Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2025 09:31 Vladimir Pútín Rússlandsforseti með vini sínum Alexander Ovechkin sem er við það að eignast eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum. Getty/Sasha Mordovets Metið sem fáir bjuggust við að yrði einhvern tímann slegið er við það að falla. Við erum að tala um markametið í NHL-deildinni í íshokkí. Metið hefur verið í eigu Kanadamannsins Wayne Gretzky sem setti skautana sína upp á hillu í lok síðustu aldar. Markametið hans Gretzky er eitt af þeim risastóru í bandarískum atvinnumannadeildunum. GRETZKY 🤝 OVECHKINTHESE TWO ARE NOW TIED FOR THE MOST CAREER NHL GOALS‼️ pic.twitter.com/ru2Y30YeBC— ESPN (@espn) April 5, 2025 Gretzky var þá búinn að skora 894 mörk í deildinni og var með yfirburðarforystu á markalistanum þegar hann hætti að spila árið 1999. Hann hafði þá slegið met goðsagnarinnar Gordie Howe um alls 93 mörk. Það er ekki bara að vekja athygli að metið sé að falla heldur líka vegna þess hver það er sem er við að slá það. Sá heitir Aleksandr Ovechkin og er Rússi. Ovechkin er líka vinur og stuðningsmaður Vladimirs Pútín Rússlandsforseta sem hefur kallað á mikla gagnrýni. View this post on Instagram A post shared by Alexander Ovechkin (@aleksandrovechkinofficial) Ovechkin skoraði tvö mörk í nótt og jafnaði með því metið. Næsti leikur hans er síðan annað kvöld og þar gæti metið fallið. Hann fær síðan átta leiki í viðbót til að bæta það. Ovechkin skoraði þessi mörk í 5-3 sigri Washington Capitals á Chicago Blackhawks. „Allir Rússar verða stoltir af þessu afreki. Það er mjög sérstakt fyrir okkur að hann sé að taka metið heim,“ sagði rússneski íshokkímaðurinn Andrey Svechnikov við nhl.com. Ovechkin er einn af sextíu Rússum sem spila í NHL deildinni. Rússar mega spila þar en þeir mega ekki taka þátt í heimsmeistaramótinu eða spila á Vetrarólympíuleikunum. Ovechkin er 39 ára gamall og er enn að standa sig frábærlega inn á ísnum. Þegar hann jafnaði metið var gert hlé á leiknum á meðan hann skautaði um ísinn og fagnaði við frábæra undirtektir úr stúkunni. With Gretzky, Ovi's family, and all Caps nation to witness ❤️Alex Ovechkin is now tied for the most career goals in NHL history with 894 goals! pic.twitter.com/MGTg7itw2q— SportsCenter (@SportsCenter) April 5, 2025 Það var enginn að pæla þá í tengslum hans við Pútín. Hann hefur sjálfur sagt að hann sé fyrst og fremst íþróttamaður og hafi ekkert um stjórnmál að segja. Hann þurfti að svara mörgum spurningum eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. „Hann [Pútin] er forsetinn minn en ég tek ekki þátt í stjórnmálum. Ég er íþróttamaður og ég vona að stríðið endi sem fyrst. Þetta er erfið staða fyrir báðar þjóðir,“ sagði Ovechkin á sínum tíma. Á sama tíma var Ovechkin með mynd af sér með Pútin á samfélagsmiðlum. Hún er þar ennþá. Þeir eru vinir. Aleksandr Ovechkin lék sinn fyrsta leik í NHL-deildinni árið 2005. Hann hefur spilað alla tíð með liði Washington Capitals. Gretzky lék á sínum tíma 1487 leiki í NHL-deildinni en Ovechkin er kominn í 1486 leiki. It took Alex Ovechkin just one less game than Wayne Gretzky to reach 894 goals... 🤯 pic.twitter.com/W3rvnFh14H— TSN (@TSN_Sports) April 5, 2025 Íshokkí Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Sjá meira
Metið hefur verið í eigu Kanadamannsins Wayne Gretzky sem setti skautana sína upp á hillu í lok síðustu aldar. Markametið hans Gretzky er eitt af þeim risastóru í bandarískum atvinnumannadeildunum. GRETZKY 🤝 OVECHKINTHESE TWO ARE NOW TIED FOR THE MOST CAREER NHL GOALS‼️ pic.twitter.com/ru2Y30YeBC— ESPN (@espn) April 5, 2025 Gretzky var þá búinn að skora 894 mörk í deildinni og var með yfirburðarforystu á markalistanum þegar hann hætti að spila árið 1999. Hann hafði þá slegið met goðsagnarinnar Gordie Howe um alls 93 mörk. Það er ekki bara að vekja athygli að metið sé að falla heldur líka vegna þess hver það er sem er við að slá það. Sá heitir Aleksandr Ovechkin og er Rússi. Ovechkin er líka vinur og stuðningsmaður Vladimirs Pútín Rússlandsforseta sem hefur kallað á mikla gagnrýni. View this post on Instagram A post shared by Alexander Ovechkin (@aleksandrovechkinofficial) Ovechkin skoraði tvö mörk í nótt og jafnaði með því metið. Næsti leikur hans er síðan annað kvöld og þar gæti metið fallið. Hann fær síðan átta leiki í viðbót til að bæta það. Ovechkin skoraði þessi mörk í 5-3 sigri Washington Capitals á Chicago Blackhawks. „Allir Rússar verða stoltir af þessu afreki. Það er mjög sérstakt fyrir okkur að hann sé að taka metið heim,“ sagði rússneski íshokkímaðurinn Andrey Svechnikov við nhl.com. Ovechkin er einn af sextíu Rússum sem spila í NHL deildinni. Rússar mega spila þar en þeir mega ekki taka þátt í heimsmeistaramótinu eða spila á Vetrarólympíuleikunum. Ovechkin er 39 ára gamall og er enn að standa sig frábærlega inn á ísnum. Þegar hann jafnaði metið var gert hlé á leiknum á meðan hann skautaði um ísinn og fagnaði við frábæra undirtektir úr stúkunni. With Gretzky, Ovi's family, and all Caps nation to witness ❤️Alex Ovechkin is now tied for the most career goals in NHL history with 894 goals! pic.twitter.com/MGTg7itw2q— SportsCenter (@SportsCenter) April 5, 2025 Það var enginn að pæla þá í tengslum hans við Pútín. Hann hefur sjálfur sagt að hann sé fyrst og fremst íþróttamaður og hafi ekkert um stjórnmál að segja. Hann þurfti að svara mörgum spurningum eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. „Hann [Pútin] er forsetinn minn en ég tek ekki þátt í stjórnmálum. Ég er íþróttamaður og ég vona að stríðið endi sem fyrst. Þetta er erfið staða fyrir báðar þjóðir,“ sagði Ovechkin á sínum tíma. Á sama tíma var Ovechkin með mynd af sér með Pútin á samfélagsmiðlum. Hún er þar ennþá. Þeir eru vinir. Aleksandr Ovechkin lék sinn fyrsta leik í NHL-deildinni árið 2005. Hann hefur spilað alla tíð með liði Washington Capitals. Gretzky lék á sínum tíma 1487 leiki í NHL-deildinni en Ovechkin er kominn í 1486 leiki. It took Alex Ovechkin just one less game than Wayne Gretzky to reach 894 goals... 🤯 pic.twitter.com/W3rvnFh14H— TSN (@TSN_Sports) April 5, 2025
Íshokkí Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Sjá meira