Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar 7. apríl 2025 14:02 Um daginn sá ég myndband sem fékk mig til að staldra við. Þar sást kennari ganga um skólann sinn, gefa nemendum og samstarfsfólki fimmur og faðma – og það var eins og andrúmsloftið breyttist. Bros blossuðu upp, hlátur bergmálaði og allir virtust aðeins léttari á sér. Þetta var ekki flókið. Ekki dýrt. Bara manneskja sem valdi að veita öðrum athygli og jákvæða orku. Og mér fannst þetta æðislegt. Við lifum á tímum þar sem streita, kvíði og félagsleg einangrun eru allt of algeng. Fólk talar um vöntun á tengslum og að við séum alltaf á hraðferð. En hvað ef við gætum breytt stemningunni í kringum okkur með litlum, einföldum hlutum? Eins og fimmunni. Að gefa fimmu er meira en bara að skella saman lófum. Það er viðurkenning. Það segir: „Ég sé þig.“ Það skapar tengingu, jafnvel í stutta stund. Þetta er eitthvað sem börn gera náttúrulega, en fullorðna fólkið gleymir oft – jafnvel kennarar og aðrir sem vinna með fólki. En áhrifin eru raunveruleg, og þau smita út frá sér. Ég held að við ættum öll að temja okkur það að gefa fimmur oftar. Ekki bara í frístundastarfi og skólum, heldur á vinnustöðum, heima, í ræktinni eða bara í göngutúr. Það kostar ekkert að vera aðeins meira til staðar. Kannski væri heimurinn aðeins betri ef við gæfum öll hvort öðru fimmu. Höfundur er sjálfskipaður talsmaður fimmunar. Til útskýringar fimma er þegar tvær manneskjur mætast og rétta aðra höndina upp og slá lófum saman. high five útskýrt af Oxford orðabókinni a gesture of celebration or greeting in which two people slap each other's palms with their arms raised. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástin og lífið Geðheilbrigði Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Um daginn sá ég myndband sem fékk mig til að staldra við. Þar sást kennari ganga um skólann sinn, gefa nemendum og samstarfsfólki fimmur og faðma – og það var eins og andrúmsloftið breyttist. Bros blossuðu upp, hlátur bergmálaði og allir virtust aðeins léttari á sér. Þetta var ekki flókið. Ekki dýrt. Bara manneskja sem valdi að veita öðrum athygli og jákvæða orku. Og mér fannst þetta æðislegt. Við lifum á tímum þar sem streita, kvíði og félagsleg einangrun eru allt of algeng. Fólk talar um vöntun á tengslum og að við séum alltaf á hraðferð. En hvað ef við gætum breytt stemningunni í kringum okkur með litlum, einföldum hlutum? Eins og fimmunni. Að gefa fimmu er meira en bara að skella saman lófum. Það er viðurkenning. Það segir: „Ég sé þig.“ Það skapar tengingu, jafnvel í stutta stund. Þetta er eitthvað sem börn gera náttúrulega, en fullorðna fólkið gleymir oft – jafnvel kennarar og aðrir sem vinna með fólki. En áhrifin eru raunveruleg, og þau smita út frá sér. Ég held að við ættum öll að temja okkur það að gefa fimmur oftar. Ekki bara í frístundastarfi og skólum, heldur á vinnustöðum, heima, í ræktinni eða bara í göngutúr. Það kostar ekkert að vera aðeins meira til staðar. Kannski væri heimurinn aðeins betri ef við gæfum öll hvort öðru fimmu. Höfundur er sjálfskipaður talsmaður fimmunar. Til útskýringar fimma er þegar tvær manneskjur mætast og rétta aðra höndina upp og slá lófum saman. high five útskýrt af Oxford orðabókinni a gesture of celebration or greeting in which two people slap each other's palms with their arms raised.
Til útskýringar fimma er þegar tvær manneskjur mætast og rétta aðra höndina upp og slá lófum saman. high five útskýrt af Oxford orðabókinni a gesture of celebration or greeting in which two people slap each other's palms with their arms raised.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun