Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Eiður Þór Árnason skrifar 2. apríl 2025 18:55 Magnús Þór Torfason tekur við stöðunni í júlí. HÍ/Kristinn Ingvarsson Magnús Þór Torfason, prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands (HÍ), hefur verið ráðinn forseti Félagsvísindasviðs HÍ til næstu fimm ára. Hann var einn þriggja umsækjenda um starfið. Magnús tekur við starfinu þann 1. júlí næstkomandi af Stefáni Hrafni Jónssyni sem hefur gegnt starfinu undanfarin fimm ár. Magnús hefur verið forseti Viðskiptafræðideildar HÍ frá því sumarið 2023. Félagsvísindasvið er fjölmennasta fræðasvið skólans en innan þess eru Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild, Félagsráðgjafardeild, Hagfræðideild, Lagadeild, Stjórnmálafræðideild og Viðskiptafræðideild. Greint er frá ráðningunni í tilkynningu frá HÍ en Magnús lauk BS-prófi í rafmagns- og tölvuverkfræði og tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og til viðbótar cand.sci. gráðu í fyrrnefndu greininni frá HÍ. Hann er enn fremur með m.phil. gráðu og doktorspróf í stjórnun frá Columbia Business School í Bandaríkjunum. Setið í stjórn nýsköpunarfyrirtækja og vísissjóðs Magnús starfaði sem lektor við Harvard Business School á árunum 2010 til 2014. Hann var ráðinn lektor við Háskóla Íslands árið 2014, fékk framgang í starf dósents árið 2020 og í starf prófessors árið 2024. Hann hefur stýrt námsleið í nýsköpun og viðskiptaþróun innan HÍ frá upphafi og undanfarin ár haft umsjón með nýsköpunarnámskeiðinu Kveikju (e. Spark Social) sem opið er nemendum af öllum fræðasviðum HÍ og frá háskólum innan Aurora-háskólanetsins. Hann er stjórnarformaður vísisjóðsins Frumtak Ventures og hefur einnig setið í stjórn ýmissa nýsköpunar- og sprotafyrirtækja, að því er fram kemur í tilkynningu. Rannsóknir Magnúsar eru sagðar spanna vítt svið og snerta meðal annars nýsköpun, tengslanet í atvinnulífi og annars staðar í samfélaginu, hönnunarhugsun og nýtingu hennar, rafmyntir og viðbrögð Íslendinga við COVID-19-faraldrinum. „Það er mikill fengur fyrir Háskóla Íslands að fá Magnús Þór Torfason, prófessor og deildarforseta Viðskiptafræðideildar, sem næsta forseta Félagsvísindasviðs. Magnús er afar vel í stakk búinn að takast á við þau verkefni sem fram undan eru og þær áskoranir og þau tækifæri sem Félagsvísindasvið stendur frammi fyrir,“ segir Jón Atli Benediktsson, fráfarandi rektor Háskóla Íslands í tilkynningu. Vistaskipti Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Magnús tekur við starfinu þann 1. júlí næstkomandi af Stefáni Hrafni Jónssyni sem hefur gegnt starfinu undanfarin fimm ár. Magnús hefur verið forseti Viðskiptafræðideildar HÍ frá því sumarið 2023. Félagsvísindasvið er fjölmennasta fræðasvið skólans en innan þess eru Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild, Félagsráðgjafardeild, Hagfræðideild, Lagadeild, Stjórnmálafræðideild og Viðskiptafræðideild. Greint er frá ráðningunni í tilkynningu frá HÍ en Magnús lauk BS-prófi í rafmagns- og tölvuverkfræði og tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og til viðbótar cand.sci. gráðu í fyrrnefndu greininni frá HÍ. Hann er enn fremur með m.phil. gráðu og doktorspróf í stjórnun frá Columbia Business School í Bandaríkjunum. Setið í stjórn nýsköpunarfyrirtækja og vísissjóðs Magnús starfaði sem lektor við Harvard Business School á árunum 2010 til 2014. Hann var ráðinn lektor við Háskóla Íslands árið 2014, fékk framgang í starf dósents árið 2020 og í starf prófessors árið 2024. Hann hefur stýrt námsleið í nýsköpun og viðskiptaþróun innan HÍ frá upphafi og undanfarin ár haft umsjón með nýsköpunarnámskeiðinu Kveikju (e. Spark Social) sem opið er nemendum af öllum fræðasviðum HÍ og frá háskólum innan Aurora-háskólanetsins. Hann er stjórnarformaður vísisjóðsins Frumtak Ventures og hefur einnig setið í stjórn ýmissa nýsköpunar- og sprotafyrirtækja, að því er fram kemur í tilkynningu. Rannsóknir Magnúsar eru sagðar spanna vítt svið og snerta meðal annars nýsköpun, tengslanet í atvinnulífi og annars staðar í samfélaginu, hönnunarhugsun og nýtingu hennar, rafmyntir og viðbrögð Íslendinga við COVID-19-faraldrinum. „Það er mikill fengur fyrir Háskóla Íslands að fá Magnús Þór Torfason, prófessor og deildarforseta Viðskiptafræðideildar, sem næsta forseta Félagsvísindasviðs. Magnús er afar vel í stakk búinn að takast á við þau verkefni sem fram undan eru og þær áskoranir og þau tækifæri sem Félagsvísindasvið stendur frammi fyrir,“ segir Jón Atli Benediktsson, fráfarandi rektor Háskóla Íslands í tilkynningu.
Vistaskipti Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira