Lífið gott en ítalskan strembin Valur Páll Eiríksson skrifar 3. apríl 2025 09:31 Cecilía hefur fundið fjöl sína á Ítalíu. Image Photo Agency/Getty Images Cecilía Rán Rúnarsdóttir veit ekki hvað bíður hennar næsta vetur. Hún hefur fundið sig vel í Mílanó á Ítalíu og segir lífið einfaldara þegar hún spilar fótbolta reglulega. Cecilía hefur verið leikmaður Bayern Munchen í Þýskalandi frá árinu 2022 en fá tækifæri fengið í Bæjaralandi. Hún fór á lán til Inter Milan á Ítalíu síðasta sumar og hefur þar heldur betur fundið fjölina með sterku liði. Hún er nú komin hingað til lands fyrir komandi leiki Íslands í Þjóðadeild Evrópu og það ánægð eftir magnaðan endurkomusigur Inter á Juventus um helgina. Juventus dugði sigur fyrir titlinum og komst yfir á 88. mínútu en ótrúleg endurkoma heldur vonum Inter á lífi. „Ég er svona aðeins að ná mér niður núna. Þetta var rosalegur leikur. Það var loksins okkur í hag að við skorum mörk seint. Við höfum verið að missa mikið af stigum með því að fá á okkur mörk síðustu fimm mínúturnar. Þetta var mjög ljúft,“ segir Cecilía og bætir við: „Þetta var ótrúlega mikilvægt. Núna er fullur fókus á þessa síðustu fjóra leiki og vonandi getum við komist fyrir ofan þær.“ Ekki farin að huga að næsta tímabili Henni líkar vel við lífið á Norður-Ítalíu. „Mér hefur liðið ótrúlega vel. Það verður allt miklu betra þegar þú byrjar að spila. Lífið verður miklu betra. Þetta er ótrúlega ljúft. Ítalska lífið er aðeins léttara og einfaldara en í Þýskalandi. Það hefur verið gaman að spila hverja einustu helgi,“ segir Cecilía sem reynir sitt besta í að ná tökum á ítölskunni. Cecilía hefur unnið sér inn byrjunarliðssæti hjá Íslandi með frammistöðu sinni í Mílanó. Hér er hún í leiknum við Frakka í febrúar.Alex Nicodim/NurPhoto via Getty Images „Ítalskan kemur. Ég er í kennslu tvisvar í viku. Ég gæti ekki sagt þér neitt á ítölsku á núna. Hún kemur,“ segir Cecilía. Hún er láni á Ítalíu þar til í sumar og framhaldið óljóst. „Ég á eitt ár eftir á samningi hjá Bayern en ég hef enga hugmynd eins og staðan er núna. Það er fullur fókus á landsleikina og síðustu fjóra leiki í deildinni. Svo fer maður að skoða sín mál,“ segir Cecilía. Ná vel saman Cecilía er í harðri samkeppni við Telmu Ívarsdóttur og Fanney Ingu Birkisdóttur um markmannsstöðu Íslands en segir þær þrjár vinna vel saman. Cecilía spilaði fyrstu tvo leikina í Þjóðadeildinni en hefur verið á bekknum hjá landsliðinu síðustu misseri. Íslenska liðið er ekki á flæðiskeri statt þegar markvarðamálin eru annars vegar. Telma, Cecilía og Fanney ná þá vel saman.Alex Nicodim/NurPhoto via Getty Images Aðspurð hvort hún sé ekki harðákveðin í því að halda í byrjunarliðssætið segir hún: „Það er ekki undir mér komið en ég reyni að gera mitt besta þegar ég fæ tækifærið. Í mínu félagsliði, það er ótrúlega mikilvægt að spila vel þar. Ég geri bara mitt besta og vona að fái kallið áfram.“ „(Við erum) þrír hörkumarkmenn sem gera æfingarnar ótrúlega góðar. Við ýtum hvorri annarri. Þetta eru þrír mjög góðir markmenn en líka góðar manneskjur. Við erum allar mjög góðar vinkonur og þetta hefur gengið allt mjög vel,“ segir Cecilía. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Gott samstarf markvarðanna Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira
Cecilía hefur verið leikmaður Bayern Munchen í Þýskalandi frá árinu 2022 en fá tækifæri fengið í Bæjaralandi. Hún fór á lán til Inter Milan á Ítalíu síðasta sumar og hefur þar heldur betur fundið fjölina með sterku liði. Hún er nú komin hingað til lands fyrir komandi leiki Íslands í Þjóðadeild Evrópu og það ánægð eftir magnaðan endurkomusigur Inter á Juventus um helgina. Juventus dugði sigur fyrir titlinum og komst yfir á 88. mínútu en ótrúleg endurkoma heldur vonum Inter á lífi. „Ég er svona aðeins að ná mér niður núna. Þetta var rosalegur leikur. Það var loksins okkur í hag að við skorum mörk seint. Við höfum verið að missa mikið af stigum með því að fá á okkur mörk síðustu fimm mínúturnar. Þetta var mjög ljúft,“ segir Cecilía og bætir við: „Þetta var ótrúlega mikilvægt. Núna er fullur fókus á þessa síðustu fjóra leiki og vonandi getum við komist fyrir ofan þær.“ Ekki farin að huga að næsta tímabili Henni líkar vel við lífið á Norður-Ítalíu. „Mér hefur liðið ótrúlega vel. Það verður allt miklu betra þegar þú byrjar að spila. Lífið verður miklu betra. Þetta er ótrúlega ljúft. Ítalska lífið er aðeins léttara og einfaldara en í Þýskalandi. Það hefur verið gaman að spila hverja einustu helgi,“ segir Cecilía sem reynir sitt besta í að ná tökum á ítölskunni. Cecilía hefur unnið sér inn byrjunarliðssæti hjá Íslandi með frammistöðu sinni í Mílanó. Hér er hún í leiknum við Frakka í febrúar.Alex Nicodim/NurPhoto via Getty Images „Ítalskan kemur. Ég er í kennslu tvisvar í viku. Ég gæti ekki sagt þér neitt á ítölsku á núna. Hún kemur,“ segir Cecilía. Hún er láni á Ítalíu þar til í sumar og framhaldið óljóst. „Ég á eitt ár eftir á samningi hjá Bayern en ég hef enga hugmynd eins og staðan er núna. Það er fullur fókus á landsleikina og síðustu fjóra leiki í deildinni. Svo fer maður að skoða sín mál,“ segir Cecilía. Ná vel saman Cecilía er í harðri samkeppni við Telmu Ívarsdóttur og Fanney Ingu Birkisdóttur um markmannsstöðu Íslands en segir þær þrjár vinna vel saman. Cecilía spilaði fyrstu tvo leikina í Þjóðadeildinni en hefur verið á bekknum hjá landsliðinu síðustu misseri. Íslenska liðið er ekki á flæðiskeri statt þegar markvarðamálin eru annars vegar. Telma, Cecilía og Fanney ná þá vel saman.Alex Nicodim/NurPhoto via Getty Images Aðspurð hvort hún sé ekki harðákveðin í því að halda í byrjunarliðssætið segir hún: „Það er ekki undir mér komið en ég reyni að gera mitt besta þegar ég fæ tækifærið. Í mínu félagsliði, það er ótrúlega mikilvægt að spila vel þar. Ég geri bara mitt besta og vona að fái kallið áfram.“ „(Við erum) þrír hörkumarkmenn sem gera æfingarnar ótrúlega góðar. Við ýtum hvorri annarri. Þetta eru þrír mjög góðir markmenn en líka góðar manneskjur. Við erum allar mjög góðar vinkonur og þetta hefur gengið allt mjög vel,“ segir Cecilía. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Gott samstarf markvarðanna
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira