Innlent

Arn­dís Bára lög­reglu­stjóri næsta árið

Árni Sæberg skrifar
Arndís Bára verður yfir löggæslumálum í Vestmannaeyjum næsta árið.
Arndís Bára verður yfir löggæslumálum í Vestmannaeyjum næsta árið. Vísir

Dómsmálaráðherra hefur sett Arndísi Báru Ingimarsdóttur í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum til tólf mánaða, frá og með 1. apríl 2025.

Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Arndís Bára hafi lokið fullnaðarprófi í lögfræði árið 2014 og hafi unnið hjá embætti Lögreglustjórans í Vestmannaeyjum frá árinu 2016 sem saksóknarafulltrúi, aðstoðarsaksóknari og staðgengill lögreglustjóra. 

Hún hafi tvívegis verið sett sem lögreglustjóri , annarsvegar frá 13. júlí til 15. nóvember 2020 og hins vegar frá 1. nóvember 2024 til 31. mars 2025.

Skipaður Lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, Karl Gauti Hjaltason, er í leyfi frá störfum þar sem hann tók sæti á Alþingi eftir síðustu kosningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×