Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Valur Páll Eiríksson skrifar 8. apríl 2025 14:36 Perla Ruth Albertsdóttir verður ekki með Íslandi í komandi leikjum en greindi frá skilaboðunum í hlaðvarpsviðtali. Getty/Christina Pahnke Perla Ruth Albertsdóttir, landsliðskona í handbolta, hefur greint frá því að leikmönnum landsliðsins hafi borist skilaboð á samfélagsmiðlum vegna leikja landsliðsins við Ísrael í umspili um sæti á HM. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni á morgun og hinn. Fjölmargur hefur gagnrýnt komandi leiki vegna framgangs Ísraela gagnvart Palestínumönnum undanfarna mánuði og ásakana um þjóðarmorð. Nú síðast Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks sem kallar eftir því í opnu bréfi til íslenska landsliðsins að leikmenn spili ekki fyrirhugaða leiki á morgun og hinn. „Á morgun er áformað að þið leikið landsleik við fulltrúa þjóðarmorðingja í Ísrael sem hafa framið - og eru enn að fremja - versta ódæðisverk okkar daga. Þið eruð að fara að leika við konur sem hafa það á sinni samvisku að hafa tekið þátt í þjóðarmorði. Tugþúsundir saklausra borgara hafa verið myrtir, meirihlutinn eru konur og börn, segir Kristinn. „Þær mæta inn á völlinn með blóð barna á höndunum og þaðan mun það blóð berast til ykkar þegar boltinn fer á milli – ef þið leikið á móti þeim,“ segir Kristinn enn fremur. Leikirnir fara fram fyrir luktum dyrum á Ásvöllum í samræmi við tilmæli lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Áhættugreining lögregluembættisins segi til um að vísast sé að áhorfendum verði ekki hleypt á leikinn. Auglýsingum vegna leiksins hefur þá verið haldið í lágmarki, sem og aðgengi fjölmiðla að leikmönnum liðsins. Leikmönnum borist skilaboð á samfélagsmiðlum Perla Ruth Albertsdóttir, leikmaður Selfoss og íslenska landsliðsins, átti að spila leikina tvo en dró sig úr hópi Íslands í vikunni þar sem hún er ólétt. Perla snerti á leikjunum og aðdraganda þeirra í samtali við Silju Úlfarsdóttur í hlaðvarpinu Klefinn. „Við leikmenn höfum lítið verið að spá í þessu. HSÍ er bara að sjá um þetta og við leikmenn erum að hugsa um að spila þessa leiki og komast á HM. Sigurvegarinn kemst á HM og það er það eina sem við erum að hugsa um,“ segir Perla Ruth. Perla greinir frá því að leikmönnum hafi borist ýmis skilaboð og merkingar á samfélagsmiðlinum Instagram. „Þetta er smá flókið út af þessu Ísraelsdæmi og það voru ákveðnir leikmenn í liðinu fengu skilaboð þegar það var dregið. Við vorum taggaðar í myndbönd á Instagram um að þessir leikmenn (íslenska landsliðsins) væru að styðja Ísrael því við ætluðum að spila þessa leiki. Við vorum taggaðar í ljót myndbönd af stríðsástandinu,“ „Við leikmenn erum bara að hugsa um leikinn, ætlum að mæta klárar, spila handbolta og koma Íslandi á HM,“ segir Perla Ruth enn fremur. Fyrri leikur liðanna fer fram í tómum Ásvöllum annað kvöld klukkan 19:30 og sá síðari í sömu höll sólarhring síðar. Landslið kvenna í handbolta HSÍ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Fleiri fréttir Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Sjá meira
Fjölmargur hefur gagnrýnt komandi leiki vegna framgangs Ísraela gagnvart Palestínumönnum undanfarna mánuði og ásakana um þjóðarmorð. Nú síðast Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks sem kallar eftir því í opnu bréfi til íslenska landsliðsins að leikmenn spili ekki fyrirhugaða leiki á morgun og hinn. „Á morgun er áformað að þið leikið landsleik við fulltrúa þjóðarmorðingja í Ísrael sem hafa framið - og eru enn að fremja - versta ódæðisverk okkar daga. Þið eruð að fara að leika við konur sem hafa það á sinni samvisku að hafa tekið þátt í þjóðarmorði. Tugþúsundir saklausra borgara hafa verið myrtir, meirihlutinn eru konur og börn, segir Kristinn. „Þær mæta inn á völlinn með blóð barna á höndunum og þaðan mun það blóð berast til ykkar þegar boltinn fer á milli – ef þið leikið á móti þeim,“ segir Kristinn enn fremur. Leikirnir fara fram fyrir luktum dyrum á Ásvöllum í samræmi við tilmæli lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Áhættugreining lögregluembættisins segi til um að vísast sé að áhorfendum verði ekki hleypt á leikinn. Auglýsingum vegna leiksins hefur þá verið haldið í lágmarki, sem og aðgengi fjölmiðla að leikmönnum liðsins. Leikmönnum borist skilaboð á samfélagsmiðlum Perla Ruth Albertsdóttir, leikmaður Selfoss og íslenska landsliðsins, átti að spila leikina tvo en dró sig úr hópi Íslands í vikunni þar sem hún er ólétt. Perla snerti á leikjunum og aðdraganda þeirra í samtali við Silju Úlfarsdóttur í hlaðvarpinu Klefinn. „Við leikmenn höfum lítið verið að spá í þessu. HSÍ er bara að sjá um þetta og við leikmenn erum að hugsa um að spila þessa leiki og komast á HM. Sigurvegarinn kemst á HM og það er það eina sem við erum að hugsa um,“ segir Perla Ruth. Perla greinir frá því að leikmönnum hafi borist ýmis skilaboð og merkingar á samfélagsmiðlinum Instagram. „Þetta er smá flókið út af þessu Ísraelsdæmi og það voru ákveðnir leikmenn í liðinu fengu skilaboð þegar það var dregið. Við vorum taggaðar í myndbönd á Instagram um að þessir leikmenn (íslenska landsliðsins) væru að styðja Ísrael því við ætluðum að spila þessa leiki. Við vorum taggaðar í ljót myndbönd af stríðsástandinu,“ „Við leikmenn erum bara að hugsa um leikinn, ætlum að mæta klárar, spila handbolta og koma Íslandi á HM,“ segir Perla Ruth enn fremur. Fyrri leikur liðanna fer fram í tómum Ásvöllum annað kvöld klukkan 19:30 og sá síðari í sömu höll sólarhring síðar.
Landslið kvenna í handbolta HSÍ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Fleiri fréttir Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn