Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Aron Guðmundsson skrifar 8. apríl 2025 08:00 Jón Halldórsson, formaður HSÍ Vísir/Sigurjón Nýkjörinn formaður HSÍ, Jón Halldórsson, segir að það sé flókið verkefni og gæti verið erfitt að rétta af krefjandi fjárhagsstöðu sambandsins. Það sé verk þeirra sem standi að sambandinu að sjá til þess að það verði ekki gjaldþrota. Jón var sjálfkjörinn í embætti formanns á ársþingi HSÍ um nýliðna helgi og tekur við á krefjandi tímapunkti er við kemur fjárhag sambandsins en samanlagt tap á rekstri þess síðustu tvö ár nemur 130 milljónum króna. „Þetta er risastórt mál fyrir okkur sem handknattleikssamband og ekkert bara okkar mál. Það vantar fjármuni inn í hreyfinguna á Íslandi. Þetta er miklu stærra heldur en bara handknattleikssambandið. Að sjálfsögðu er það bara hlutverk mitt og nýrrar stjórnar að vinna út úr fjárhag sambandsins. Við erum með okkar fyrsta formlega fund tengt þessu á morgun. Við setjumst niður og skipum þessa klassísku nefnd til þess að kryfja allt það sem hefur verið í gangi. Ekki það að við séum með efasemdir um að eitthvað hafi verið gert rangt eða að það hafi verið vitlaust farið að með þessa hluti. Við ætlum að kryfja til þess að skilja og setja upp ítarlega aðgerðaráætlun varðandi það hvernig við ætlum að rétta við fjárhaginn. Það er ekki auðvelt verk, alveg klárlega ekki. Með svona fjárhag þá eru bara tvær leiðir. Það er að afla tekna eða að skera niður. Þetta verður flókið, gæti líka orðið erfitt.“ Jón hefur kynnt sér hlutina vel undanfarnar vikur. „Þegar að ég var búinn að taka þessa ákvörðun um að bjóða mig fram þá setti ég þetta upp sem þrjú box. Í fyrsta boxið setti ég niður með mér hvernig ég héldi að þetta væri. Undanfarnar vikur hef ég svo verið að ræða við fólkið í hreyfingunni og inn á skrifstofu HSÍ til að fá upplýsingar um það hvernig hlutirnir eru. Þar er bara margt mjög gott búið að koma í ljós, fullt af góðum hlutum sem hafa verið unnir í sambandinu undanfarin ár. Hlutir sem ég jafnvel áttaði mig ekki á en var samt á kafi inn í sambandinu. Svo er það bara okkar hlutverk að búa til þriðja boxið sem snýr að því hvert við erum að fara með þetta.“ En maður spyr sig í svona stöðu, þegar að tapið er svona mikið. Getur HSÍ orðið gjaldþrota? „Það er bara okkar hlutverk að sjá til þess að svo verði ekki. Og aftur kem ég að því að þetta snýr ekki bara að handknattleikssambandinu, þetta snýr að þeim fjármunum sem við þurfum að fá inn í íþróttahreyfinguna. Það eru bara öll sérsambönd á Íslandi að berjast við að reyna reka sig. Við erum með eina af stærstu sjálfboðaliðahreyfingum landsins og þetta er gríðarlega mikið starf sem er unnið. Öll sérsamböndin þurfa að standa saman og fara að vinna að því að fá auknar tekjur, bæði frá ríki og bæ og finna leiðir til að auka tekjumöguleika inn í íþróttahreyfingunni.“ HSÍ Handbolti Tengdar fréttir Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Jón Halldórsson var í gær kjörinn formaður Handknattleikssambands Íslands til næstu tveggja ára. Hann var einn í framboði á 68. ársþingi sambandsins í dag. 6. apríl 2025 09:32 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Jón var sjálfkjörinn í embætti formanns á ársþingi HSÍ um nýliðna helgi og tekur við á krefjandi tímapunkti er við kemur fjárhag sambandsins en samanlagt tap á rekstri þess síðustu tvö ár nemur 130 milljónum króna. „Þetta er risastórt mál fyrir okkur sem handknattleikssamband og ekkert bara okkar mál. Það vantar fjármuni inn í hreyfinguna á Íslandi. Þetta er miklu stærra heldur en bara handknattleikssambandið. Að sjálfsögðu er það bara hlutverk mitt og nýrrar stjórnar að vinna út úr fjárhag sambandsins. Við erum með okkar fyrsta formlega fund tengt þessu á morgun. Við setjumst niður og skipum þessa klassísku nefnd til þess að kryfja allt það sem hefur verið í gangi. Ekki það að við séum með efasemdir um að eitthvað hafi verið gert rangt eða að það hafi verið vitlaust farið að með þessa hluti. Við ætlum að kryfja til þess að skilja og setja upp ítarlega aðgerðaráætlun varðandi það hvernig við ætlum að rétta við fjárhaginn. Það er ekki auðvelt verk, alveg klárlega ekki. Með svona fjárhag þá eru bara tvær leiðir. Það er að afla tekna eða að skera niður. Þetta verður flókið, gæti líka orðið erfitt.“ Jón hefur kynnt sér hlutina vel undanfarnar vikur. „Þegar að ég var búinn að taka þessa ákvörðun um að bjóða mig fram þá setti ég þetta upp sem þrjú box. Í fyrsta boxið setti ég niður með mér hvernig ég héldi að þetta væri. Undanfarnar vikur hef ég svo verið að ræða við fólkið í hreyfingunni og inn á skrifstofu HSÍ til að fá upplýsingar um það hvernig hlutirnir eru. Þar er bara margt mjög gott búið að koma í ljós, fullt af góðum hlutum sem hafa verið unnir í sambandinu undanfarin ár. Hlutir sem ég jafnvel áttaði mig ekki á en var samt á kafi inn í sambandinu. Svo er það bara okkar hlutverk að búa til þriðja boxið sem snýr að því hvert við erum að fara með þetta.“ En maður spyr sig í svona stöðu, þegar að tapið er svona mikið. Getur HSÍ orðið gjaldþrota? „Það er bara okkar hlutverk að sjá til þess að svo verði ekki. Og aftur kem ég að því að þetta snýr ekki bara að handknattleikssambandinu, þetta snýr að þeim fjármunum sem við þurfum að fá inn í íþróttahreyfinguna. Það eru bara öll sérsambönd á Íslandi að berjast við að reyna reka sig. Við erum með eina af stærstu sjálfboðaliðahreyfingum landsins og þetta er gríðarlega mikið starf sem er unnið. Öll sérsamböndin þurfa að standa saman og fara að vinna að því að fá auknar tekjur, bæði frá ríki og bæ og finna leiðir til að auka tekjumöguleika inn í íþróttahreyfingunni.“
HSÍ Handbolti Tengdar fréttir Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Jón Halldórsson var í gær kjörinn formaður Handknattleikssambands Íslands til næstu tveggja ára. Hann var einn í framboði á 68. ársþingi sambandsins í dag. 6. apríl 2025 09:32 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Jón Halldórsson var í gær kjörinn formaður Handknattleikssambands Íslands til næstu tveggja ára. Hann var einn í framboði á 68. ársþingi sambandsins í dag. 6. apríl 2025 09:32
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni