„Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. apríl 2025 11:01 Jökull Elísabetarson tók við Stjörnunni eftir sex umferðir 2023. vísir/anton Albert Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, segir ógjörning að ráða í Stjörnuliðið, bæði fyrir hvert tímabil og eins milli leikja. Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, sé óútreiknanlegur. Stjörnunni er spáð 5. sæti Bestu deildar karla í spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2. Á síðasta tímabili enduðu Garðbæingar í 4. sæti og í því þriðja tímabilið þar á undan. „Fyrir hvert einasta tímabil veit maður eiginlega ekkert hverju maður á von á frá Stjörnunni. Það er erfitt að rýna í þá, bara milli leikja. Hvernig Jökull stillir upp og hvað markmið liðsins er fyrir hvert tímabil,“ sagði Albert. „Ef maður horfir á Stjörnuna missa þeir alltaf stóra pósta fyrir hvert tímabil; hvort sem það er Ísak [Andri Sigurgeirsson], Eggert (Aron Guðmundsson) en núna er aðalhöggið að Óli Valur [Ómarsson] hafi endað hjá Breiðabliki. Róbert Frosti [Þorkelsson] er líka farinn út. Það er mjög áhugavert tímabil hjá Stjörnunni og ég held að þeir geri sér vonir um aðeins betri árangur en í fyrra og komist í Evrópukeppni.“ Klippa: 5. sæti Stjarnan Jökull gerir jafnan miklar breytingar á liði Stjörnunnar milli leikja. „Það er oft talað um þjálfarar vilji finna sitt sterkasta byrjunarlið. Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari. Hann horfir bara á þetta leik eftir leik og fari eftir andstæðingum,“ sagði Albert. „Ef maður horfir á hópinn hjá Stjörnunni; það var sterkt að fá [Benedikt] Warén inn og fá annan mann til að „rótera“ aðeins við Emil. Mér líst ekkert sérstaklega vel á að þeir spili saman frammi; Andri Rúnar [Bjarnason] og Emil. En svo horfir á öftustu línu. Það er að mínu mati veikleiki liðsins. Þorri [Mar Þórisson] kemur heim úr atvinnumennsku. Það eru stórir póstar farnir; Danni [Laxdal], Hilmar Árni [Halldórsson] og Tóti [Þórarinn Ingi Valdimarsson] hættir. Maður horfir á öftustu línu; Sindri [Þór Ingimarsson], Gummi [Kristjánsson] og Sigurður [Gunnar Jónsson]. Mér fannst vanta aðeins meiri breidd þar. Ég hef aðaláhyggjur af þeim í öftustu línu.“ Stjarnan mætir FH á Samsung-vellinum í Garðabæ í fyrsta leik sínum í Bestu deildinni á mánudaginn. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Stjörnunni er spáð 5. sæti Bestu deildar karla í spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2. Á síðasta tímabili enduðu Garðbæingar í 4. sæti og í því þriðja tímabilið þar á undan. „Fyrir hvert einasta tímabil veit maður eiginlega ekkert hverju maður á von á frá Stjörnunni. Það er erfitt að rýna í þá, bara milli leikja. Hvernig Jökull stillir upp og hvað markmið liðsins er fyrir hvert tímabil,“ sagði Albert. „Ef maður horfir á Stjörnuna missa þeir alltaf stóra pósta fyrir hvert tímabil; hvort sem það er Ísak [Andri Sigurgeirsson], Eggert (Aron Guðmundsson) en núna er aðalhöggið að Óli Valur [Ómarsson] hafi endað hjá Breiðabliki. Róbert Frosti [Þorkelsson] er líka farinn út. Það er mjög áhugavert tímabil hjá Stjörnunni og ég held að þeir geri sér vonir um aðeins betri árangur en í fyrra og komist í Evrópukeppni.“ Klippa: 5. sæti Stjarnan Jökull gerir jafnan miklar breytingar á liði Stjörnunnar milli leikja. „Það er oft talað um þjálfarar vilji finna sitt sterkasta byrjunarlið. Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari. Hann horfir bara á þetta leik eftir leik og fari eftir andstæðingum,“ sagði Albert. „Ef maður horfir á hópinn hjá Stjörnunni; það var sterkt að fá [Benedikt] Warén inn og fá annan mann til að „rótera“ aðeins við Emil. Mér líst ekkert sérstaklega vel á að þeir spili saman frammi; Andri Rúnar [Bjarnason] og Emil. En svo horfir á öftustu línu. Það er að mínu mati veikleiki liðsins. Þorri [Mar Þórisson] kemur heim úr atvinnumennsku. Það eru stórir póstar farnir; Danni [Laxdal], Hilmar Árni [Halldórsson] og Tóti [Þórarinn Ingi Valdimarsson] hættir. Maður horfir á öftustu línu; Sindri [Þór Ingimarsson], Gummi [Kristjánsson] og Sigurður [Gunnar Jónsson]. Mér fannst vanta aðeins meiri breidd þar. Ég hef aðaláhyggjur af þeim í öftustu línu.“ Stjarnan mætir FH á Samsung-vellinum í Garðabæ í fyrsta leik sínum í Bestu deildinni á mánudaginn.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira