Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2025 15:54 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Mark Schiefelbein Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær upp sex manns úr þjóðaröryggisráði Hvíta hússins. Það gerði hann eftir hálftímalangan fund með fjar-hægri aðgerðasinna og samsæringi sem taldi upp starfsmenn ráðsins sem hún taldi ekki nægilega hliðholla Trump. Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, sat seinni hluta fundarins með Lauru Loomer, umræddum samsæringi og reyndi að koma starfsfólki sínu til varnar. Hann mun þó hafa haft lítið um málið að segja, samkvæmt frétt New York Times. Aðrir á fundinum voru JD Vance, varaforseti, Susie Wiles, starfsmannastjóri Hvíta hússins, Sergio Gor, skrifstofustjóri, og Howard Lutnick, viðskiptaráðherra. Þingmaðurinn Scott Perry var þarna einnig en hann var með eigin lista um starfsfólk Hvíta hússins sem hann sagðist hafa áhyggjur af og vildi ræða við forsetann um. Laura Loomer á ferðinni með Trump í fyrra.AP/Chris Szagole Loomer hefur ekkert formlegt hlutverk í ríkisstjórn Trumps en hefur lengi verið ötull stuðningsmaður hans og fylgdi honum oft í kosningabaráttunni í fyrra. Hún er yfirlýstur múslimahatari og hefur lengi haldið fram samsæriskenningum um málefni eins og árásirnar á Tvíburaturnana í New York árið 2001. Sjá einnig: Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump AP fréttaveitan segir Trump hafa gert lítið úr aðkomu Loomer að uppsögnunum, þó hann hafi kallað hana mikinn föðurlandsvin. Uppsagnir væru tíðar. „Við erum alltaf að segja upp fólki,“ sagði Trump. „Fólki sem við kunnum ekki við eða fólki sem við teljum að geti ekki unnið starfið eða fólki sem er ef til vill hliðhollt einhverjum öðrum.“ Sjálf hefur Loomer þó eignað sér heiðurinn að uppsögnunum. Þá sagði hún á samfélagsmiðlum að fólkið sem var rekið hefði grafið undan Trump og það væri bersýnilegt á því að verið væri að verja fólkið í fjölmiðlum vestanhafs. Waltz í slæmri stöðu Mike Waltz þykir ekki í góðri stöðu innan veggja Hvíta hússins í kjölfar þess að hann hleypti fyrir mistök blaðamanni inn í spjallhóp á samskiptaforritinu Signal, þar sem háttsettir meðlimir ríkisstjórnarinnar ræddu árásir á Húta í Jemen. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja að Trump sé ósáttur við Waltz vegna málsins en hann vilji ekki reka hann. Það sé vegna þess að Trump vilji ekki að Hvíta húsið virðist óreiðukennt, eins og það gerði á fyrra kjörtímabili hans þegar starfsmannavelta var gífurlega mikil Ekki er ljóst hvaða áhrif uppsagnirnar munu hafa á Waltz og stöðu hans. Hefur beitt sér gegn aðstoðarmanni Waltz og eiginkonu hans Loomer hefur gengið hart fram gegn nokkrum af meðlimum þjóðaröryggisráðsins á samfélagsmiðlum á undanförnu. Hún hefur beint spjótum sínum sérstaklega að Alex Wong, aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, sem var þó ekki rekinn eftir fundinn. New York Times segir Trump hafa talað vel um Wong við ráðgjafa sína. Loomer hefur hins vegar sakað hann um að vera andstæðingur Trumps á þeim grundvelli að eiginkona hans, Candice Wong, vann hjá dómsmálaráðuneytinu þegar Joe Biden og Barack Obama voru forsetar. Hún starfaði einnig þar á fyrsta kjörtímabili Trumps og hefur starfað fyrir Brett M. Kavanaugh, hæstaréttardómara sem Trump skipaði í embætti. Samsæringurinn hefur kallað Candice Wong haldið því fram að Wong sé partur af einhverju samsæri, á þeim grundvelli að hún eigi að vera „kínversk“ en faðir hennar var frá Taívan. Loomer hefur einnig haldið því fram að það hafi verið Alex Wong sem bætti blaðamanninum í áðurnefndan Signal hóp, þó skjáskot sem birt hafa verið sýna að Waltz gerði það. Það á Wong að hafa gert í öðru samsæri fyrir hönd yfirvalda í Kína, með því markmið að smána ríkisstjórn Trumps. Á undanförnum dögum hefur Loomer kallað eftir því að margir opinberir starfsmenn verði reknir úr störfum sínum, á þeim grunni að þeim eigi að vera illa við Trump. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, sat seinni hluta fundarins með Lauru Loomer, umræddum samsæringi og reyndi að koma starfsfólki sínu til varnar. Hann mun þó hafa haft lítið um málið að segja, samkvæmt frétt New York Times. Aðrir á fundinum voru JD Vance, varaforseti, Susie Wiles, starfsmannastjóri Hvíta hússins, Sergio Gor, skrifstofustjóri, og Howard Lutnick, viðskiptaráðherra. Þingmaðurinn Scott Perry var þarna einnig en hann var með eigin lista um starfsfólk Hvíta hússins sem hann sagðist hafa áhyggjur af og vildi ræða við forsetann um. Laura Loomer á ferðinni með Trump í fyrra.AP/Chris Szagole Loomer hefur ekkert formlegt hlutverk í ríkisstjórn Trumps en hefur lengi verið ötull stuðningsmaður hans og fylgdi honum oft í kosningabaráttunni í fyrra. Hún er yfirlýstur múslimahatari og hefur lengi haldið fram samsæriskenningum um málefni eins og árásirnar á Tvíburaturnana í New York árið 2001. Sjá einnig: Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump AP fréttaveitan segir Trump hafa gert lítið úr aðkomu Loomer að uppsögnunum, þó hann hafi kallað hana mikinn föðurlandsvin. Uppsagnir væru tíðar. „Við erum alltaf að segja upp fólki,“ sagði Trump. „Fólki sem við kunnum ekki við eða fólki sem við teljum að geti ekki unnið starfið eða fólki sem er ef til vill hliðhollt einhverjum öðrum.“ Sjálf hefur Loomer þó eignað sér heiðurinn að uppsögnunum. Þá sagði hún á samfélagsmiðlum að fólkið sem var rekið hefði grafið undan Trump og það væri bersýnilegt á því að verið væri að verja fólkið í fjölmiðlum vestanhafs. Waltz í slæmri stöðu Mike Waltz þykir ekki í góðri stöðu innan veggja Hvíta hússins í kjölfar þess að hann hleypti fyrir mistök blaðamanni inn í spjallhóp á samskiptaforritinu Signal, þar sem háttsettir meðlimir ríkisstjórnarinnar ræddu árásir á Húta í Jemen. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja að Trump sé ósáttur við Waltz vegna málsins en hann vilji ekki reka hann. Það sé vegna þess að Trump vilji ekki að Hvíta húsið virðist óreiðukennt, eins og það gerði á fyrra kjörtímabili hans þegar starfsmannavelta var gífurlega mikil Ekki er ljóst hvaða áhrif uppsagnirnar munu hafa á Waltz og stöðu hans. Hefur beitt sér gegn aðstoðarmanni Waltz og eiginkonu hans Loomer hefur gengið hart fram gegn nokkrum af meðlimum þjóðaröryggisráðsins á samfélagsmiðlum á undanförnu. Hún hefur beint spjótum sínum sérstaklega að Alex Wong, aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, sem var þó ekki rekinn eftir fundinn. New York Times segir Trump hafa talað vel um Wong við ráðgjafa sína. Loomer hefur hins vegar sakað hann um að vera andstæðingur Trumps á þeim grundvelli að eiginkona hans, Candice Wong, vann hjá dómsmálaráðuneytinu þegar Joe Biden og Barack Obama voru forsetar. Hún starfaði einnig þar á fyrsta kjörtímabili Trumps og hefur starfað fyrir Brett M. Kavanaugh, hæstaréttardómara sem Trump skipaði í embætti. Samsæringurinn hefur kallað Candice Wong haldið því fram að Wong sé partur af einhverju samsæri, á þeim grundvelli að hún eigi að vera „kínversk“ en faðir hennar var frá Taívan. Loomer hefur einnig haldið því fram að það hafi verið Alex Wong sem bætti blaðamanninum í áðurnefndan Signal hóp, þó skjáskot sem birt hafa verið sýna að Waltz gerði það. Það á Wong að hafa gert í öðru samsæri fyrir hönd yfirvalda í Kína, með því markmið að smána ríkisstjórn Trumps. Á undanförnum dögum hefur Loomer kallað eftir því að margir opinberir starfsmenn verði reknir úr störfum sínum, á þeim grunni að þeim eigi að vera illa við Trump.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira