Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Kristján Már Unnarsson skrifar 3. apríl 2025 20:40 Starfsmenn Icelandair fagna móttöku fyrstu Airbus-þotunnar í Hamborg þann 3. desember síðastliðinn. Egill Aðalsteinsson Tímamót urðu í sögu Icelandair þegar félagið fékk afhenta sína fyrstu Airbus-þotu undir lok síðasta árs. Aldrei fyrr hafði það gerst í sögu þessa stærsta flugfélags Íslendinga að það keypti nýja farþegaþotu frá öðrum framleiðanda en Boeing. Fjallað er um Airbus-þotur í rekstri íslensku flugfélaganna í níunda þætti Flugþjóðarinnar á Stöð 2. Eftir að Icelandair valdi þær sem arftaka 757-vélanna stefnir í að þotur frá evrópska flugvélaframleiðandnum verði burðarásinn í farþegaflugi til og frá Íslandi. Íslendingar höfðu áður kynnst Airbus-þotum í þjónustu Wow Air og Play. Íslandsflug varð þó fyrst íslenskra flugfélaga til að reka þotur frá Airbus og skrá þær á Íslandi. Flugfreyjurnar María Björg Magnúsdóttir og Linda Hlín Þórðardóttir annast þjálfun annarra flugfreyja Icelandair á Airbus.Egill Aðalsteinsson Í þættinum kemur fram að Airbus hafi verið búið að ganga lengi á eftir Icelandair. Aðstoðarforstjóri Airbus, Wouter Van Wersch, segir fyrirtækið hafa í langan tíma haft það markmið að vinna með Icelandair. Þessi nýja stefnumörkun Icelandair var staðfest með undirritun samnings Icelandair og Airbus sumarið 2023 um kaup og kauprétt á allt að 25 þotum af gerðinni Airbus A321 XLR. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, lýsti samningnum sem einni stærstu ákvörðun sem félagið hefði tekið í sögu sinni. Bogi Nils Bogason forstjóri í viðtali í flugskýli Icelandair eftir komu fyrstu Airbus-þotunnar til Íslands.Egill Aðalsteinsson XLR stendur fyrir „extra long range“ en fyrstu þotur þeirra gerðar fær Icelandair þó ekki fyrr en árið 2029. Fram að afhendingu þeirra leigir félagið næstu árin þotur af gerðinni A321LR, eða „long range“. Flugdrægi XLR verður 8.700 kílómetrar. Þótt flugdrægi LR-vélanna sé 1.300 kílómetrum styttra er það samt 7.400 kílómetrar, sem er nærri 200 kílómetrum lengra en gömlu Boeing 757-vélanna. Hér er því komið tæki sem getur leyst þær endanlega af hólmi í rekstri Icelandair. Hér má tíu mínútna upphafskafla þáttarins: Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Í næsta þætti þriðjudagskvöldið 8. apríl verður fjallað um íslensku flugnýlenduna í Lúxemborg. Flugþjóðin Airbus Icelandair WOW Air Play Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Þegar flugmenn færast af Boeing-þotum yfir á Airbus verður ein grundvallarbreyting á starfi þeirra. Þeir hafa ekki lengur flugstýri heldur þurfa að stýra flugvélinni með pinna. 2. apríl 2025 11:11 Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Boeing-verksmiðjurnar hættu smíði 757-þotunnar árið 2004, þeirrar flugvélartegundar sem byggði upp Icelandair. Boeing hefur til þessa ekki getað boðið flugfélögum upp á annan valkost sem getur algerlega komið í staðinn fyrir 757-vélina. 30. mars 2025 14:30 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Fjallað er um Airbus-þotur í rekstri íslensku flugfélaganna í níunda þætti Flugþjóðarinnar á Stöð 2. Eftir að Icelandair valdi þær sem arftaka 757-vélanna stefnir í að þotur frá evrópska flugvélaframleiðandnum verði burðarásinn í farþegaflugi til og frá Íslandi. Íslendingar höfðu áður kynnst Airbus-þotum í þjónustu Wow Air og Play. Íslandsflug varð þó fyrst íslenskra flugfélaga til að reka þotur frá Airbus og skrá þær á Íslandi. Flugfreyjurnar María Björg Magnúsdóttir og Linda Hlín Þórðardóttir annast þjálfun annarra flugfreyja Icelandair á Airbus.Egill Aðalsteinsson Í þættinum kemur fram að Airbus hafi verið búið að ganga lengi á eftir Icelandair. Aðstoðarforstjóri Airbus, Wouter Van Wersch, segir fyrirtækið hafa í langan tíma haft það markmið að vinna með Icelandair. Þessi nýja stefnumörkun Icelandair var staðfest með undirritun samnings Icelandair og Airbus sumarið 2023 um kaup og kauprétt á allt að 25 þotum af gerðinni Airbus A321 XLR. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, lýsti samningnum sem einni stærstu ákvörðun sem félagið hefði tekið í sögu sinni. Bogi Nils Bogason forstjóri í viðtali í flugskýli Icelandair eftir komu fyrstu Airbus-þotunnar til Íslands.Egill Aðalsteinsson XLR stendur fyrir „extra long range“ en fyrstu þotur þeirra gerðar fær Icelandair þó ekki fyrr en árið 2029. Fram að afhendingu þeirra leigir félagið næstu árin þotur af gerðinni A321LR, eða „long range“. Flugdrægi XLR verður 8.700 kílómetrar. Þótt flugdrægi LR-vélanna sé 1.300 kílómetrum styttra er það samt 7.400 kílómetrar, sem er nærri 200 kílómetrum lengra en gömlu Boeing 757-vélanna. Hér er því komið tæki sem getur leyst þær endanlega af hólmi í rekstri Icelandair. Hér má tíu mínútna upphafskafla þáttarins: Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Í næsta þætti þriðjudagskvöldið 8. apríl verður fjallað um íslensku flugnýlenduna í Lúxemborg.
Flugþjóðin Airbus Icelandair WOW Air Play Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Þegar flugmenn færast af Boeing-þotum yfir á Airbus verður ein grundvallarbreyting á starfi þeirra. Þeir hafa ekki lengur flugstýri heldur þurfa að stýra flugvélinni með pinna. 2. apríl 2025 11:11 Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Boeing-verksmiðjurnar hættu smíði 757-þotunnar árið 2004, þeirrar flugvélartegundar sem byggði upp Icelandair. Boeing hefur til þessa ekki getað boðið flugfélögum upp á annan valkost sem getur algerlega komið í staðinn fyrir 757-vélina. 30. mars 2025 14:30 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Þegar flugmenn færast af Boeing-þotum yfir á Airbus verður ein grundvallarbreyting á starfi þeirra. Þeir hafa ekki lengur flugstýri heldur þurfa að stýra flugvélinni með pinna. 2. apríl 2025 11:11
Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Boeing-verksmiðjurnar hættu smíði 757-þotunnar árið 2004, þeirrar flugvélartegundar sem byggði upp Icelandair. Boeing hefur til þessa ekki getað boðið flugfélögum upp á annan valkost sem getur algerlega komið í staðinn fyrir 757-vélina. 30. mars 2025 14:30