Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2025 13:38 Ofnæmisvakar úr dýrum geta borist á milli íbúða í fjölbýlishúsum. Félag ofnæmis- og ónæmislækna mótmælir því frumvarpi sem felldi úr gildi skilyrði um samþykki íbúa fyrir gæludýrahaldi í fjölbýlishúsum. Vísir/Vilhelm Nýtt frumvarp sem gerði fólki auðveldara að halda gæludýr í fjölbýlishúsum skerðir verulega réttindi fólks með astma og ofnæmi fyrir dýrum um að vera að vera ekki útsett fyrir heilsutjóni á eigin heimili, að mati ofnæmis- og ónæmislækna. Félag þeirra leggst algerlega gegn því að frumvarpið verði að lögum. Ekki þyrfti lengur samþykki íbúa í fjölbýlishúsi fyrir hunda- og kattahaldi, jafnvel þótt íbúðir deili sameiginlegum inngangi, samkvæmt frumvarpi sem Inga Sæland, húsnæðismálaráðherra, hefur lagt fram á Alþingi. Markmið lagabreytingarinnar er sagt að liðka fyrir gæludýrahaldi fólks óháð efnahag og búsetu. Félag íslenskra ofnæmis- og ónæmislækna leggst alfarið gegn frumvarpinu í umsögn sem það sendi inn um það. Það skerði verulega sjálfsögð réttindi fólks með astma og ofnæmi fyrir dýrum að vera að óþörfu útsett á eigin heimili fyrir þeim ofnæmisvaka sem valdi þeim heilsutjóni. „Fólk með ofnæmi gegn dýrum hefur mikinn heilsufarslegan ávinning af því að verða ekki útsett fyrir ofnæmisvökum frá dýrum í híbýlum sínum eða við að ganga um híbýli sín,“ segir í umsögninni. Inga Sæland vill koma núgildandi ákvæðum um gæludýrahald í lögum um fjöleignarhús fyrir kattarnef.Vísir/Anton Brink Getur skert lífsgæði verulega Bent er á að ofnæmissjúkdómar hafi farið vaxandi víða um heim á undanförnum áratugum. Á Íslandi séu um sex prósent fullorðinna og níu prósent skólabarna með astma. Um fjórðungur barna og fullorðinna sé með ofnæmi, meðal annars fyrir hundum og köttum. Margir séu einnig með astma. Fólk með ofnæmi er sagt eiga á hættu að fá astmaeinkenni sé það útsett fyrir ofnæmisvaka. Slík einkenni geti verið andþyngsli, hósti, surg fyrir brjósti og mæði. Þau geti verið alvarleg ef ofnæmisvakinn sé í einhverju magni eða þrálátur. Ef útsetningin er ítrekuð eða viðvarandi geti einkennin verið dagleg jafnvel þótt magn vakans sé lítið. Einkenni frá augum eða nefi séu algeng og geti skert lífsgæði verulega. Einstaklingar með ofnæmi séu mismunandi næmir fyrir ofnæmisvökum og því geti sumir fengið meiri einkenni en aðrir við lítið magn af ofnæmisvaka Dýr gefi frá sér ofnæmisvaka sem sitji á húðflögum, í hári, munnvatni, þvagi og öðrum vessum frá þeim. Oftast séu þeir ekki sýnilegir með berum augum. Ofnæmisvakarnir safnist fyrir í húsgögnum, fötum og á gólfi og geti þannig borist á milli staða, þar á meðal á milli íbúða yfir stigagang. Líkurnar séu enn meiri ef dýrin sjálf fara um stigaganga. Dýr Gæludýr Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hundar Kettir Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mælti í gær fyrir frumvarpi sem felur í sér að samþykki annarra eigenda eigna í fjölbýlishúsi verði ekki lengur skilyrði fyrir því að einstaklingur megi halda hund eða kött í fjölbýli – sama þó að íbúðir deili sameiginlegum stigagangi. 1. apríl 2025 06:17 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Sjá meira
Ekki þyrfti lengur samþykki íbúa í fjölbýlishúsi fyrir hunda- og kattahaldi, jafnvel þótt íbúðir deili sameiginlegum inngangi, samkvæmt frumvarpi sem Inga Sæland, húsnæðismálaráðherra, hefur lagt fram á Alþingi. Markmið lagabreytingarinnar er sagt að liðka fyrir gæludýrahaldi fólks óháð efnahag og búsetu. Félag íslenskra ofnæmis- og ónæmislækna leggst alfarið gegn frumvarpinu í umsögn sem það sendi inn um það. Það skerði verulega sjálfsögð réttindi fólks með astma og ofnæmi fyrir dýrum að vera að óþörfu útsett á eigin heimili fyrir þeim ofnæmisvaka sem valdi þeim heilsutjóni. „Fólk með ofnæmi gegn dýrum hefur mikinn heilsufarslegan ávinning af því að verða ekki útsett fyrir ofnæmisvökum frá dýrum í híbýlum sínum eða við að ganga um híbýli sín,“ segir í umsögninni. Inga Sæland vill koma núgildandi ákvæðum um gæludýrahald í lögum um fjöleignarhús fyrir kattarnef.Vísir/Anton Brink Getur skert lífsgæði verulega Bent er á að ofnæmissjúkdómar hafi farið vaxandi víða um heim á undanförnum áratugum. Á Íslandi séu um sex prósent fullorðinna og níu prósent skólabarna með astma. Um fjórðungur barna og fullorðinna sé með ofnæmi, meðal annars fyrir hundum og köttum. Margir séu einnig með astma. Fólk með ofnæmi er sagt eiga á hættu að fá astmaeinkenni sé það útsett fyrir ofnæmisvaka. Slík einkenni geti verið andþyngsli, hósti, surg fyrir brjósti og mæði. Þau geti verið alvarleg ef ofnæmisvakinn sé í einhverju magni eða þrálátur. Ef útsetningin er ítrekuð eða viðvarandi geti einkennin verið dagleg jafnvel þótt magn vakans sé lítið. Einkenni frá augum eða nefi séu algeng og geti skert lífsgæði verulega. Einstaklingar með ofnæmi séu mismunandi næmir fyrir ofnæmisvökum og því geti sumir fengið meiri einkenni en aðrir við lítið magn af ofnæmisvaka Dýr gefi frá sér ofnæmisvaka sem sitji á húðflögum, í hári, munnvatni, þvagi og öðrum vessum frá þeim. Oftast séu þeir ekki sýnilegir með berum augum. Ofnæmisvakarnir safnist fyrir í húsgögnum, fötum og á gólfi og geti þannig borist á milli staða, þar á meðal á milli íbúða yfir stigagang. Líkurnar séu enn meiri ef dýrin sjálf fara um stigaganga.
Dýr Gæludýr Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hundar Kettir Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mælti í gær fyrir frumvarpi sem felur í sér að samþykki annarra eigenda eigna í fjölbýlishúsi verði ekki lengur skilyrði fyrir því að einstaklingur megi halda hund eða kött í fjölbýli – sama þó að íbúðir deili sameiginlegum stigagangi. 1. apríl 2025 06:17 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Sjá meira
Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mælti í gær fyrir frumvarpi sem felur í sér að samþykki annarra eigenda eigna í fjölbýlishúsi verði ekki lengur skilyrði fyrir því að einstaklingur megi halda hund eða kött í fjölbýli – sama þó að íbúðir deili sameiginlegum stigagangi. 1. apríl 2025 06:17
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum