Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 2. apríl 2025 14:54 Katrín Tanja segir að hún hafi lært að elska á annan hátt eftir að hún fékk hundinn Theo inn í líf sitt. Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í Crossfit, og unnusti hennar, Brooks Laich fyrrverandi hokkíleikmaður, syrgja ferfætlinginn Theo sem lést skyndilega þann 4. mars síðastliðinn. Katrín Tanja greinir frá tíðindunum í færslu á Instagram. „Hjörtun okkar eru algjörlega mölbrotin þegar við skrifum þetta, en við misstum yndislega og dýrmæta litla drenginn okkar, Theo,“ skrifar Katrín Tanja við færsluna. Hundurinn var af tegundinni Pomerian. Theo, sem var aðeins þriggja ára, lést skyndilega þegar hann lék sér á ströndinni eftir fjallgöngu. Katrín segir að krufningin hafi ekki leitt neitt annað í ljós en að hann hafi verið heilbrigður: „Það voru engin merki um hjartaáfall, mænusjúkdóm, eitrun eða stíflaðan öndunarveg. Við reynum enn að finna orsökina, þó svo að við vitum að engin ástæða mun breyta niðurstöðunni.“ Kenndi henni að elska á annan hátt en áður Katrín Tanja minnist litlu dýrmætu augnablikanna sem þau áttu með Theo. Hún lýsir hljóðinu af litlu og hraða fótatifinu hans og hvernig hann sat í kjöltu þeirra eftir kvöldmatinn á hverju kvöldi. „Hann var litla barnið hennar mömmu og villti strákurinn hans pabba,“ skrifar Katrín Tanja og bætir við að Theo hafi elskað að fara í gönguferðir með pabba sínum og stóra bróður sínum, Koda. „Hann var aðeins níu vikna þegar við fengum hann til okkar og ég man svo vel eftir því að ég hugsaði að við hefðum tekið hann frá mömmu hans, þannig að nú var það okkar hlutverk að elska, hlúa að honum og annast hann. Koda er strákurinn okkar, en Theo var barnið okkar, og ég fann að hann kenndi mér hvernig á að elska og sjá um einhvern á þann hátt sem ég hafði aldrei upplifað áður.“ „Mamma & Pabbi elska þig, ástin mín,“ skrifaði Katrín Tanja í lokin. Fjölmargir hafa skrifað samúðarkveðjur við færsluna. Þar á meðal CrossFit-konurnar Annie Mist Þórisdóttir, Sara Sigmundsdóttir og Þuríður Helgadóttir, áhrifavaldarnir Helgi Ómarsson, Birgitta Líf Björnsdóttir og Brynja Dan Gunnarsdóttir. Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) Hundar Ástin og lífið CrossFit Gæludýr Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
„Hjörtun okkar eru algjörlega mölbrotin þegar við skrifum þetta, en við misstum yndislega og dýrmæta litla drenginn okkar, Theo,“ skrifar Katrín Tanja við færsluna. Hundurinn var af tegundinni Pomerian. Theo, sem var aðeins þriggja ára, lést skyndilega þegar hann lék sér á ströndinni eftir fjallgöngu. Katrín segir að krufningin hafi ekki leitt neitt annað í ljós en að hann hafi verið heilbrigður: „Það voru engin merki um hjartaáfall, mænusjúkdóm, eitrun eða stíflaðan öndunarveg. Við reynum enn að finna orsökina, þó svo að við vitum að engin ástæða mun breyta niðurstöðunni.“ Kenndi henni að elska á annan hátt en áður Katrín Tanja minnist litlu dýrmætu augnablikanna sem þau áttu með Theo. Hún lýsir hljóðinu af litlu og hraða fótatifinu hans og hvernig hann sat í kjöltu þeirra eftir kvöldmatinn á hverju kvöldi. „Hann var litla barnið hennar mömmu og villti strákurinn hans pabba,“ skrifar Katrín Tanja og bætir við að Theo hafi elskað að fara í gönguferðir með pabba sínum og stóra bróður sínum, Koda. „Hann var aðeins níu vikna þegar við fengum hann til okkar og ég man svo vel eftir því að ég hugsaði að við hefðum tekið hann frá mömmu hans, þannig að nú var það okkar hlutverk að elska, hlúa að honum og annast hann. Koda er strákurinn okkar, en Theo var barnið okkar, og ég fann að hann kenndi mér hvernig á að elska og sjá um einhvern á þann hátt sem ég hafði aldrei upplifað áður.“ „Mamma & Pabbi elska þig, ástin mín,“ skrifaði Katrín Tanja í lokin. Fjölmargir hafa skrifað samúðarkveðjur við færsluna. Þar á meðal CrossFit-konurnar Annie Mist Þórisdóttir, Sara Sigmundsdóttir og Þuríður Helgadóttir, áhrifavaldarnir Helgi Ómarsson, Birgitta Líf Björnsdóttir og Brynja Dan Gunnarsdóttir. Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja)
Hundar Ástin og lífið CrossFit Gæludýr Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning