Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir og Dögg Guðmundsdóttir skrifa 5. apríl 2025 18:00 Einskonar carnivore bylgja hefur verið áberandi að undanförnu og margir stokkið á þann vagn, oft í von um þyngdartap og bætta heilsu. En er þarna loksins kominn hinn eini sanni töfrakúr sem alla vanda leysir? Við getum sagt sem svo að í gegnum tíðina hafa ýmis mataræði/kúrar orðið vinsæl, sum skaðlegri en önnur. Vísindamenn telja þó carnivore mataræðið eitt það skaðlegasta sem hefur birst í þessari bylgju heilsutrenda. Nú höfum við farið yfir mataræðið áður en sem stutt upprifjun þá byggir það alfarið á neyslu kjöts og annarra dýraafurða, ásamt ríkulegri neyslu salts og smjörs. Oftar en ekki inniheldur mataræðið mikið magn af mettaðri fitu, rauðu kjöti og unnum kjötvörum, sem rannsóknir hafa tengt við aukna hættu á krabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum. Ofan á það kemur svo útilokun á öllum matvælum sem eru verndandi gegn þessum sjúkdómum, svo sem grænmeti, ávöxtum og heilkornum. Ástæðan fyrir því að við viljum minna á þetta er vegna mikilla aukninga í vinsældum að undanförnu. Þá er mikilvægt að fólk sé meðvitað um að mataræðið er sérstaklega varhugavert fyrir eldri einstaklinga eða þá sem eru nú þegar með háan blóðþrýsting eða í hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Of mikil neysla á salti og mettaðri fitu getur haft alvarleg áhrif á hjartaheilsu og afleiðingar fyrir þá sem nú þegar eru í hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Þá er það einnig svo að þrátt fyrir að ungt og heilbrigt fólk finni líklega ekki fyrir skaða til skemmri tíma litið, er það áhyggjuefni þegar það fylgir mataræðinu í lengri tíma. Það er því ekki að undra að sérfræðingar í næringarfræði og lýðheilsu tali ítrekað gegn þessu mataræði. Það er gert af góðvild og með heilsu almennings í huga, enda er markmiðið að draga úr áhættu og stuðla að heilbrigðum lífsstíl. Með tilkomu samfélagsmiðla dreifast alls kyns upplýsingar hratt á milli fólks og hver sem er getur sagt hvað sem er á netinu. Gagnrýnin hugsun hefur aldrei verið mikilvægari eins og bent er á í greininni, Eru samfélagsmiðlar að setja heilbrigðiskerfi framtíðarinnar á hausinn’. Nú erum við með sérfræðiþekkingu í næringarfræði, en það eru vísindi sem krefjast þess að við þekkjum hvernig líkaminn virkar og að við séum kunnugar innri og ytri áhrifaþáttum þess að næra sig til að fá sem bestan árangur líffræðilega séð. Til þess þurfum við að vera með vísindin á hreinu og sífellt að vera á tánum hvað varðar nýjar rannsóknir. Þegar við þó miðlum þessari þekkingu með vísindin að vopni og hag landsmanna fyrir brjósti, mæta okkur stundum ásakanir um menntahroka eða athugasemdir um að við ættum ekki að „skipta okkur af“ matarvenjum fólks. Ráðleggingar okkar snúast hins vegar aldrei um að skipa fólki fyrir heldur einfaldlega að upplýsa almenning um bestu vísindalega þekkingu hvers tíma. Fólk má svo að sjálfsögðu prófa það mataræði sem það vill, en hlutverk okkar er að gera fólki grein fyrir mögulegum hættum sem geta fylgt því til langs tíma svo að fólk geti tekið upplýsta ákvörðun. Það gleður okkar næringarfræðinga hjarta að sjálfsögðu að vita af fólki að lifa og dafna í eigin skinni og hugsa vel um heilsuna sína. Enda er heilsan okkar dýrmætasta eign. En við vonum þó að fólk virði sömuleiðis okkar vegferð í að starfa sem einhverskonar forvarnargildi í þeirri gríðarlegu upplýsingaóreiðu sem ríkir þar sem markmiðið er alltaf að hafa jákvæð áhrif á lífsvenjur og heilsu fólks. Það skiptir nefnilega máli hvaða upplýsingar við veljum að taka mark á og innleiða í líf okkar og að þær séu traustar og réttar. Í ljósi vinsælda carnivore að undanförnu til þyngdartaps viljum við að lokum minna á að þyngdartap er ekki alltaf sama sem heilbrigði, og sumu þyngdartapi fylgir meiri skaði fyrir heilsu en ágóði. Sé tilgangurinn þyngdartap er hægt að ná því fram á öruggari hátt en með carnivore mataræðinu, án þess að stofna heilsu sinni í hættu með aukinni áhættu á hjartasjúkdómum og ristilskrabbameini. Það mataræði sem er helst tengt við góðar heilsufarsútkomur ef við skoðum rannsóknir í heild er mataræði sem er ríkt af grænmeti, ávöxtum, heilkorni, fiski, baunum og mögru kjöti eins og kjúkling. Þú átt skilið að fá réttar og heilsueflandi upplýsingar svo þú getir tekið upplýsta ákvörðun um hvernig þú vilt haga þínu mataræði. Frekari traustar upplýsingar um næringu og leiðréttingar á næringarmýtum má finna hér: Næring og jafnvægi Guðrún Nanna Egilsdóttir er næringarfræðingur og Dögg Guðmundsdóttir er meistaranemi í klínískri næringarfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Matur Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Einskonar carnivore bylgja hefur verið áberandi að undanförnu og margir stokkið á þann vagn, oft í von um þyngdartap og bætta heilsu. En er þarna loksins kominn hinn eini sanni töfrakúr sem alla vanda leysir? Við getum sagt sem svo að í gegnum tíðina hafa ýmis mataræði/kúrar orðið vinsæl, sum skaðlegri en önnur. Vísindamenn telja þó carnivore mataræðið eitt það skaðlegasta sem hefur birst í þessari bylgju heilsutrenda. Nú höfum við farið yfir mataræðið áður en sem stutt upprifjun þá byggir það alfarið á neyslu kjöts og annarra dýraafurða, ásamt ríkulegri neyslu salts og smjörs. Oftar en ekki inniheldur mataræðið mikið magn af mettaðri fitu, rauðu kjöti og unnum kjötvörum, sem rannsóknir hafa tengt við aukna hættu á krabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum. Ofan á það kemur svo útilokun á öllum matvælum sem eru verndandi gegn þessum sjúkdómum, svo sem grænmeti, ávöxtum og heilkornum. Ástæðan fyrir því að við viljum minna á þetta er vegna mikilla aukninga í vinsældum að undanförnu. Þá er mikilvægt að fólk sé meðvitað um að mataræðið er sérstaklega varhugavert fyrir eldri einstaklinga eða þá sem eru nú þegar með háan blóðþrýsting eða í hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Of mikil neysla á salti og mettaðri fitu getur haft alvarleg áhrif á hjartaheilsu og afleiðingar fyrir þá sem nú þegar eru í hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Þá er það einnig svo að þrátt fyrir að ungt og heilbrigt fólk finni líklega ekki fyrir skaða til skemmri tíma litið, er það áhyggjuefni þegar það fylgir mataræðinu í lengri tíma. Það er því ekki að undra að sérfræðingar í næringarfræði og lýðheilsu tali ítrekað gegn þessu mataræði. Það er gert af góðvild og með heilsu almennings í huga, enda er markmiðið að draga úr áhættu og stuðla að heilbrigðum lífsstíl. Með tilkomu samfélagsmiðla dreifast alls kyns upplýsingar hratt á milli fólks og hver sem er getur sagt hvað sem er á netinu. Gagnrýnin hugsun hefur aldrei verið mikilvægari eins og bent er á í greininni, Eru samfélagsmiðlar að setja heilbrigðiskerfi framtíðarinnar á hausinn’. Nú erum við með sérfræðiþekkingu í næringarfræði, en það eru vísindi sem krefjast þess að við þekkjum hvernig líkaminn virkar og að við séum kunnugar innri og ytri áhrifaþáttum þess að næra sig til að fá sem bestan árangur líffræðilega séð. Til þess þurfum við að vera með vísindin á hreinu og sífellt að vera á tánum hvað varðar nýjar rannsóknir. Þegar við þó miðlum þessari þekkingu með vísindin að vopni og hag landsmanna fyrir brjósti, mæta okkur stundum ásakanir um menntahroka eða athugasemdir um að við ættum ekki að „skipta okkur af“ matarvenjum fólks. Ráðleggingar okkar snúast hins vegar aldrei um að skipa fólki fyrir heldur einfaldlega að upplýsa almenning um bestu vísindalega þekkingu hvers tíma. Fólk má svo að sjálfsögðu prófa það mataræði sem það vill, en hlutverk okkar er að gera fólki grein fyrir mögulegum hættum sem geta fylgt því til langs tíma svo að fólk geti tekið upplýsta ákvörðun. Það gleður okkar næringarfræðinga hjarta að sjálfsögðu að vita af fólki að lifa og dafna í eigin skinni og hugsa vel um heilsuna sína. Enda er heilsan okkar dýrmætasta eign. En við vonum þó að fólk virði sömuleiðis okkar vegferð í að starfa sem einhverskonar forvarnargildi í þeirri gríðarlegu upplýsingaóreiðu sem ríkir þar sem markmiðið er alltaf að hafa jákvæð áhrif á lífsvenjur og heilsu fólks. Það skiptir nefnilega máli hvaða upplýsingar við veljum að taka mark á og innleiða í líf okkar og að þær séu traustar og réttar. Í ljósi vinsælda carnivore að undanförnu til þyngdartaps viljum við að lokum minna á að þyngdartap er ekki alltaf sama sem heilbrigði, og sumu þyngdartapi fylgir meiri skaði fyrir heilsu en ágóði. Sé tilgangurinn þyngdartap er hægt að ná því fram á öruggari hátt en með carnivore mataræðinu, án þess að stofna heilsu sinni í hættu með aukinni áhættu á hjartasjúkdómum og ristilskrabbameini. Það mataræði sem er helst tengt við góðar heilsufarsútkomur ef við skoðum rannsóknir í heild er mataræði sem er ríkt af grænmeti, ávöxtum, heilkorni, fiski, baunum og mögru kjöti eins og kjúkling. Þú átt skilið að fá réttar og heilsueflandi upplýsingar svo þú getir tekið upplýsta ákvörðun um hvernig þú vilt haga þínu mataræði. Frekari traustar upplýsingar um næringu og leiðréttingar á næringarmýtum má finna hér: Næring og jafnvægi Guðrún Nanna Egilsdóttir er næringarfræðingur og Dögg Guðmundsdóttir er meistaranemi í klínískri næringarfræði
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun