„Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Eiður Þór Árnason skrifar 2. apríl 2025 21:58 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir það jákvætt að Bandaríkjastjórn hafi tekið ákvörðun um að leggja lægri toll á vörur frá Íslandi en mörgum öðrum ríkjum. Miklu máli skipti að áformin liggi nú fyrir og óvissu hafi verið eytt. Tilkynnt var fyrr í kvöld að Bandaríkin hyggist leggja tolla á allan vöruinnflutning til landsins og verður tíu prósenta tollur settur á vörur frá Íslandi. Hlutfallið er mishátt eftir ríkjum og á að jafngilda helmingnum af þeirri tollprósentu sem útflutningsríkið leggur á bandarískar vörur, en er aldrei lægra tíu prósent. Sem dæmi hyggst Bandaríkjastjórn setja 34 prósenta toll á innflutning frá Kína sem er sagt leggja 67 prósent álag á bandarískar vörur. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir í samtali við fréttastofu að Bandaríkin séu mikilvægur markaður fyrir Íslendinga. „Þetta þýðir að góðu fréttirnar fyrir Ísland er að það er lagður tíu prósent tollur á vörur frá Íslandi á meðan að tollur til dæmis á vörur frá Evrópusambandinu er tuttugu prósent og fimmtán prósent frá Noregi. Við sjáum líka miklu hærri tölur í öðrum löndum.“ Sigurður segir að þó að þetta séu í grunninn slæmar fréttir þá komi þetta hlutfallslega betur við Ísland en mörg önnur ríki. Bandaríkin séu vaxandi markaður fyrir Ísland og útflutningur á vörum þangað verið að aukast. „Þetta er mjög mikilvægur markaður fyrir hugverkaiðnað sem er fjórða stoð útflutnings og gæti orðið verðmætasta stoðin við lok þessa áratugar. Við höfum haft þær áhyggjur að ef aðgangur að Bandaríkjamarkaði yrði ekki eins greiður þá gæti það haft áhrif á vöxt hugverkaiðnaðs.“ „Það er allavega mjög jákvætt að við erum í lægsta mögulega tolli. Eigum við ekki að segja að þetta kemur eins vel við okkur og hægt er,“ bætir Sigurður við. Nú sé horft til Brussel Sigurður segir að ljósið í myrkrinu sé að óvissu hafi nú verið eytt. Hún hafi vofað yfir fyrirtækjum og stjórnvöldum síðustu vikur og mánuði. „Það hefur auðvitað haft mikil áhrif á margt, markaði og annað en núna er allavega búið að segja hvað er í vændum.“ Meginóvissan núna snúi að Evrópusambandinu og hvernig það muni bregðast við ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Samtök iðnaðarins hafa sagt að versta mögulega niðurstaðan fyrir Ísland væri að klemmast á milli og lenda í tollum báðum megin. Sigurður telur þá sviðsmynd þó afar ólíklega. „Ég veit það að íslensk stjórnvöld með utanríkis- og forsætisráðherra í fararbroddi hafa verið ötul í því að tala máli Íslands og gæta okkar hagsmuna þannig að ég er sannfærður um það að þau samtöl muni bera árangur,“ segir Sigurður. Afrakstur þeirrar vinnu komi betur í ljós á næstu dögum þegar leiðtogar Evrópusambandsins tilkynni sínar mótaðgerðir. Sigurður nefnir að Íslendingar flytji fyrst og fremst út iðnaðarvörur, þar á meðal lækningarvörur og tæki, til Bandaríkjanna auk sjávarafurða. Vöruútflutningur til Bandaríkjanna hafi numið um 110 milljörðum á síðasta ári. Megnið að útflutningi til Bandaríkjanna sé í formi þjónustu, þá helst ferðaþjónustu, en þar sem tollar séu lagðir á vörur muni þeir ekki hafa bein áhrif á þá grein. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Efnahagsmál Tengdar fréttir Bæði vonbrigði og léttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsir bæði ákveðnum vonbrigðum og létti vegna ákvörðunar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að leggja tíu prósenta lágmarkstoll á innfluttar vörur frá öllum ríkjum. 2. apríl 2025 21:57 Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti rétt í þessu nýja tolla á innflutningsvörur til Bandaríkjanna. Þar tilkynnti hann að tíu prósenta lágmarkstollur yrði lagður á öll ríki. Þar með talið er Ísland. 2. apríl 2025 20:45 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Tilkynnt var fyrr í kvöld að Bandaríkin hyggist leggja tolla á allan vöruinnflutning til landsins og verður tíu prósenta tollur settur á vörur frá Íslandi. Hlutfallið er mishátt eftir ríkjum og á að jafngilda helmingnum af þeirri tollprósentu sem útflutningsríkið leggur á bandarískar vörur, en er aldrei lægra tíu prósent. Sem dæmi hyggst Bandaríkjastjórn setja 34 prósenta toll á innflutning frá Kína sem er sagt leggja 67 prósent álag á bandarískar vörur. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir í samtali við fréttastofu að Bandaríkin séu mikilvægur markaður fyrir Íslendinga. „Þetta þýðir að góðu fréttirnar fyrir Ísland er að það er lagður tíu prósent tollur á vörur frá Íslandi á meðan að tollur til dæmis á vörur frá Evrópusambandinu er tuttugu prósent og fimmtán prósent frá Noregi. Við sjáum líka miklu hærri tölur í öðrum löndum.“ Sigurður segir að þó að þetta séu í grunninn slæmar fréttir þá komi þetta hlutfallslega betur við Ísland en mörg önnur ríki. Bandaríkin séu vaxandi markaður fyrir Ísland og útflutningur á vörum þangað verið að aukast. „Þetta er mjög mikilvægur markaður fyrir hugverkaiðnað sem er fjórða stoð útflutnings og gæti orðið verðmætasta stoðin við lok þessa áratugar. Við höfum haft þær áhyggjur að ef aðgangur að Bandaríkjamarkaði yrði ekki eins greiður þá gæti það haft áhrif á vöxt hugverkaiðnaðs.“ „Það er allavega mjög jákvætt að við erum í lægsta mögulega tolli. Eigum við ekki að segja að þetta kemur eins vel við okkur og hægt er,“ bætir Sigurður við. Nú sé horft til Brussel Sigurður segir að ljósið í myrkrinu sé að óvissu hafi nú verið eytt. Hún hafi vofað yfir fyrirtækjum og stjórnvöldum síðustu vikur og mánuði. „Það hefur auðvitað haft mikil áhrif á margt, markaði og annað en núna er allavega búið að segja hvað er í vændum.“ Meginóvissan núna snúi að Evrópusambandinu og hvernig það muni bregðast við ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Samtök iðnaðarins hafa sagt að versta mögulega niðurstaðan fyrir Ísland væri að klemmast á milli og lenda í tollum báðum megin. Sigurður telur þá sviðsmynd þó afar ólíklega. „Ég veit það að íslensk stjórnvöld með utanríkis- og forsætisráðherra í fararbroddi hafa verið ötul í því að tala máli Íslands og gæta okkar hagsmuna þannig að ég er sannfærður um það að þau samtöl muni bera árangur,“ segir Sigurður. Afrakstur þeirrar vinnu komi betur í ljós á næstu dögum þegar leiðtogar Evrópusambandsins tilkynni sínar mótaðgerðir. Sigurður nefnir að Íslendingar flytji fyrst og fremst út iðnaðarvörur, þar á meðal lækningarvörur og tæki, til Bandaríkjanna auk sjávarafurða. Vöruútflutningur til Bandaríkjanna hafi numið um 110 milljörðum á síðasta ári. Megnið að útflutningi til Bandaríkjanna sé í formi þjónustu, þá helst ferðaþjónustu, en þar sem tollar séu lagðir á vörur muni þeir ekki hafa bein áhrif á þá grein. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Efnahagsmál Tengdar fréttir Bæði vonbrigði og léttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsir bæði ákveðnum vonbrigðum og létti vegna ákvörðunar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að leggja tíu prósenta lágmarkstoll á innfluttar vörur frá öllum ríkjum. 2. apríl 2025 21:57 Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti rétt í þessu nýja tolla á innflutningsvörur til Bandaríkjanna. Þar tilkynnti hann að tíu prósenta lágmarkstollur yrði lagður á öll ríki. Þar með talið er Ísland. 2. apríl 2025 20:45 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Bæði vonbrigði og léttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsir bæði ákveðnum vonbrigðum og létti vegna ákvörðunar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að leggja tíu prósenta lágmarkstoll á innfluttar vörur frá öllum ríkjum. 2. apríl 2025 21:57
Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti rétt í þessu nýja tolla á innflutningsvörur til Bandaríkjanna. Þar tilkynnti hann að tíu prósenta lágmarkstollur yrði lagður á öll ríki. Þar með talið er Ísland. 2. apríl 2025 20:45