Sagði Fernandes að hann færi hvergi Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2025 09:31 Ruben Amorim er búinn að gefa landa sínum Bruno Fernandes skýr skilaboð. Getty/Marc Atkins Ruben Amorim, stjóri Manchester United, segir ekki koma til greina að fyrirliðinn Bruno Fernandes fari frá félaginu í sumar. Hann ræddi einnig um þá Antony og Marcus Rashford sem verið hafa að gera það gott sem lánsmenn í burtu frá United. United mætir Nottingham Forest í kvöld þegar enska úrvalsdeildin hefst loks að nýju eftir landsleikja- og bikarhlé. Þar verður Fernandes væntanlega á ferðinni eins og vanalega enda missir þessi þrítugi miðjumaður varla úr leik með United. Hann var um helgina orðaður við Real Madrid sem sagt var íhuga að greiða 80-90 milljónir punda fyrir Portúgalann en samkvæmt Amorim er sala ekki inni í myndinni. „Nei, það mun ekki gerast. Hann er ekki að fara neitt vegna þess að ég er þegar búinn að segja honum það,“ sagði Amorim á blaðamannafundi í gær og brosti, við hlátur viðstaddra. "He's not going anywhere, because I already told him" 🤝Ruben Amorim on Bruno Fernandes leaving the club this summer 🔴 pic.twitter.com/pnnQ16G44t— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 1, 2025 Fernandes hefur skorað sextán mörk í öllum keppnum á þessu tímabili og er eini leikmaður United sem náð hefur tveggja stafa tölu í þeim efnum. Hann skoraði fimm mörk, þar á meðal þrennu gegn Real Sociedad, í síðustu vikunni fyrir landsleikjahléið. Látbragðið sýni hve mikið hann þrái árangur Aðeins Mohamed Salah (54) og Erling Haaland (33) eru með fleiri samanlögð mörk og stoðsendingar en Fernandes (31) í ensku úrvalsdeildinni í vetur. United er hins vegar aðeins í 13. sæti. „Við viljum vinna úrvalsdeildina eftur svo við viljum að bestu leikmennirnir séu áfram hjá okkur. Hann er þrítugur en hann er enn ungur því hann spilar 55 leiki á tímabili og hefur komið að minnst 30 mörkum. Við höfum stjórn á stöðunni en ég tel að hann sé mjög ánægður hérna því hann skilur hvað við ætlum okkur. Hann er líka stuðningsmaður Manchester United svo hann hefur tilfinningarnar. Stundum þegar hann sýnir vonbrigði sín, sem allir sjá og segja kannski að hæfi ekki fyrirliða, þá sést bara hvað hann vill þetta mikið. Svona leikmann viljum við hafa,“ sagði Amorim. Rashford toppleikmaður ef hann vill Hann var einnig spurður út í Marcus Rashford sem um helgina skoraði sín fyrstu mörk fyrir Aston Villa þegar liðið komst áfram í undanúrslit enska bikarsins. Rashford var einnig valinn í enska landsliðið á dögunum vegna frammistöðu sinnar með Villa eftir að hann kom að láni frá United í janúar. „Ég þekki Rashford mjög vel og allir þekkja hæfileikana sem hann hefur. Ég hef rætt um það áður. Hann er toppleikmaður, ef hann vill það. Ég er því ekki hissa. Það er gott fyrir okkur að sjá að honum gangi vel í lánsdvölinni,“ sagði Amorim. Hann vildi hins vegar lítið tjá sig um Antony sem er að gera það góða hluti með Real Betis að liðsfélagi hans, Isco, kallaði eftir hópfjármögnun svo að hann yrði áfram hjá spænska félaginu eftir að lánstíminn rennur út í sumar. „Að Antony snúi aftur? Ég er með áætlanir fyrir framtíðina en ég vil ekki ræða framtíðina núna. Ég vil bara einbeita mér að komandi leikjum,“ sagði Amorim. Enski boltinn Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Sjá meira
United mætir Nottingham Forest í kvöld þegar enska úrvalsdeildin hefst loks að nýju eftir landsleikja- og bikarhlé. Þar verður Fernandes væntanlega á ferðinni eins og vanalega enda missir þessi þrítugi miðjumaður varla úr leik með United. Hann var um helgina orðaður við Real Madrid sem sagt var íhuga að greiða 80-90 milljónir punda fyrir Portúgalann en samkvæmt Amorim er sala ekki inni í myndinni. „Nei, það mun ekki gerast. Hann er ekki að fara neitt vegna þess að ég er þegar búinn að segja honum það,“ sagði Amorim á blaðamannafundi í gær og brosti, við hlátur viðstaddra. "He's not going anywhere, because I already told him" 🤝Ruben Amorim on Bruno Fernandes leaving the club this summer 🔴 pic.twitter.com/pnnQ16G44t— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 1, 2025 Fernandes hefur skorað sextán mörk í öllum keppnum á þessu tímabili og er eini leikmaður United sem náð hefur tveggja stafa tölu í þeim efnum. Hann skoraði fimm mörk, þar á meðal þrennu gegn Real Sociedad, í síðustu vikunni fyrir landsleikjahléið. Látbragðið sýni hve mikið hann þrái árangur Aðeins Mohamed Salah (54) og Erling Haaland (33) eru með fleiri samanlögð mörk og stoðsendingar en Fernandes (31) í ensku úrvalsdeildinni í vetur. United er hins vegar aðeins í 13. sæti. „Við viljum vinna úrvalsdeildina eftur svo við viljum að bestu leikmennirnir séu áfram hjá okkur. Hann er þrítugur en hann er enn ungur því hann spilar 55 leiki á tímabili og hefur komið að minnst 30 mörkum. Við höfum stjórn á stöðunni en ég tel að hann sé mjög ánægður hérna því hann skilur hvað við ætlum okkur. Hann er líka stuðningsmaður Manchester United svo hann hefur tilfinningarnar. Stundum þegar hann sýnir vonbrigði sín, sem allir sjá og segja kannski að hæfi ekki fyrirliða, þá sést bara hvað hann vill þetta mikið. Svona leikmann viljum við hafa,“ sagði Amorim. Rashford toppleikmaður ef hann vill Hann var einnig spurður út í Marcus Rashford sem um helgina skoraði sín fyrstu mörk fyrir Aston Villa þegar liðið komst áfram í undanúrslit enska bikarsins. Rashford var einnig valinn í enska landsliðið á dögunum vegna frammistöðu sinnar með Villa eftir að hann kom að láni frá United í janúar. „Ég þekki Rashford mjög vel og allir þekkja hæfileikana sem hann hefur. Ég hef rætt um það áður. Hann er toppleikmaður, ef hann vill það. Ég er því ekki hissa. Það er gott fyrir okkur að sjá að honum gangi vel í lánsdvölinni,“ sagði Amorim. Hann vildi hins vegar lítið tjá sig um Antony sem er að gera það góða hluti með Real Betis að liðsfélagi hans, Isco, kallaði eftir hópfjármögnun svo að hann yrði áfram hjá spænska félaginu eftir að lánstíminn rennur út í sumar. „Að Antony snúi aftur? Ég er með áætlanir fyrir framtíðina en ég vil ekki ræða framtíðina núna. Ég vil bara einbeita mér að komandi leikjum,“ sagði Amorim.
Enski boltinn Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Sjá meira