Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2025 15:54 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Mark Schiefelbein Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær upp sex manns úr þjóðaröryggisráði Hvíta hússins. Það gerði hann eftir hálftímalangan fund með fjar-hægri aðgerðasinna og samsæringi sem taldi upp starfsmenn ráðsins sem hún taldi ekki nægilega hliðholla Trump. Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, sat seinni hluta fundarins með Lauru Loomer, umræddum samsæringi og reyndi að koma starfsfólki sínu til varnar. Hann mun þó hafa haft lítið um málið að segja, samkvæmt frétt New York Times. Aðrir á fundinum voru JD Vance, varaforseti, Susie Wiles, starfsmannastjóri Hvíta hússins, Sergio Gor, skrifstofustjóri, og Howard Lutnick, viðskiptaráðherra. Þingmaðurinn Scott Perry var þarna einnig en hann var með eigin lista um starfsfólk Hvíta hússins sem hann sagðist hafa áhyggjur af og vildi ræða við forsetann um. Laura Loomer á ferðinni með Trump í fyrra.AP/Chris Szagole Loomer hefur ekkert formlegt hlutverk í ríkisstjórn Trumps en hefur lengi verið ötull stuðningsmaður hans og fylgdi honum oft í kosningabaráttunni í fyrra. Hún er yfirlýstur múslimahatari og hefur lengi haldið fram samsæriskenningum um málefni eins og árásirnar á Tvíburaturnana í New York árið 2001. Sjá einnig: Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump AP fréttaveitan segir Trump hafa gert lítið úr aðkomu Loomer að uppsögnunum, þó hann hafi kallað hana mikinn föðurlandsvin. Uppsagnir væru tíðar. „Við erum alltaf að segja upp fólki,“ sagði Trump. „Fólki sem við kunnum ekki við eða fólki sem við teljum að geti ekki unnið starfið eða fólki sem er ef til vill hliðhollt einhverjum öðrum.“ Sjálf hefur Loomer þó eignað sér heiðurinn að uppsögnunum. Þá sagði hún á samfélagsmiðlum að fólkið sem var rekið hefði grafið undan Trump og það væri bersýnilegt á því að verið væri að verja fólkið í fjölmiðlum vestanhafs. Waltz í slæmri stöðu Mike Waltz þykir ekki í góðri stöðu innan veggja Hvíta hússins í kjölfar þess að hann hleypti fyrir mistök blaðamanni inn í spjallhóp á samskiptaforritinu Signal, þar sem háttsettir meðlimir ríkisstjórnarinnar ræddu árásir á Húta í Jemen. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja að Trump sé ósáttur við Waltz vegna málsins en hann vilji ekki reka hann. Það sé vegna þess að Trump vilji ekki að Hvíta húsið virðist óreiðukennt, eins og það gerði á fyrra kjörtímabili hans þegar starfsmannavelta var gífurlega mikil Ekki er ljóst hvaða áhrif uppsagnirnar munu hafa á Waltz og stöðu hans. Hefur beitt sér gegn aðstoðarmanni Waltz og eiginkonu hans Loomer hefur gengið hart fram gegn nokkrum af meðlimum þjóðaröryggisráðsins á samfélagsmiðlum á undanförnu. Hún hefur beint spjótum sínum sérstaklega að Alex Wong, aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, sem var þó ekki rekinn eftir fundinn. New York Times segir Trump hafa talað vel um Wong við ráðgjafa sína. Loomer hefur hins vegar sakað hann um að vera andstæðingur Trumps á þeim grundvelli að eiginkona hans, Candice Wong, vann hjá dómsmálaráðuneytinu þegar Joe Biden og Barack Obama voru forsetar. Hún starfaði einnig þar á fyrsta kjörtímabili Trumps og hefur starfað fyrir Brett M. Kavanaugh, hæstaréttardómara sem Trump skipaði í embætti. Samsæringurinn hefur kallað Candice Wong haldið því fram að Wong sé partur af einhverju samsæri, á þeim grundvelli að hún eigi að vera „kínversk“ en faðir hennar var frá Taívan. Loomer hefur einnig haldið því fram að það hafi verið Alex Wong sem bætti blaðamanninum í áðurnefndan Signal hóp, þó skjáskot sem birt hafa verið sýna að Waltz gerði það. Það á Wong að hafa gert í öðru samsæri fyrir hönd yfirvalda í Kína, með því markmið að smána ríkisstjórn Trumps. Á undanförnum dögum hefur Loomer kallað eftir því að margir opinberir starfsmenn verði reknir úr störfum sínum, á þeim grunni að þeim eigi að vera illa við Trump. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Sjá meira
Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, sat seinni hluta fundarins með Lauru Loomer, umræddum samsæringi og reyndi að koma starfsfólki sínu til varnar. Hann mun þó hafa haft lítið um málið að segja, samkvæmt frétt New York Times. Aðrir á fundinum voru JD Vance, varaforseti, Susie Wiles, starfsmannastjóri Hvíta hússins, Sergio Gor, skrifstofustjóri, og Howard Lutnick, viðskiptaráðherra. Þingmaðurinn Scott Perry var þarna einnig en hann var með eigin lista um starfsfólk Hvíta hússins sem hann sagðist hafa áhyggjur af og vildi ræða við forsetann um. Laura Loomer á ferðinni með Trump í fyrra.AP/Chris Szagole Loomer hefur ekkert formlegt hlutverk í ríkisstjórn Trumps en hefur lengi verið ötull stuðningsmaður hans og fylgdi honum oft í kosningabaráttunni í fyrra. Hún er yfirlýstur múslimahatari og hefur lengi haldið fram samsæriskenningum um málefni eins og árásirnar á Tvíburaturnana í New York árið 2001. Sjá einnig: Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump AP fréttaveitan segir Trump hafa gert lítið úr aðkomu Loomer að uppsögnunum, þó hann hafi kallað hana mikinn föðurlandsvin. Uppsagnir væru tíðar. „Við erum alltaf að segja upp fólki,“ sagði Trump. „Fólki sem við kunnum ekki við eða fólki sem við teljum að geti ekki unnið starfið eða fólki sem er ef til vill hliðhollt einhverjum öðrum.“ Sjálf hefur Loomer þó eignað sér heiðurinn að uppsögnunum. Þá sagði hún á samfélagsmiðlum að fólkið sem var rekið hefði grafið undan Trump og það væri bersýnilegt á því að verið væri að verja fólkið í fjölmiðlum vestanhafs. Waltz í slæmri stöðu Mike Waltz þykir ekki í góðri stöðu innan veggja Hvíta hússins í kjölfar þess að hann hleypti fyrir mistök blaðamanni inn í spjallhóp á samskiptaforritinu Signal, þar sem háttsettir meðlimir ríkisstjórnarinnar ræddu árásir á Húta í Jemen. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja að Trump sé ósáttur við Waltz vegna málsins en hann vilji ekki reka hann. Það sé vegna þess að Trump vilji ekki að Hvíta húsið virðist óreiðukennt, eins og það gerði á fyrra kjörtímabili hans þegar starfsmannavelta var gífurlega mikil Ekki er ljóst hvaða áhrif uppsagnirnar munu hafa á Waltz og stöðu hans. Hefur beitt sér gegn aðstoðarmanni Waltz og eiginkonu hans Loomer hefur gengið hart fram gegn nokkrum af meðlimum þjóðaröryggisráðsins á samfélagsmiðlum á undanförnu. Hún hefur beint spjótum sínum sérstaklega að Alex Wong, aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, sem var þó ekki rekinn eftir fundinn. New York Times segir Trump hafa talað vel um Wong við ráðgjafa sína. Loomer hefur hins vegar sakað hann um að vera andstæðingur Trumps á þeim grundvelli að eiginkona hans, Candice Wong, vann hjá dómsmálaráðuneytinu þegar Joe Biden og Barack Obama voru forsetar. Hún starfaði einnig þar á fyrsta kjörtímabili Trumps og hefur starfað fyrir Brett M. Kavanaugh, hæstaréttardómara sem Trump skipaði í embætti. Samsæringurinn hefur kallað Candice Wong haldið því fram að Wong sé partur af einhverju samsæri, á þeim grundvelli að hún eigi að vera „kínversk“ en faðir hennar var frá Taívan. Loomer hefur einnig haldið því fram að það hafi verið Alex Wong sem bætti blaðamanninum í áðurnefndan Signal hóp, þó skjáskot sem birt hafa verið sýna að Waltz gerði það. Það á Wong að hafa gert í öðru samsæri fyrir hönd yfirvalda í Kína, með því markmið að smána ríkisstjórn Trumps. Á undanförnum dögum hefur Loomer kallað eftir því að margir opinberir starfsmenn verði reknir úr störfum sínum, á þeim grunni að þeim eigi að vera illa við Trump.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Sjá meira