Tollahækkanir Trump taka gildi Lovísa Arnardóttir skrifar 5. apríl 2025 08:20 Tollverðir í Bandaríkjunum munu frá og með deginum í dag þurfa að innheimta tíu prósenta toll á allar innfluttar vörur. Í næstu viku hækka tollarnir enn frekar á fjölmörg lönd. Vísir/Getty Tollverðir í Bandaríkjunum byrjuðu í dag að innheimta tíu prósenta toll á allar vörur sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna. Eftir viku munu tollarnir hækka á vörum sem fluttar eru inn frá 57 löndum utan Bandaríkjanna. Donald Trump forseti Bandaríkjanna tilkynnti í vikunni um víðtækar tollahækkanir á flest lönd heims. „Þetta er stærsta viðskiptaaðgerð okkar tíma,“ er haft eftir Kelly Ann Shaw, viðskiptalögfræðingi of fyrrverandi viðskiptaráðgjafa í ríkisstjórn Trump, á vef Reuters, en Shaw fjallaði um ákvarðanir Trump á viðburði í Brookings Institution á fimmtudag. Þar sagði hún að hún ætti von á því að tollarnir myndu þróast yfir tíma og hvert ríki myndi sækjast eftir því að semja um lægri tolla. „En þetta er risamál,“ sagði hún og að þessi ákvörðun hefði áhrif á öll viðskipti heimsins. Tollarnir fela í sér að minnst tíu prósenta skattur verður lagður á allar vörur sem fluttar verða inn til Bandaríkjanna. Tollarnir hafa verið kynntir sem „gagnkvæmir tollar“ vestanhafs og áttu þeir að hafa tekið mið af því hvaða tollum er beitt gegn vörum frá Bandaríkjunum. Þess í stað taka þeir þó mið af viðskiptahalla Bandaríkjanna við tiltekin ríki. Áhrif á kauphallir um allan heim Tilkynning Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um tollahækkanirnar á miðvikudag hafði víðtæk áhrif á viðskipti um allan heim og verðbréf margra fyrirtækja hrundu í verði í gær og fyrradag, þar á meðal verð á olíu og ýmsum öðrum vörum, á meðan fjárfestar fluttu peningana sína margir í ríkisskuldabréf. Þau lönd sem verða fyrst fyrir 10 prósent tolli eru til dæmis Ástralía, Bretland, Kolumbía, Argentína, Egyptaland og Sádi Arabíla. Í frétt Reuters segir að samkvæmt tilkynningu frá Tolla- og landamæraeftirliti Bandaríkjanna hafi innflutningsaðilar sem flytji vörur sjóleiðis fengið að vita að enginn greiðslufrestur yrði veittur vegna vara sem hafi verið komnar á sjó á miðnætti en að ekki verði lagður tollur á vörur sem þegar hafi verið lagðar af stað og verði komnar til Bandaríkjanna fyrir 27. maí. Eins og fram kom í tilkynningu Trump munu tollarnir svo hækka eftir viku og munu til dæmis verða tuttugu prósent á allar vörur frá Evrópusambandsríkjum, 34 prósent á vörur frá Kína sem þýðir að vörur frá Kína muni sæta 54 prósent álagninu í heild. Víetnam sömuleiðis mun sæta um 46 prósenta álagningu en fram kemur í frétt Reuters að í gær hafi þau samþykkt að ræða samkomulag við Trump. Kanada og Mexíkó sæta þegar um 25 prósenta álagningu á allar vörur sem fluttar eru inn. Donald Trump tilkynnti um meiri álagningu á löndin stuttu eftir að hann tók við embætti í janúar og vísaði til fentanyl krísunnar sem hefur geisað í landinu um árabil og krafðist þess að landamæraeftirlit yrði aukið við Bandaríkin. Bandaríkin Skattar og tollar Donald Trump Tengdar fréttir TikTok hólpið í bili Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur framlengt frest á fyrirhuguðu TikTok banni í Bandaríkjunum um 75 daga. Lögin áttu að taka gildi á morgun. Hann segir að samningaviðræður við yfirvöld í Kína hafi gengið vel og hann ætli áfram að vinna hörðum höndum að því að koma í veg fyrir bannið. 4. apríl 2025 19:49 Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Helstu ráðgjafar og ráðherrar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, vörðu stórum hluta gærdagsins í viðtöl við fjölmiðla. Þar voru þeir flestir sammála um að umfangsmiklir tollar Trumps á flest öll ríki heims væru komin til að vera. Ekki væri um að ræða einhverskonar opnunarleik fyrir viðræður um milliríkjaviðskipti Bandaríkjanna. 4. apríl 2025 11:21 Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir tollahækkanir Trump geta haft áhrif á íslenska ferðaþjónustu og vaxtalækkunarferli Seðlabankans. Ísland hafi sloppið vel en erfitt sé að gera sér grein fyrir mögulegum tækifærum sem felist í aðgerðunum. 4. apríl 2025 09:31 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
„Þetta er stærsta viðskiptaaðgerð okkar tíma,“ er haft eftir Kelly Ann Shaw, viðskiptalögfræðingi of fyrrverandi viðskiptaráðgjafa í ríkisstjórn Trump, á vef Reuters, en Shaw fjallaði um ákvarðanir Trump á viðburði í Brookings Institution á fimmtudag. Þar sagði hún að hún ætti von á því að tollarnir myndu þróast yfir tíma og hvert ríki myndi sækjast eftir því að semja um lægri tolla. „En þetta er risamál,“ sagði hún og að þessi ákvörðun hefði áhrif á öll viðskipti heimsins. Tollarnir fela í sér að minnst tíu prósenta skattur verður lagður á allar vörur sem fluttar verða inn til Bandaríkjanna. Tollarnir hafa verið kynntir sem „gagnkvæmir tollar“ vestanhafs og áttu þeir að hafa tekið mið af því hvaða tollum er beitt gegn vörum frá Bandaríkjunum. Þess í stað taka þeir þó mið af viðskiptahalla Bandaríkjanna við tiltekin ríki. Áhrif á kauphallir um allan heim Tilkynning Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um tollahækkanirnar á miðvikudag hafði víðtæk áhrif á viðskipti um allan heim og verðbréf margra fyrirtækja hrundu í verði í gær og fyrradag, þar á meðal verð á olíu og ýmsum öðrum vörum, á meðan fjárfestar fluttu peningana sína margir í ríkisskuldabréf. Þau lönd sem verða fyrst fyrir 10 prósent tolli eru til dæmis Ástralía, Bretland, Kolumbía, Argentína, Egyptaland og Sádi Arabíla. Í frétt Reuters segir að samkvæmt tilkynningu frá Tolla- og landamæraeftirliti Bandaríkjanna hafi innflutningsaðilar sem flytji vörur sjóleiðis fengið að vita að enginn greiðslufrestur yrði veittur vegna vara sem hafi verið komnar á sjó á miðnætti en að ekki verði lagður tollur á vörur sem þegar hafi verið lagðar af stað og verði komnar til Bandaríkjanna fyrir 27. maí. Eins og fram kom í tilkynningu Trump munu tollarnir svo hækka eftir viku og munu til dæmis verða tuttugu prósent á allar vörur frá Evrópusambandsríkjum, 34 prósent á vörur frá Kína sem þýðir að vörur frá Kína muni sæta 54 prósent álagninu í heild. Víetnam sömuleiðis mun sæta um 46 prósenta álagningu en fram kemur í frétt Reuters að í gær hafi þau samþykkt að ræða samkomulag við Trump. Kanada og Mexíkó sæta þegar um 25 prósenta álagningu á allar vörur sem fluttar eru inn. Donald Trump tilkynnti um meiri álagningu á löndin stuttu eftir að hann tók við embætti í janúar og vísaði til fentanyl krísunnar sem hefur geisað í landinu um árabil og krafðist þess að landamæraeftirlit yrði aukið við Bandaríkin.
Bandaríkin Skattar og tollar Donald Trump Tengdar fréttir TikTok hólpið í bili Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur framlengt frest á fyrirhuguðu TikTok banni í Bandaríkjunum um 75 daga. Lögin áttu að taka gildi á morgun. Hann segir að samningaviðræður við yfirvöld í Kína hafi gengið vel og hann ætli áfram að vinna hörðum höndum að því að koma í veg fyrir bannið. 4. apríl 2025 19:49 Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Helstu ráðgjafar og ráðherrar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, vörðu stórum hluta gærdagsins í viðtöl við fjölmiðla. Þar voru þeir flestir sammála um að umfangsmiklir tollar Trumps á flest öll ríki heims væru komin til að vera. Ekki væri um að ræða einhverskonar opnunarleik fyrir viðræður um milliríkjaviðskipti Bandaríkjanna. 4. apríl 2025 11:21 Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir tollahækkanir Trump geta haft áhrif á íslenska ferðaþjónustu og vaxtalækkunarferli Seðlabankans. Ísland hafi sloppið vel en erfitt sé að gera sér grein fyrir mögulegum tækifærum sem felist í aðgerðunum. 4. apríl 2025 09:31 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
TikTok hólpið í bili Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur framlengt frest á fyrirhuguðu TikTok banni í Bandaríkjunum um 75 daga. Lögin áttu að taka gildi á morgun. Hann segir að samningaviðræður við yfirvöld í Kína hafi gengið vel og hann ætli áfram að vinna hörðum höndum að því að koma í veg fyrir bannið. 4. apríl 2025 19:49
Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Helstu ráðgjafar og ráðherrar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, vörðu stórum hluta gærdagsins í viðtöl við fjölmiðla. Þar voru þeir flestir sammála um að umfangsmiklir tollar Trumps á flest öll ríki heims væru komin til að vera. Ekki væri um að ræða einhverskonar opnunarleik fyrir viðræður um milliríkjaviðskipti Bandaríkjanna. 4. apríl 2025 11:21
Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir tollahækkanir Trump geta haft áhrif á íslenska ferðaþjónustu og vaxtalækkunarferli Seðlabankans. Ísland hafi sloppið vel en erfitt sé að gera sér grein fyrir mögulegum tækifærum sem felist í aðgerðunum. 4. apríl 2025 09:31