Sport

Dag­skráin í dag: Úr­slita­keppnin rúllar á­fram

Siggeir Ævarsson skrifar
Brittany Dinkins og stöllur hennar í Njarðvík verða í eldlínunni í kvöld
Brittany Dinkins og stöllur hennar í Njarðvík verða í eldlínunni í kvöld Vísir/Anton Brink

Þó það sé 1. apríl í dag þá er sko ekkert gabb í gangi á rásum Stöðvar 2 Sport, bara blússandi bolti í allan dag. Það þarf enginn að hlaupa apríl, bara beint í sófann.

Stöð 2 Sport

Fyrsti leikurinn í viðureign Njarðvíkur og Stjörnunnar í 8-liða úrslitum Bónus-deildar kvenna er á dagskrá klukkan 19:20

Klukkan 21:00 verða fyrstu leikirnir í úrslitakeppninni svo gerðir upp í Bónus Körfuboltakvöldi kvenna og klukkan 21:55 er það Bónus deildin - Extra karlamegin sem tekur við.

Stöð 2 Sport 2

Leikur Salzburg og Olympiacos í UEFA Youth League er á dagskrá klukkan 13:55

Stöð 2 Sport 3

Í sömu keppni, UEFA Youth League, mætast svo Trabzonspor og Inter klukkan 14:55

Stöð 2 Sport 5

Þór frá Akureyri tekur á móti Val í 8-liða úrslitum Bónus-deildar kvenna og hefst útsending klukkan 18:20.

Vodafone Sport

Á Vodafone Sport rásinni eru tveir leikir á dagskrá. Klukkan 18:55 er það leikur Bristol og Birmingham í EFL League One (enska C-deildin) og síðasti leikur kvöldsins er viðureign Reds og Rangers í MLB deildinni í hafnabolta og hefst útsending frá honum klukkan 22:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×