli frá hinu kyninu, og viljum fá viðurkenningu,“ segir Linda. „Þegar við erum dottin í það í jólaglögginu, hvað gerist? Þegar hömlurnar fara, hvað gerist þá?“ Linda segir að á djamminu eigi fólk það til að gera minna úr samböndum sínum. „Þetta gerist á djamminu líka. Því miður hef ég heyrt svolítið margar sögur þar sem er verið að tala um að þeir sem eru á djamminu og eru líka í sambandi, og búa jafnvel með einhverjum, að þeir eru að taka niður hringana. Það er verið að segja: „Jú við erum saman, en samt ekki.“ Það vantar skuldbindinguna,“ segir Linda. Halda dyrunum opnum „Það er verið að halda öllum dyrum opnum. Ég held, en kannski hef ég rangt fyrir mér, að það sé oft ástæðan fyrir því að fólk vilji djamma svona mikið í sitthvoru lagi. Halda þessu aðeins opnu, það gæti verið eitthvað betra þarna hinum megin.“ Breytist þetta þegar barn er komið í spilið? „Þetta heldur nefnilega áfram.“ Ha? „Já. Það gerir það nefnilega.“ Eru þetta þá karlarnir oftar en konurnar? „Já, ég held að ég geti sagt það. En stelpurnar eru mjög duglegar við þetta í dag,“ segir Linda, sem veltir fyrir sér hvort það sé að einhverju leyti hennar kynslóð að kenna, sem sé margskilin, að kynna unga fólkinu fyrir þeim innihaldsefnum sem langt og traust samband þurfi á að halda. Ástin og lífið Bítið Næturlíf Mest lesið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Fleiri fréttir Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ Sjá meira
Linda ræddi þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun, og vísaði til kenninga bandaríska sálfræðingsins Johns M. Gottman, sem mun hafa sagt að samband byggi á tveimur grunnstöðum, annars vegar trausti og hins vegar skuldbindingu. „Ég velti fyrir mér, hvar er skuldbindingin ef að þú getur ekki verið að djamma með þínum maka, eða þeim sem þú ert með? Og hvar er traustið sem þú ættir að vera fá ef þú ert alltaf á djamminu einn, eða jafnvel þegar þú ert í ferðalögum einn? Þá er ég ekki að tala um einhverjar fótboltaferðir eða vinkonuferðir. Ég er að tala um þegar það er orðið almennt að þú sért að ferðast með einhverjum vinum eða vinkonum. Er þetta eðlilegt?“ Linda telur að slík ferðalög og djamm sé að færast í aukanna hjá þeirri kynslóð sem sé núna mikið úti á lífinu. Líklega hafi kynslóðin á undan innleitt þetta. Linda rifjar upp að á árum áður hafi eiginlega þurft að leggja niður jólaglögg fyrirtækja. „Af hverju? Það er vegna þess að við erum kannski bara þannig í okkar mannlega eðli að við höfum gaman að því að fá athygli frá hinu kyninu, og viljum fá viðurkenningu,“ segir Linda. „Þegar við erum dottin í það í jólaglögginu, hvað gerist? Þegar hömlurnar fara, hvað gerist þá?“ Linda segir að á djamminu eigi fólk það til að gera minna úr samböndum sínum. „Þetta gerist á djamminu líka. Því miður hef ég heyrt svolítið margar sögur þar sem er verið að tala um að þeir sem eru á djamminu og eru líka í sambandi, og búa jafnvel með einhverjum, að þeir eru að taka niður hringana. Það er verið að segja: „Jú við erum saman, en samt ekki.“ Það vantar skuldbindinguna,“ segir Linda. Halda dyrunum opnum „Það er verið að halda öllum dyrum opnum. Ég held, en kannski hef ég rangt fyrir mér, að það sé oft ástæðan fyrir því að fólk vilji djamma svona mikið í sitthvoru lagi. Halda þessu aðeins opnu, það gæti verið eitthvað betra þarna hinum megin.“ Breytist þetta þegar barn er komið í spilið? „Þetta heldur nefnilega áfram.“ Ha? „Já. Það gerir það nefnilega.“ Eru þetta þá karlarnir oftar en konurnar? „Já, ég held að ég geti sagt það. En stelpurnar eru mjög duglegar við þetta í dag,“ segir Linda, sem veltir fyrir sér hvort það sé að einhverju leyti hennar kynslóð að kenna, sem sé margskilin, að kynna unga fólkinu fyrir þeim innihaldsefnum sem langt og traust samband þurfi á að halda.
Ástin og lífið Bítið Næturlíf Mest lesið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Fleiri fréttir Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið