Handbolti

Íslendingalið í átta liða úr­slit Evrópudeildarinnar

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Þorsteinn Leó skoraði tvö mörk fyrir Porto sem er komið í undanúrslit gegn GOG. 
Þorsteinn Leó skoraði tvö mörk fyrir Porto sem er komið í undanúrslit gegn GOG.  Vísir/Anton Brink

Þorsteinn Leó Gunnarsson og félagar í Porto komust áfram í átta liða Evrópudeildarinnar, þrátt fyrir tveggja marka tap í kvöld. Melsungen komst einnig, naumlega, áfram í átta liða úrslitin. Þrátt fyrir að Elvar Örn Jónsson hafi lítið tekið þátt. 

Porto mætti Toulouse í umspilseinvíginu og var með sjö marka forystu eftir fyrri leikinn á sínum heimavelli. Tveggja marka tap í kvöld kom því ekki að sök, og sást á spilamennsku liðsins sem var með forystuna lengst af en gaf eftir undir lokin og tapaði leiknum. Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði tvö mörk úr fjórum skotum fyrir Porto.

Melsungen var á heimavelli í leik kvöldsins og þurfti að vinna upp þriggja marka forystu sem Gummersbach hafði eftir fyrri leikinn. Það gekk eftir þökk sé frábærum endaspretti, þrátt fyrir að Melsungen hafi fengið tvö rauð spjöld í leiknum.

Elvar Örn Jónsson sneri aftur úr meiðslum um síðastliðna helgi en tók mjög lítið þátt í leik kvöldsins. Liðsfélagi hans, Arnar Freyr Arnarson, er enn frá vegna meiðsla. Líkt og Elliði Snær Viðarsson, leikmaður Gummersbach, en Guðjón Valur Sigurðarson stýrði liðinu að vana.

Í átta liða úrslitum mun Porto mæta franska liðinu Montpellier en Melsungen mun mæta þýska liðinu Kiel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×