Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Samúel Karl Ólason skrifar 31. mars 2025 22:03 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Mark Sciefelbein Tæpur helmingur Bandarískra kjósenda telja Donald Trump, forseta, vera á réttri leið þegar kemur að málefnum innflytjenda. Færri eru þó á þeim buxunum þegar kemur að meðhöndlun forsetans á hagkerfi Bandaríkjanna og milliríkjaviðskiptum. Trump er af mörgum talinn hafa tryggt sér forsetaembættið á grunni efnahagsstjórnunar en meint slæm staða bandaríska efnahagslífsins var lengi baggi á Joe Biden og í kjölfarið Kamölu Harris. Þegar verst var sögðu einungis þrír af hverjum tíu að Biden stæði sig vel á því sviði. Nú segja fjórir af tíu kjósendum að Trump standi sig vel í efnahagsmálum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar sem AP fréttaveitan og NORC gerðu. Heilt yfir er rétt rúmur meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum þeirrar skoðunar að Trump standi sig ekki vel í starfi. Um fjórir af tíu segja hann standa sig vel. Þá segir í grein AP um könnunina að þeir sem sjá Trump í neikvæðu ljósi hafi sterkari skoðanir en þeir sem sjá hann í jákvæðu ljósi. Fjórir af tíu segja til að mynda að hann standi sig mjög illa í starfi en einungis tveir af tíu segja hann standa sig mjög vel. Repúblikanar og Demókratar sammála Best virðist Trump standa sig, í augum kjósenda, þegar kemur að málefnum innflytjenda. Þar segja 49 prósent að hann standi sig vel en fimmtíu segja hann standa sig illa. Fleiri segja hann standa sig vel þar en segja hann standa sig vel heilt yfir og nær það bæði yfir kjósendur sem styðja Repúblikanaflokkinn og þá sem styðja Demókrataflokkinn. Níu af tíu stuðningsmönnum Repúblikanaflokksins segja Trump standa sig vel þegar kemur að málefnum innflytjenda en sjö af tíu segja hann standa sig vel þegar kemur að milliríkjaviðskiptum, tollum og slíku. Þegar kemur að tollum hefur Trump gengið hart fram en í senn verið mjög óútreiknanlegur. Framganga hans í garð Mexíkó, Kanada og annarra ríkja sem hann hefur annað hvort beitt tollum eða sagst ætla að beita tollum hefur valdið taugatitringi víða um heim og þá sérstaklega á mörkuðum. Trump fékk ítrekað góðar einkunnir hjá kjósendum fyrir efnahagsstjórn hans á fyrra kjörtímabili hans. Fleiri kjósendur voru ítrekað sáttir við störf hans á því sviði en voru sáttir við hann á öðrum sviðum. Kannanir sem framkvæmdar voru fyrir og eftir forsetakosningarnar í fyrra benda til þess að hagvöxtur og verðlag spilaði stóra rullu í því að kjósendur ákváðu að kjósa hann aftur í embætti. Kjósendur sem sögðu stöðu hagkerfisins mikilvægasta málefni Bandaríkjanna veittu honum atkvæði í mun meira mæli en aðrir kjósendur. Veðja á að verðið skipti ekki öllu máli Fari verðlag hækkandi í Bandaríkjunum á næstu mánuðum, eftir að hafa hækkað töluvert á undanförnum árum, samhliða umfangsmiklum tollum og mögulegs viðskiptastríðs Trumps við heiminn allan, gæti það haft mikil áhrif á almenning í Bandaríkjunum. Sérfræðingar búast fastlega við því að verðlag muni hækka beiti Trump umfangsmiklum tollum á ríki heims. Ráðgjafar og bandamenn Trumps hafa á undanförnum vikum ítrekað sagt að svo geti vel farið. Trump-liðar virðast ætla að veðja á það að kjósendur muni þó sætta sig við það til að bæta innlenda framleiðslu, eins og fram kemur í grein New York Times. Scott Bessent, fjármálaráðherra, ítrekaði þetta fyrr í mars þegar hann sagði að aðgengi að ódýrum vörum væri ekki kjarni ameríska draumsins. Þess í stað væri ameríski draumurinn það að hafa góð störf og nægjanlega há laun til að hafa efni á heimili. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær opinn fyrir því að sitja þriðja kjörtímabilið í embætti, þó stjórnarskrá Bandaríkjanna meini slíkt. Forsetinn ítrekaði í símaviðtali að honum væri alvara og sagði hægt að finna leiðir til að komast hjá ákvæði stjórnarskrárinnar. 31. mars 2025 14:42 Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið. 27. mars 2025 23:00 Tollar Trump á stál og ál taka gildi Tuttugu og fimm prósenta tollur Donald Trump Bandaríkjaforseta á allt innflutt stál og ál tók gildi á miðnætti. Breytingin er talin munu hafa verulega áhrif á innlenda framleiðendur bifreiða, áldósa, sólarrafhlaða og fleiri. 12. mars 2025 06:50 Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur frestað tollum á vörur frá Kanada og Mexíkó en einungis tveir dagar eru síðan þeir tóku gildi. Nágrannaríkin svöruðu fyrir sig með sínum eigin tollgjöldum. 6. mars 2025 20:50 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Trump er af mörgum talinn hafa tryggt sér forsetaembættið á grunni efnahagsstjórnunar en meint slæm staða bandaríska efnahagslífsins var lengi baggi á Joe Biden og í kjölfarið Kamölu Harris. Þegar verst var sögðu einungis þrír af hverjum tíu að Biden stæði sig vel á því sviði. Nú segja fjórir af tíu kjósendum að Trump standi sig vel í efnahagsmálum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar sem AP fréttaveitan og NORC gerðu. Heilt yfir er rétt rúmur meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum þeirrar skoðunar að Trump standi sig ekki vel í starfi. Um fjórir af tíu segja hann standa sig vel. Þá segir í grein AP um könnunina að þeir sem sjá Trump í neikvæðu ljósi hafi sterkari skoðanir en þeir sem sjá hann í jákvæðu ljósi. Fjórir af tíu segja til að mynda að hann standi sig mjög illa í starfi en einungis tveir af tíu segja hann standa sig mjög vel. Repúblikanar og Demókratar sammála Best virðist Trump standa sig, í augum kjósenda, þegar kemur að málefnum innflytjenda. Þar segja 49 prósent að hann standi sig vel en fimmtíu segja hann standa sig illa. Fleiri segja hann standa sig vel þar en segja hann standa sig vel heilt yfir og nær það bæði yfir kjósendur sem styðja Repúblikanaflokkinn og þá sem styðja Demókrataflokkinn. Níu af tíu stuðningsmönnum Repúblikanaflokksins segja Trump standa sig vel þegar kemur að málefnum innflytjenda en sjö af tíu segja hann standa sig vel þegar kemur að milliríkjaviðskiptum, tollum og slíku. Þegar kemur að tollum hefur Trump gengið hart fram en í senn verið mjög óútreiknanlegur. Framganga hans í garð Mexíkó, Kanada og annarra ríkja sem hann hefur annað hvort beitt tollum eða sagst ætla að beita tollum hefur valdið taugatitringi víða um heim og þá sérstaklega á mörkuðum. Trump fékk ítrekað góðar einkunnir hjá kjósendum fyrir efnahagsstjórn hans á fyrra kjörtímabili hans. Fleiri kjósendur voru ítrekað sáttir við störf hans á því sviði en voru sáttir við hann á öðrum sviðum. Kannanir sem framkvæmdar voru fyrir og eftir forsetakosningarnar í fyrra benda til þess að hagvöxtur og verðlag spilaði stóra rullu í því að kjósendur ákváðu að kjósa hann aftur í embætti. Kjósendur sem sögðu stöðu hagkerfisins mikilvægasta málefni Bandaríkjanna veittu honum atkvæði í mun meira mæli en aðrir kjósendur. Veðja á að verðið skipti ekki öllu máli Fari verðlag hækkandi í Bandaríkjunum á næstu mánuðum, eftir að hafa hækkað töluvert á undanförnum árum, samhliða umfangsmiklum tollum og mögulegs viðskiptastríðs Trumps við heiminn allan, gæti það haft mikil áhrif á almenning í Bandaríkjunum. Sérfræðingar búast fastlega við því að verðlag muni hækka beiti Trump umfangsmiklum tollum á ríki heims. Ráðgjafar og bandamenn Trumps hafa á undanförnum vikum ítrekað sagt að svo geti vel farið. Trump-liðar virðast ætla að veðja á það að kjósendur muni þó sætta sig við það til að bæta innlenda framleiðslu, eins og fram kemur í grein New York Times. Scott Bessent, fjármálaráðherra, ítrekaði þetta fyrr í mars þegar hann sagði að aðgengi að ódýrum vörum væri ekki kjarni ameríska draumsins. Þess í stað væri ameríski draumurinn það að hafa góð störf og nægjanlega há laun til að hafa efni á heimili.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær opinn fyrir því að sitja þriðja kjörtímabilið í embætti, þó stjórnarskrá Bandaríkjanna meini slíkt. Forsetinn ítrekaði í símaviðtali að honum væri alvara og sagði hægt að finna leiðir til að komast hjá ákvæði stjórnarskrárinnar. 31. mars 2025 14:42 Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið. 27. mars 2025 23:00 Tollar Trump á stál og ál taka gildi Tuttugu og fimm prósenta tollur Donald Trump Bandaríkjaforseta á allt innflutt stál og ál tók gildi á miðnætti. Breytingin er talin munu hafa verulega áhrif á innlenda framleiðendur bifreiða, áldósa, sólarrafhlaða og fleiri. 12. mars 2025 06:50 Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur frestað tollum á vörur frá Kanada og Mexíkó en einungis tveir dagar eru síðan þeir tóku gildi. Nágrannaríkin svöruðu fyrir sig með sínum eigin tollgjöldum. 6. mars 2025 20:50 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
„Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær opinn fyrir því að sitja þriðja kjörtímabilið í embætti, þó stjórnarskrá Bandaríkjanna meini slíkt. Forsetinn ítrekaði í símaviðtali að honum væri alvara og sagði hægt að finna leiðir til að komast hjá ákvæði stjórnarskrárinnar. 31. mars 2025 14:42
Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið. 27. mars 2025 23:00
Tollar Trump á stál og ál taka gildi Tuttugu og fimm prósenta tollur Donald Trump Bandaríkjaforseta á allt innflutt stál og ál tók gildi á miðnætti. Breytingin er talin munu hafa verulega áhrif á innlenda framleiðendur bifreiða, áldósa, sólarrafhlaða og fleiri. 12. mars 2025 06:50
Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur frestað tollum á vörur frá Kanada og Mexíkó en einungis tveir dagar eru síðan þeir tóku gildi. Nágrannaríkin svöruðu fyrir sig með sínum eigin tollgjöldum. 6. mars 2025 20:50