Savehof vann fyrri leikinn með sex mörkum, 22-28. Sama var uppi á teningunum í kvöld, sex marka sigur útiliðsins. Leikurinn var þó hnífjafn í fyrri hálfleik, en í seinni hálfleik brunaði Karlskrona fram úr.
Ólafur Andrés Guðmundsson fór mikinn í markaskorun og setti sex mörk úr tólf skotum fyrir Karlskrona. Liðsfélagi hans, Dagur Sverrir Kristjánsson, átti eitt skot en komst ekki á blað. Líkt og Tryggvi Þórisson, leikmaður Savehof.
Um er að ræða þriggja leikja einvígi svo oddaleikur er framundan næsta mánudag. Þar verður Karlskrona á heimavelli líkt og í fyrsta leiknum.