Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn Lovísa Arnardóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 8. apríl 2025 11:36 Þorbjörg Sigríður segir myndavélarnar mikilvægar og hún bindi vonir við að málið verði leyst. Vísir/Einar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir eftirlitsmyndavélar í miðborginni geta reynst mikilvæg gögn þegar brot eigi sér stað á götum úti. Hún bindur vonir við samtal milli borgar og lögreglu um eftirlitsmyndavélar í miðborginni. Fjallað var um það í kvöldfréttum RÚV í gær að fjórðungur eftirlitsmyndavéla í miðborg Reykjavíkur hefði verið úti í gær, alls 14 eftirlitsmyndavélar. Lögregla sagði ófremdarástand uppi og sagði ótækt að Reykjavíkurborg hefði sagt upp samstarfssamningi borgarinnar, Neyðarlínunnar, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra um rekstur og stýringu á eftirlitsmyndavélum í mars árið 2023. „Mér líst vel á að lögreglustjóri og borgarstjóri ætli að funda um málið,“ segir Þorbjörg Sigríður sem var spurð út í málið að loknum ríkisstjórnarfundi í dag en fram kom í frétt RÚV í gær að borgarstjóri og lögreglustjóri ætli að funda á föstudag. Hún segir að þegar horft er til öryggis og öryggistilfinningar borgara þá skipti þessar myndavélar máli. Hún bindi því vonir við að leyst verði úr málinu hratt og vel. Hún segir myndavélarnar geta haft mikla þýðingu við rannsókn sakamála og upptökur séu mikilvæg gögn þegar til dæmis líkamsárásir eigi sér stað í miðbænum eða annars konar brot. „Þá eru þetta oft fínustu sönnunargögn, efnið sem er í þessum myndavélum,“ segir Þorbjörg Sigríður og að hún hafi skilning á sjónarmiði aðstoðaryfirlögregluþjóns sem lýsti mikilli óánægju með þetta í kvöldfréttum RÚV í gær. Fjórtán eftirlitsmyndavélar voru óvirkar í gærmorgun. Vísir/Vilhelm Vonar að málið verði leyst „Ég ætla að trúa því að úr þessu verði leyst af hálfu borgarinnar.“ Hún segist ætla að bíða eftir niðurstöðu fundar borgarstjóra og lögreglustjóra áður en hún ákveður hvort hún stígi inn í málið. „Þessar myndavélar, þær skipta máli, og ég ætla að gefa mér það að fólk leysi úr stöðunni.“ Öryggis- og varnarmál Reykjavík Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Fjallað var um það í kvöldfréttum RÚV í gær að fjórðungur eftirlitsmyndavéla í miðborg Reykjavíkur hefði verið úti í gær, alls 14 eftirlitsmyndavélar. Lögregla sagði ófremdarástand uppi og sagði ótækt að Reykjavíkurborg hefði sagt upp samstarfssamningi borgarinnar, Neyðarlínunnar, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra um rekstur og stýringu á eftirlitsmyndavélum í mars árið 2023. „Mér líst vel á að lögreglustjóri og borgarstjóri ætli að funda um málið,“ segir Þorbjörg Sigríður sem var spurð út í málið að loknum ríkisstjórnarfundi í dag en fram kom í frétt RÚV í gær að borgarstjóri og lögreglustjóri ætli að funda á föstudag. Hún segir að þegar horft er til öryggis og öryggistilfinningar borgara þá skipti þessar myndavélar máli. Hún bindi því vonir við að leyst verði úr málinu hratt og vel. Hún segir myndavélarnar geta haft mikla þýðingu við rannsókn sakamála og upptökur séu mikilvæg gögn þegar til dæmis líkamsárásir eigi sér stað í miðbænum eða annars konar brot. „Þá eru þetta oft fínustu sönnunargögn, efnið sem er í þessum myndavélum,“ segir Þorbjörg Sigríður og að hún hafi skilning á sjónarmiði aðstoðaryfirlögregluþjóns sem lýsti mikilli óánægju með þetta í kvöldfréttum RÚV í gær. Fjórtán eftirlitsmyndavélar voru óvirkar í gærmorgun. Vísir/Vilhelm Vonar að málið verði leyst „Ég ætla að trúa því að úr þessu verði leyst af hálfu borgarinnar.“ Hún segist ætla að bíða eftir niðurstöðu fundar borgarstjóra og lögreglustjóra áður en hún ákveður hvort hún stígi inn í málið. „Þessar myndavélar, þær skipta máli, og ég ætla að gefa mér það að fólk leysi úr stöðunni.“
Öryggis- og varnarmál Reykjavík Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira