Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Árni Sæberg skrifar 3. apríl 2025 11:37 Hér má sjá mynd af slysstað úr rannsóknarskýrslunni. RNSA Banaslys sem varð á Reykjanesbraut við Straumsvík í janúar í fyrra orsakaðist af því að ökumaður jepplings missti stjórn á honum og ók yfir á rangan vegarhelming að hluta. Þar lenti jepplingurinn framan á vörubifreið. Ökumaður jepplingsins lést átta dögum eftir slysið. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem gefin var út í dag. Slysið varð að kvöldi 30. janúar í fyrra. Ökumaður jepplingsins slasaðist alvarlega og lést á sjúkrahúsi átta dögum síðar. Ökumaður vörubifreiðarinnar slasaðist ekki Í atvikalýsingu segir að Nissan X-Trail jepplingi hafi verið ekið suðvestur Reykjanesbraut á móts við álverið í Hafnarfirði. Á sama tíma hafi Volvo vörubifreið með festivagn verið ekið úr gagnstæðri átt. Skammt suðvestan við gatnamót Koparhellu og Reykjanesbrautar hafi Nissan bifreiðin farið yfir miðlínu akbrautarinnar og vinstri framhorn bifreiðanna saman rekist í hörðum árekstri. Ökumaður Nissan bifreiðarinnar hafi slasast alvarlega og látist á sjúkrahúsi átta dögum síðar. Ökumaður vörubifreiðarinnar hafi ekki slasast. Eftir áreksturinn hafi jepplingurinn stöðvast í vegarkantinum með akstursátt að álverinu í Straumsvík. Volvo vörubifreiðin hafi stöðvast utan vegar í snjóskafli en afturhjól festivagnsins hafi verið í vegarkantinum. Slysið hafi verið tilkynnt til lögreglu kl. 18:58 og viðbragðsaðilar farið á vettvang. Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar hafi tilkynnt Rannsóknarnefnd samgönguslysa um slysið kl. 19:32 sama dag. Hjólbarðar misslitnir Í niðurstöðukafla skýrslunnar segir að meginorsök slyssins hafi verið að jepplingurinn hafi verið á gagnstæðum vegarhelmingi. Sennilegt sé að ökumaður hafi misst stjórn á bifreiðinni og að helmingur bifreiðarinnar hafi verið kominn yfir á gagnstæða akrein þegar hún skall framan á vinstra framhorni vörubifreiðar sem kom á móti. Aðrar orsakir slyssins hafi verið að hjólbarðar jepplingsins hafi verið ónegldir vetrarhjólbarðar og misslitnir að framan, sem hafi líklega haft áhrif á akstureiginleika bifreiðarinnar. Þá hafi hálka verið á veginum. Leiða megi líkur að því að það hafi haft áhrif á möguleika ökumanns til að hafa stjórn á bifreiðinni. Samgönguslys Hafnarfjörður Umferðaröryggi Tengdar fréttir Gámabíll og fólksbíll lentu saman á Reykjanesbraut Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut um klukkan sjö í kvöld, skammt frá Álverinu í Straumsvík. Lokað var fyrir umferð um Reykjanesbrautina um tíma. 30. janúar 2024 19:24 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem gefin var út í dag. Slysið varð að kvöldi 30. janúar í fyrra. Ökumaður jepplingsins slasaðist alvarlega og lést á sjúkrahúsi átta dögum síðar. Ökumaður vörubifreiðarinnar slasaðist ekki Í atvikalýsingu segir að Nissan X-Trail jepplingi hafi verið ekið suðvestur Reykjanesbraut á móts við álverið í Hafnarfirði. Á sama tíma hafi Volvo vörubifreið með festivagn verið ekið úr gagnstæðri átt. Skammt suðvestan við gatnamót Koparhellu og Reykjanesbrautar hafi Nissan bifreiðin farið yfir miðlínu akbrautarinnar og vinstri framhorn bifreiðanna saman rekist í hörðum árekstri. Ökumaður Nissan bifreiðarinnar hafi slasast alvarlega og látist á sjúkrahúsi átta dögum síðar. Ökumaður vörubifreiðarinnar hafi ekki slasast. Eftir áreksturinn hafi jepplingurinn stöðvast í vegarkantinum með akstursátt að álverinu í Straumsvík. Volvo vörubifreiðin hafi stöðvast utan vegar í snjóskafli en afturhjól festivagnsins hafi verið í vegarkantinum. Slysið hafi verið tilkynnt til lögreglu kl. 18:58 og viðbragðsaðilar farið á vettvang. Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar hafi tilkynnt Rannsóknarnefnd samgönguslysa um slysið kl. 19:32 sama dag. Hjólbarðar misslitnir Í niðurstöðukafla skýrslunnar segir að meginorsök slyssins hafi verið að jepplingurinn hafi verið á gagnstæðum vegarhelmingi. Sennilegt sé að ökumaður hafi misst stjórn á bifreiðinni og að helmingur bifreiðarinnar hafi verið kominn yfir á gagnstæða akrein þegar hún skall framan á vinstra framhorni vörubifreiðar sem kom á móti. Aðrar orsakir slyssins hafi verið að hjólbarðar jepplingsins hafi verið ónegldir vetrarhjólbarðar og misslitnir að framan, sem hafi líklega haft áhrif á akstureiginleika bifreiðarinnar. Þá hafi hálka verið á veginum. Leiða megi líkur að því að það hafi haft áhrif á möguleika ökumanns til að hafa stjórn á bifreiðinni.
Samgönguslys Hafnarfjörður Umferðaröryggi Tengdar fréttir Gámabíll og fólksbíll lentu saman á Reykjanesbraut Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut um klukkan sjö í kvöld, skammt frá Álverinu í Straumsvík. Lokað var fyrir umferð um Reykjanesbrautina um tíma. 30. janúar 2024 19:24 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Gámabíll og fólksbíll lentu saman á Reykjanesbraut Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut um klukkan sjö í kvöld, skammt frá Álverinu í Straumsvík. Lokað var fyrir umferð um Reykjanesbrautina um tíma. 30. janúar 2024 19:24