Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 8. apríl 2025 16:02 Páll Pálsson er fasteignasali segir söluþóknun fasteignasala alltaf umsemjanleg. Vísir/Vilhelm Páll Pálsson, fasteignasali og eigandi Pálsson fasteignasölu, segir að söluþóknun sé alls ekki fastsett og er alltaf umsemjanleg. Hann hvetur fólk til að bera saman verðtilboð frá mismunandi fasteignasölum og afla sér ítarlegra upplýsinga áður en samið er um þóknun. Páll gaf góð ráð varðandi kaup og sölu fasteigna í nýlegum hlaðvarpsþætti „Viltu finna milljón“, sem er í umsjón Arnars Þórs Ólafssonar og Hrefnu Sverrisdóttur. Mikilvægt að taka upplýsta ákvörðun Hann bendir á að margar fasteignasölur bjóði fast gjald í stað hlutfalls af söluverði og að möguleikar fólks séu meiri en margir geri sér grein fyrir. Fólk geti samið um þóknun. „Það er um að gera að gera það og heyra í nokkrum fasteignasölum og bera saman. Það eru til fasteignasölur sem bjóða fast gjald. Það er meira að segja til fyrirbæri sem þú getur selt sjálfur, þarft kannski að borga einhverja þóknum fyrir það. Þú getur selt sjálfur og ég á meira að segja til eyðublöðin, kaupsamninginn og afsöl og svo framvegis. Ég hef meira að segja gefið fólki það ef það vill ganga frá því sjálft ef það treystir sér til.“ Páll ítrekar að þó flestir kjósi að nýta sér faglega þjónustu sé mikilvægt að gera það með upplýstu samþykki og vita hvað maður er að greiða fyrir. Hann segir að algengasta þóknun fasteignasala í dag sé um 1,5 prósent af söluverði, en að sú upphæð geti hreyfst til – allt eftir aðstæðum, eign, staðsetningu og viðsemjendum. Þrif algengasti ágreiningurinn „Vitið þið hver algengasti ágreiningurinn er?“ spyr Páll. Hrefna giskaði á að það væru þrifin. „Það er hárrétt,“ segir Páll kíminn. „Ég tek það fram að þetta er ekki algengt, flestir seljendur vilja vanda sig.“ „Ég segi alltaf við seljendur: Jólahreingerning tvisvar á ári. Afhentu vel, þá eru miklu minni líkur á því að það komi einhverjir eftirmálar. Ef þú hugsar líka um að gera allt til að kaupandinn verði ánægður. Ekki bara gera það minnsta sem þú getur gert. Það gengur alltaf miklu betur ef þú setur hjarta í þetta og tryggir að kaupandinn verði ánægður.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan: Fasteignamarkaður Hús og heimili Hlaðvörp Fjármál heimilisins Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Páll gaf góð ráð varðandi kaup og sölu fasteigna í nýlegum hlaðvarpsþætti „Viltu finna milljón“, sem er í umsjón Arnars Þórs Ólafssonar og Hrefnu Sverrisdóttur. Mikilvægt að taka upplýsta ákvörðun Hann bendir á að margar fasteignasölur bjóði fast gjald í stað hlutfalls af söluverði og að möguleikar fólks séu meiri en margir geri sér grein fyrir. Fólk geti samið um þóknun. „Það er um að gera að gera það og heyra í nokkrum fasteignasölum og bera saman. Það eru til fasteignasölur sem bjóða fast gjald. Það er meira að segja til fyrirbæri sem þú getur selt sjálfur, þarft kannski að borga einhverja þóknum fyrir það. Þú getur selt sjálfur og ég á meira að segja til eyðublöðin, kaupsamninginn og afsöl og svo framvegis. Ég hef meira að segja gefið fólki það ef það vill ganga frá því sjálft ef það treystir sér til.“ Páll ítrekar að þó flestir kjósi að nýta sér faglega þjónustu sé mikilvægt að gera það með upplýstu samþykki og vita hvað maður er að greiða fyrir. Hann segir að algengasta þóknun fasteignasala í dag sé um 1,5 prósent af söluverði, en að sú upphæð geti hreyfst til – allt eftir aðstæðum, eign, staðsetningu og viðsemjendum. Þrif algengasti ágreiningurinn „Vitið þið hver algengasti ágreiningurinn er?“ spyr Páll. Hrefna giskaði á að það væru þrifin. „Það er hárrétt,“ segir Páll kíminn. „Ég tek það fram að þetta er ekki algengt, flestir seljendur vilja vanda sig.“ „Ég segi alltaf við seljendur: Jólahreingerning tvisvar á ári. Afhentu vel, þá eru miklu minni líkur á því að það komi einhverjir eftirmálar. Ef þú hugsar líka um að gera allt til að kaupandinn verði ánægður. Ekki bara gera það minnsta sem þú getur gert. Það gengur alltaf miklu betur ef þú setur hjarta í þetta og tryggir að kaupandinn verði ánægður.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan:
Fasteignamarkaður Hús og heimili Hlaðvörp Fjármál heimilisins Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira