„Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. mars 2025 15:46 Hildigunnur er spennt fyrir sunnudeginum, líkt og aðrir leikmenn Vals. Beate Oma Dahle /NTB Scanpix via AP Handboltakonan Hildigunnur Einarsdóttir leggur skóna á hilluna í vor. Hún ætlar að skrifa söguna með liði Vals áður en að því kemur en stærsti leikur tímabilsins er á dagskrá um helgina. Valskonur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með öruggum sigri á Gróttu í gærkvöld og verja þar með titilinn frá því í fyrra. Það gafst ekki mikill tími til að fagna því enda stórleikur við Iuventa frá Slóvakíu á dagskrá á sunnudaginn kemur. Þar er sæti í úrslitum EHF-bikarsins undir. Valur getur orðið fyrsta íslenska kvennaliðið í sögunni til að fara í úrslit í Evrópu og segist Hildigunnur, sem hættir í vor, staðráðin í að skrifa söguna áður en skórnir fara upp í hillu. Klippa: Mikilvægt að njóta en ætla sér að vinna „100 prósent. Ég setti mér það markmið í vetur, þegar var ljóst að þetta yrði síðasta tímabilið mitt að nú myndi ég njóta. Þetta er búið að vera extra langt í vetur og mörg ferðalög. Handboltinn er búinn að ganga fram yfir allt hjá manni, og hjá öllum í liðinu. Það er bara gott að enda síðasta tímabilið þannig og ég er extra mikið að reyna að njóta,“ segir Hildigunnur. „Það væri helvíti gaman að enda ferilinn svona, sérstaklega þegar þess að vitum að við erum í bullandi séns að gera þetta. Við erum ekkert að ljúga að sjálfum okkur með það. Það væri sögulegt að gera eitthvað svoleiðis í lokin áður en skórnir fara á hilluna og maður finnur sér eitthvað annað gera,“ bætir hún við. Valur mætir Iuventa klukkan 17:30 á sunnudaginn kemur. Liðið er tveimur mörkum undir eftir fyrri leik liðanna ytra. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan. Valur Olís-deild kvenna EHF-bikarinn Handbolti Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Valskonur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með öruggum sigri á Gróttu í gærkvöld og verja þar með titilinn frá því í fyrra. Það gafst ekki mikill tími til að fagna því enda stórleikur við Iuventa frá Slóvakíu á dagskrá á sunnudaginn kemur. Þar er sæti í úrslitum EHF-bikarsins undir. Valur getur orðið fyrsta íslenska kvennaliðið í sögunni til að fara í úrslit í Evrópu og segist Hildigunnur, sem hættir í vor, staðráðin í að skrifa söguna áður en skórnir fara upp í hillu. Klippa: Mikilvægt að njóta en ætla sér að vinna „100 prósent. Ég setti mér það markmið í vetur, þegar var ljóst að þetta yrði síðasta tímabilið mitt að nú myndi ég njóta. Þetta er búið að vera extra langt í vetur og mörg ferðalög. Handboltinn er búinn að ganga fram yfir allt hjá manni, og hjá öllum í liðinu. Það er bara gott að enda síðasta tímabilið þannig og ég er extra mikið að reyna að njóta,“ segir Hildigunnur. „Það væri helvíti gaman að enda ferilinn svona, sérstaklega þegar þess að vitum að við erum í bullandi séns að gera þetta. Við erum ekkert að ljúga að sjálfum okkur með það. Það væri sögulegt að gera eitthvað svoleiðis í lokin áður en skórnir fara á hilluna og maður finnur sér eitthvað annað gera,“ bætir hún við. Valur mætir Iuventa klukkan 17:30 á sunnudaginn kemur. Liðið er tveimur mörkum undir eftir fyrri leik liðanna ytra. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan.
Valur Olís-deild kvenna EHF-bikarinn Handbolti Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira