Lífið gott en ítalskan strembin Valur Páll Eiríksson skrifar 3. apríl 2025 09:31 Cecilía hefur fundið fjöl sína á Ítalíu. Image Photo Agency/Getty Images Cecilía Rán Rúnarsdóttir veit ekki hvað bíður hennar næsta vetur. Hún hefur fundið sig vel í Mílanó á Ítalíu og segir lífið einfaldara þegar hún spilar fótbolta reglulega. Cecilía hefur verið leikmaður Bayern Munchen í Þýskalandi frá árinu 2022 en fá tækifæri fengið í Bæjaralandi. Hún fór á lán til Inter Milan á Ítalíu síðasta sumar og hefur þar heldur betur fundið fjölina með sterku liði. Hún er nú komin hingað til lands fyrir komandi leiki Íslands í Þjóðadeild Evrópu og það ánægð eftir magnaðan endurkomusigur Inter á Juventus um helgina. Juventus dugði sigur fyrir titlinum og komst yfir á 88. mínútu en ótrúleg endurkoma heldur vonum Inter á lífi. „Ég er svona aðeins að ná mér niður núna. Þetta var rosalegur leikur. Það var loksins okkur í hag að við skorum mörk seint. Við höfum verið að missa mikið af stigum með því að fá á okkur mörk síðustu fimm mínúturnar. Þetta var mjög ljúft,“ segir Cecilía og bætir við: „Þetta var ótrúlega mikilvægt. Núna er fullur fókus á þessa síðustu fjóra leiki og vonandi getum við komist fyrir ofan þær.“ Ekki farin að huga að næsta tímabili Henni líkar vel við lífið á Norður-Ítalíu. „Mér hefur liðið ótrúlega vel. Það verður allt miklu betra þegar þú byrjar að spila. Lífið verður miklu betra. Þetta er ótrúlega ljúft. Ítalska lífið er aðeins léttara og einfaldara en í Þýskalandi. Það hefur verið gaman að spila hverja einustu helgi,“ segir Cecilía sem reynir sitt besta í að ná tökum á ítölskunni. Cecilía hefur unnið sér inn byrjunarliðssæti hjá Íslandi með frammistöðu sinni í Mílanó. Hér er hún í leiknum við Frakka í febrúar.Alex Nicodim/NurPhoto via Getty Images „Ítalskan kemur. Ég er í kennslu tvisvar í viku. Ég gæti ekki sagt þér neitt á ítölsku á núna. Hún kemur,“ segir Cecilía. Hún er láni á Ítalíu þar til í sumar og framhaldið óljóst. „Ég á eitt ár eftir á samningi hjá Bayern en ég hef enga hugmynd eins og staðan er núna. Það er fullur fókus á landsleikina og síðustu fjóra leiki í deildinni. Svo fer maður að skoða sín mál,“ segir Cecilía. Ná vel saman Cecilía er í harðri samkeppni við Telmu Ívarsdóttur og Fanney Ingu Birkisdóttur um markmannsstöðu Íslands en segir þær þrjár vinna vel saman. Cecilía spilaði fyrstu tvo leikina í Þjóðadeildinni en hefur verið á bekknum hjá landsliðinu síðustu misseri. Íslenska liðið er ekki á flæðiskeri statt þegar markvarðamálin eru annars vegar. Telma, Cecilía og Fanney ná þá vel saman.Alex Nicodim/NurPhoto via Getty Images Aðspurð hvort hún sé ekki harðákveðin í því að halda í byrjunarliðssætið segir hún: „Það er ekki undir mér komið en ég reyni að gera mitt besta þegar ég fæ tækifærið. Í mínu félagsliði, það er ótrúlega mikilvægt að spila vel þar. Ég geri bara mitt besta og vona að fái kallið áfram.“ „(Við erum) þrír hörkumarkmenn sem gera æfingarnar ótrúlega góðar. Við ýtum hvorri annarri. Þetta eru þrír mjög góðir markmenn en líka góðar manneskjur. Við erum allar mjög góðar vinkonur og þetta hefur gengið allt mjög vel,“ segir Cecilía. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Gott samstarf markvarðanna Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira
Cecilía hefur verið leikmaður Bayern Munchen í Þýskalandi frá árinu 2022 en fá tækifæri fengið í Bæjaralandi. Hún fór á lán til Inter Milan á Ítalíu síðasta sumar og hefur þar heldur betur fundið fjölina með sterku liði. Hún er nú komin hingað til lands fyrir komandi leiki Íslands í Þjóðadeild Evrópu og það ánægð eftir magnaðan endurkomusigur Inter á Juventus um helgina. Juventus dugði sigur fyrir titlinum og komst yfir á 88. mínútu en ótrúleg endurkoma heldur vonum Inter á lífi. „Ég er svona aðeins að ná mér niður núna. Þetta var rosalegur leikur. Það var loksins okkur í hag að við skorum mörk seint. Við höfum verið að missa mikið af stigum með því að fá á okkur mörk síðustu fimm mínúturnar. Þetta var mjög ljúft,“ segir Cecilía og bætir við: „Þetta var ótrúlega mikilvægt. Núna er fullur fókus á þessa síðustu fjóra leiki og vonandi getum við komist fyrir ofan þær.“ Ekki farin að huga að næsta tímabili Henni líkar vel við lífið á Norður-Ítalíu. „Mér hefur liðið ótrúlega vel. Það verður allt miklu betra þegar þú byrjar að spila. Lífið verður miklu betra. Þetta er ótrúlega ljúft. Ítalska lífið er aðeins léttara og einfaldara en í Þýskalandi. Það hefur verið gaman að spila hverja einustu helgi,“ segir Cecilía sem reynir sitt besta í að ná tökum á ítölskunni. Cecilía hefur unnið sér inn byrjunarliðssæti hjá Íslandi með frammistöðu sinni í Mílanó. Hér er hún í leiknum við Frakka í febrúar.Alex Nicodim/NurPhoto via Getty Images „Ítalskan kemur. Ég er í kennslu tvisvar í viku. Ég gæti ekki sagt þér neitt á ítölsku á núna. Hún kemur,“ segir Cecilía. Hún er láni á Ítalíu þar til í sumar og framhaldið óljóst. „Ég á eitt ár eftir á samningi hjá Bayern en ég hef enga hugmynd eins og staðan er núna. Það er fullur fókus á landsleikina og síðustu fjóra leiki í deildinni. Svo fer maður að skoða sín mál,“ segir Cecilía. Ná vel saman Cecilía er í harðri samkeppni við Telmu Ívarsdóttur og Fanney Ingu Birkisdóttur um markmannsstöðu Íslands en segir þær þrjár vinna vel saman. Cecilía spilaði fyrstu tvo leikina í Þjóðadeildinni en hefur verið á bekknum hjá landsliðinu síðustu misseri. Íslenska liðið er ekki á flæðiskeri statt þegar markvarðamálin eru annars vegar. Telma, Cecilía og Fanney ná þá vel saman.Alex Nicodim/NurPhoto via Getty Images Aðspurð hvort hún sé ekki harðákveðin í því að halda í byrjunarliðssætið segir hún: „Það er ekki undir mér komið en ég reyni að gera mitt besta þegar ég fæ tækifærið. Í mínu félagsliði, það er ótrúlega mikilvægt að spila vel þar. Ég geri bara mitt besta og vona að fái kallið áfram.“ „(Við erum) þrír hörkumarkmenn sem gera æfingarnar ótrúlega góðar. Við ýtum hvorri annarri. Þetta eru þrír mjög góðir markmenn en líka góðar manneskjur. Við erum allar mjög góðar vinkonur og þetta hefur gengið allt mjög vel,“ segir Cecilía. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Gott samstarf markvarðanna
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira