Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2025 21:31 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir lagði í gær fram tillögu um að færa einkaflugi, þyrluflugi og kennsluflugi annan stað en á Reykjavíkurflugvelli. Borgarstjórn samþykkti að fela borgarstjóra að koma slíku til leiðar í samvinnu við ráðherra og ISAVIA. Forseti Flugmálafélagsins segir málið allt mikil vonbrigði. Vísir/Sigurjón Borgarstjóra verður falið að finna einkaflugi og þyrluflugi annan stað en á Reykjavíkurflugvelli. Oddviti Viðreisnar segir fæsta gera sér grein fyrir þeirri aukningu sem hafi orðið á einkaflugi en forseta Flugmálafélagsins finnst framganga borgarinnar alger vonbrigði. Borgarstjórn samþykkti í gær tillögu Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar, um að umferð einkaþotna, þyrlu og kennsluflugs verði færð frá Reykjavíkurflugvelli sem fyrst. Hún segir markmiðið með tillögunni að skapa sátt um umgjörð áætlunar- og sjúkraflugs á Reykjavíkurflugvelli því hann sé ekki á förum næstu 15-20 árin. „Við þurfum að hugsa um almannahagsmuni sem er þá fyrir alla þjóðina og það felst í þessari tillögu. Hún tryggir að sjúkraflugið og áætlunarflugið virki en það sem snýr meira að sérhagsmunum eins og einkaþotur fyrir efnað fólk eða þyrluflug fyrir ferðamenn, það má finna því nýjan stað.“ Mikil aukning á einkaflugi Hún vilji draga úr ónæði vegna flugumferðar. „Ég held að fæst geri sér grein fyrir því hvað hefur orðið mikil breyting á Reykjavíkurflugvelli undanfarin ár. Mörg sem hafa verið að kaupa sér fasteignir hérna, og óraði ekki fyrir þeim mikla fjölda einkaþotna og þyrluflugs sem er á hverjum degi. Við þekkjum öll Reykvíkingar sjúkraflugið, kennsluflugið og áætlunarflugið og það er eitthvað sem við erum orðin vön en þessi mikla aukning sem hefur orðið í einkaþotum og þyrlum - hún er ný. Það er mikil hávaðamengun og mikil almenn slysahætta og mengun með áhættusömum flugrekstri inn í miðri borg og við verðum að lágmarka það.“ Borgarstjóra verður falið að finna fluginu nýjan stað í samvinnu við ráðherra og ISAVIA. Mikil takmörkun á starfsemi ef af verður Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélagsins, segir flugsamfélagið hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með að málið sé komið í þennan farveg. Matthías er forseti Flugmálafélagsins en hann er líka flugmaður hjá Icelandair.Vísir/sigurjón „Um það leyti sem við erum loksins að fá enduropnaða braut eftir að trén voru hoggin niður þá er þetta það næsta sem við fáum frá borginni. Það er í rauninni að skera af og takmarka þá starfsemi sem er á vellinum í dag og að okkar mati er það ekki í samræmi við fyrra samkomulag sem segir að það eigi að tryggja og passa upp á þá starfsemi sem er á Reykjavíkurflugvelli.“ Ekkert raunhæft á borðinu Matthías segir skilaboðin frá borginni skapa óvissu. „Hvað verður um okkur og hvert eigum við að fara? Það eru engar lausnir og það er ekkert sem menn hafa lagt á borðið sem er raunhæft í tengslum við það hvert við eigum að fara eða með hvaða hætti þessi starfsemi getur lifað áfram. Það er það sem hefur verið erfiðast fyrir okkur í gegnum áratugina. Við höfum verið öll af vilja gerð til þess að finna lausnir og leita leiða til þess að geta unnið með nærsamfélaginu og borginni en svo fáum við þetta í andlitið.“ Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Tillaga Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur oddvita Viðreisnar í Reykjavík um að einkaþotum og þyrluflugi á Reykjavíkurflugvelli verði fundinn nýr staður var samþykkt á fundi borgarstjórnar í kvöld eftir að breytingar höfðu verið gerðar á tillögunni af hálfu meirihlutaflokkanna í borgarstjórn. 1. apríl 2025 20:48 Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Viðreisn í Reykjavík mun á morgun leggja fram tillögu um að breytingar verði gerðar á Reykjavíkurflugvelli, sem snúa að umferð einkaþota og þyrluflugi. 31. mars 2025 15:01 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti í gær tillögu Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar, um að umferð einkaþotna, þyrlu og kennsluflugs verði færð frá Reykjavíkurflugvelli sem fyrst. Hún segir markmiðið með tillögunni að skapa sátt um umgjörð áætlunar- og sjúkraflugs á Reykjavíkurflugvelli því hann sé ekki á förum næstu 15-20 árin. „Við þurfum að hugsa um almannahagsmuni sem er þá fyrir alla þjóðina og það felst í þessari tillögu. Hún tryggir að sjúkraflugið og áætlunarflugið virki en það sem snýr meira að sérhagsmunum eins og einkaþotur fyrir efnað fólk eða þyrluflug fyrir ferðamenn, það má finna því nýjan stað.“ Mikil aukning á einkaflugi Hún vilji draga úr ónæði vegna flugumferðar. „Ég held að fæst geri sér grein fyrir því hvað hefur orðið mikil breyting á Reykjavíkurflugvelli undanfarin ár. Mörg sem hafa verið að kaupa sér fasteignir hérna, og óraði ekki fyrir þeim mikla fjölda einkaþotna og þyrluflugs sem er á hverjum degi. Við þekkjum öll Reykvíkingar sjúkraflugið, kennsluflugið og áætlunarflugið og það er eitthvað sem við erum orðin vön en þessi mikla aukning sem hefur orðið í einkaþotum og þyrlum - hún er ný. Það er mikil hávaðamengun og mikil almenn slysahætta og mengun með áhættusömum flugrekstri inn í miðri borg og við verðum að lágmarka það.“ Borgarstjóra verður falið að finna fluginu nýjan stað í samvinnu við ráðherra og ISAVIA. Mikil takmörkun á starfsemi ef af verður Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélagsins, segir flugsamfélagið hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með að málið sé komið í þennan farveg. Matthías er forseti Flugmálafélagsins en hann er líka flugmaður hjá Icelandair.Vísir/sigurjón „Um það leyti sem við erum loksins að fá enduropnaða braut eftir að trén voru hoggin niður þá er þetta það næsta sem við fáum frá borginni. Það er í rauninni að skera af og takmarka þá starfsemi sem er á vellinum í dag og að okkar mati er það ekki í samræmi við fyrra samkomulag sem segir að það eigi að tryggja og passa upp á þá starfsemi sem er á Reykjavíkurflugvelli.“ Ekkert raunhæft á borðinu Matthías segir skilaboðin frá borginni skapa óvissu. „Hvað verður um okkur og hvert eigum við að fara? Það eru engar lausnir og það er ekkert sem menn hafa lagt á borðið sem er raunhæft í tengslum við það hvert við eigum að fara eða með hvaða hætti þessi starfsemi getur lifað áfram. Það er það sem hefur verið erfiðast fyrir okkur í gegnum áratugina. Við höfum verið öll af vilja gerð til þess að finna lausnir og leita leiða til þess að geta unnið með nærsamfélaginu og borginni en svo fáum við þetta í andlitið.“
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Tillaga Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur oddvita Viðreisnar í Reykjavík um að einkaþotum og þyrluflugi á Reykjavíkurflugvelli verði fundinn nýr staður var samþykkt á fundi borgarstjórnar í kvöld eftir að breytingar höfðu verið gerðar á tillögunni af hálfu meirihlutaflokkanna í borgarstjórn. 1. apríl 2025 20:48 Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Viðreisn í Reykjavík mun á morgun leggja fram tillögu um að breytingar verði gerðar á Reykjavíkurflugvelli, sem snúa að umferð einkaþota og þyrluflugi. 31. mars 2025 15:01 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Tillaga Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur oddvita Viðreisnar í Reykjavík um að einkaþotum og þyrluflugi á Reykjavíkurflugvelli verði fundinn nýr staður var samþykkt á fundi borgarstjórnar í kvöld eftir að breytingar höfðu verið gerðar á tillögunni af hálfu meirihlutaflokkanna í borgarstjórn. 1. apríl 2025 20:48
Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Viðreisn í Reykjavík mun á morgun leggja fram tillögu um að breytingar verði gerðar á Reykjavíkurflugvelli, sem snúa að umferð einkaþota og þyrluflugi. 31. mars 2025 15:01