Þar kemur einnig fram að dælubílar hafi aðeins einu sinni verið kallaðir út. Þá var tilkynnt um eld í húsi í Gerðunum í Reykjavík.
Bílar af öllum stöðvum hafi verið kallaðir út en þegar sá fyrsti kom á staðinn hafi komið í ljós að pottur hafði gleymst á eldavél og húsráðandi hafði náð að slökkva eldinn. Slökkvilið þurfti þó að aðstoða við að reykræsta íbúðina.