Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna

Það tók Saka ekki langan tíma að láta til sín taka.
Það tók Saka ekki langan tíma að láta til sín taka. Sebastian Frej/MB Media/Getty Images

Bukayo Saka sneri aftur úr meiðslum og setti seinna mark Arsenal í 2-1 sigri gegn Fulham í þrítugustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Mikael Merino tók forystuna fyrir Arsenal með marki skömmu fyrir hálfleik. Liðið hafði verið ágætlega spilandi fram að því en átt í vandræðum með að skapa sér marktækifæri, þar til Merino laumaði boltanum framhjá varnarmönnum og í fjærhornið.

Bukayo Saka steig svo aftur inn á völlinn um miðjan seinni hálfleik eftir langa fjarveru og var ekki lengi að láta til sín taka. Aðeins um fimm mínútum eftir að hann kom inn á fékk hann fyrirgjöf frá Gabriel Martinelli og stangaði boltann í netið.

Rodrigo Muniz minnkaði muninn fyrir Fulham með marki upp úr skyndisókn, en sigur heimamanna var þá þegar orðin staðreynd.

Níu stigum munar nú milli Arsenal og Liverpool, sem á leik til góða gegn Everton annað kvöld.

Jørgen Strand Larsen skoraði eina markið í sigri Úlfanna. Jack Thomas - WWFC/Wolves via Getty Images

Wolverhampton Wanderers tóku á móti West Ham á sama tíma í kvöld og unnu 1-0 sigur þökk sé marki Jörgen Strand Larsen á 21. mínútu. Úlfarnir breikkuðu þar með bilið milli sín og fallsvæðisins í tólf stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira