Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2025 15:00 Mosfellingar fagna hér sætinu í Bestu deildinni eftir sigur á Keflavík í úrslitaleik á Laugardalsvellinum. Vísir/Anton Besta deild karla í fótbolta fer af stað í kvöld með sögulegum leik þegar eitt félag og eitt bæjarfélag bætist í hóp þeirra sem hafa átt lið í deild þeirra bestu hér á landi. 5. apríl 2025 er nefnilega stór dagur í sögu Aftureldingar í Mosfellsbæ en karlalið félagsins spilar í kvöld sinn fyrsta leik í efstu deild frá upphafi. Það má segja að verkefni kvöldsins sé eins erfitt og þau finnast í íslenska boltanum en Mosfellsbæjarliðið er þar á útivelli á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks. Auðvelt er að halda því fram að þetta sé í raun erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár þegar tekið er mið af gengi mótherjanna á árinu á undan. Síðast spilaði félag sinn fyrsta leik í efstu deild á móti ríkjandi Íslandsmeisturum árið 1989. Fylkir var þá að leika sinn fyrsta leik í efstu deild og spilaði við Íslandsmeistara Fram á gervigrasinu í Laugardal. Fram vann leikinn þökk sé sigurmarki Guðmundar Steinssonar á tólftu mínútu. Frá því að Fylkismenn léku sinn fyrsta efstu deildarlið fyrir 36 árum þá hafa ellefu félög verið í sömu sporum. Ekkert þeirra mætti hins vegar ríkjandi meisturum. Gróttumenn komust næst þessu þegar þeir mættu Blikum i frumraun sinni fyrir fimm árum en Blikar enduðu í öðru sæti í deildinni sumarið á undan. Fjögur af þessum ellefu félögum tókst að vinna sinn fyrsta leik í efstu deild frá upphafi en það voru Leiknir 2015, Fjölnir 2008, Skallagrímur 1997 og Stjarnan 1990. HK 2007 og ÍR 1998 gerðu jafntefli í sínum fyrsta leik en hin fimm liðin (Vestri 2023, Grótta 2020, Víkingur Ó. 2013, Selfoss 2010 og Grindavík 1995) töpuðu aftur á móti í frumraun sinni. Frumraun félaga í efstu deild karla í fótbolta síðustu áratugi: Afturelding 2025 Mætir Breiðabliki (Íslandsmeistari) á útivelli í kvöld Vestri 2023 Tap á móti Fram (10. sæti árið á undan) á útivelli Grótta 2020 Tap á móti Breiðabliki (2. sæti) á útivelli Leiknir 2015 Sigur á móti Val (5. sæti) á útivelli Víkingur Ó. 2013 Tap á móti Fram (10. sæti) á heimavelli Selfoss 2010 Tap á móti Fylki (3.sæti) á heimavelli Fjölnir 2009 Sigur á Þrótti (10.sæti) á útivelli HK 2007 Jafntefli á móti Víkingi (7.sæti) á útivelli ÍR 1998 Jafntefli á móti Grindavík (7.sæti) á útivelli Skallagrímur 1997 Sigur á Leiftri (3.sæti) á heimavelli Grindavík 1995 Tap á móti Keflavík (3. sæti) á heimavelli Stjarnan 1990 Sigur á Þór Akureyri (7. sæti) á útivelli Fylkir 1989 Tap á móti Fram (Íslandsmeistari) á útivelli Besta deild karla Afturelding Breiðablik Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
5. apríl 2025 er nefnilega stór dagur í sögu Aftureldingar í Mosfellsbæ en karlalið félagsins spilar í kvöld sinn fyrsta leik í efstu deild frá upphafi. Það má segja að verkefni kvöldsins sé eins erfitt og þau finnast í íslenska boltanum en Mosfellsbæjarliðið er þar á útivelli á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks. Auðvelt er að halda því fram að þetta sé í raun erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár þegar tekið er mið af gengi mótherjanna á árinu á undan. Síðast spilaði félag sinn fyrsta leik í efstu deild á móti ríkjandi Íslandsmeisturum árið 1989. Fylkir var þá að leika sinn fyrsta leik í efstu deild og spilaði við Íslandsmeistara Fram á gervigrasinu í Laugardal. Fram vann leikinn þökk sé sigurmarki Guðmundar Steinssonar á tólftu mínútu. Frá því að Fylkismenn léku sinn fyrsta efstu deildarlið fyrir 36 árum þá hafa ellefu félög verið í sömu sporum. Ekkert þeirra mætti hins vegar ríkjandi meisturum. Gróttumenn komust næst þessu þegar þeir mættu Blikum i frumraun sinni fyrir fimm árum en Blikar enduðu í öðru sæti í deildinni sumarið á undan. Fjögur af þessum ellefu félögum tókst að vinna sinn fyrsta leik í efstu deild frá upphafi en það voru Leiknir 2015, Fjölnir 2008, Skallagrímur 1997 og Stjarnan 1990. HK 2007 og ÍR 1998 gerðu jafntefli í sínum fyrsta leik en hin fimm liðin (Vestri 2023, Grótta 2020, Víkingur Ó. 2013, Selfoss 2010 og Grindavík 1995) töpuðu aftur á móti í frumraun sinni. Frumraun félaga í efstu deild karla í fótbolta síðustu áratugi: Afturelding 2025 Mætir Breiðabliki (Íslandsmeistari) á útivelli í kvöld Vestri 2023 Tap á móti Fram (10. sæti árið á undan) á útivelli Grótta 2020 Tap á móti Breiðabliki (2. sæti) á útivelli Leiknir 2015 Sigur á móti Val (5. sæti) á útivelli Víkingur Ó. 2013 Tap á móti Fram (10. sæti) á heimavelli Selfoss 2010 Tap á móti Fylki (3.sæti) á heimavelli Fjölnir 2009 Sigur á Þrótti (10.sæti) á útivelli HK 2007 Jafntefli á móti Víkingi (7.sæti) á útivelli ÍR 1998 Jafntefli á móti Grindavík (7.sæti) á útivelli Skallagrímur 1997 Sigur á Leiftri (3.sæti) á heimavelli Grindavík 1995 Tap á móti Keflavík (3. sæti) á heimavelli Stjarnan 1990 Sigur á Þór Akureyri (7. sæti) á útivelli Fylkir 1989 Tap á móti Fram (Íslandsmeistari) á útivelli
Frumraun félaga í efstu deild karla í fótbolta síðustu áratugi: Afturelding 2025 Mætir Breiðabliki (Íslandsmeistari) á útivelli í kvöld Vestri 2023 Tap á móti Fram (10. sæti árið á undan) á útivelli Grótta 2020 Tap á móti Breiðabliki (2. sæti) á útivelli Leiknir 2015 Sigur á móti Val (5. sæti) á útivelli Víkingur Ó. 2013 Tap á móti Fram (10. sæti) á heimavelli Selfoss 2010 Tap á móti Fylki (3.sæti) á heimavelli Fjölnir 2009 Sigur á Þrótti (10.sæti) á útivelli HK 2007 Jafntefli á móti Víkingi (7.sæti) á útivelli ÍR 1998 Jafntefli á móti Grindavík (7.sæti) á útivelli Skallagrímur 1997 Sigur á Leiftri (3.sæti) á heimavelli Grindavík 1995 Tap á móti Keflavík (3. sæti) á heimavelli Stjarnan 1990 Sigur á Þór Akureyri (7. sæti) á útivelli Fylkir 1989 Tap á móti Fram (Íslandsmeistari) á útivelli
Besta deild karla Afturelding Breiðablik Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira