Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Árni Sæberg skrifar 31. mars 2025 15:01 Viðreisn í borginni vill ekki sjá einkaþotur sem þessa á Reykjavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Viðreisn í Reykjavík mun á morgun leggja fram tillögu um að breytingar verði gerðar á Reykjavíkurflugvelli, sem snúa að umferð einkaþota og þyrluflugi. Í færslu á Facebook, undir yfirskriftinni Viðreisn dvelur ekki í draumapólitík, segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borginni, að einnig verði lagt til að viðræður verði hafnar á ný um að staðið verði við ákvæði samnings síðan 23. október 2013 undirrituðum af þáverandi borgarstjóra og innanríkisráðherra, þar sem segi meðal annars að innanríkisráðuneytið og Isavia hafi forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar. Markmiðið með tillögunni sé að skapa sátt um áætlunar- , sjúkraflug og landhelgisgæslu næstu tuttugu árin á Reykjavíkurflugvelli og tryggja þá umgjörð sem þarf, en um leið að draga úr mengun, slysahættu og ónæði fyrir íbúa í nágrenni flugvallarins. Ljóst að völlurinn fari ekkert næstu tuttugu árin Það sé stefna Viðreisnar að innanlandsflugi verði í framtíðinni fundin annar staður. „Það er hinsvegar ljóst að það verður ekki gert á næstunni miðað við jarðhræringar á Suðurnesjum. Ekki verður byggður flugvöllur í Hvassahrauni í bráð og ekki hefur verið fundið nýtt svæði fyrir innanlandsflug.“ Þórdís Lóa mun leggja tillöguna fram á borgarstjórnarfundi á morgun. Þessi mynd er síðan í fyrra, þegar hún var forseti borgarstjórnar en hún er nú í minnihlutanum.Vísir/Anton Brink Draga verði þá ályktun að sjúkra- og áætlunarflug muni verða á Reykjavíkurflugvelli næstu tuttugu árin og mikilvægt að tryggja því þá umgjörð sem þarf. „Við verðum að vera raunhæf og dvelja ekki í einhverri draumapólitík.“ Einkaþoturnar geti verið á Suðurlandi Með því að færa einkaþotur, þyrluflug ásamt einka og kennsluflugi megi draga úr mengun, slysahættu og ónæði fyrir íbúa í nágrenni eins og hægt er og tryggja þannig meiri sátt um komandi ár. Ljóst sé að mikil óánægja er meðal íbúa í nærumhverfinu með að einkaþotur lendi og hafi aðsetur á Reykjavíkurflugvelli ásamt því að mikið ónæði sé af almennu þyrluflugi og einka- og kennsluflugi. Viðreisn leggi áherslu á að tryggja umgjörð og sátt fyrir áætlunar-, sjúkraflug og landhelgisgæslu en auðvelt ætti að vera að finna öðru flugi nýjan stað. Dæmi um það gæti verið Keflavíkurflugvöllur, gamli Keflavíkurvöllur eða á Suðurlandi. Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Samgöngur Tengdar fréttir Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Björn Sigurður Jónsson sauðfjárbóndi hefur þrisvar sinnum á síðustu sjö árum þurft að fara í sjúkraflug og segir það alveg á hreinu að hann væri ekki lengur á lífi væri Reykjavíkurflugvöllur lengra frá spítalanum. Björn liggur inni á Landspítalanum eins og stendur vegna veikinda eftir að hafa verið flogið í skyndi til Svíþjóðar í bráðaaðgerð fyrr á árinu. Björn skrifaði færslu á Facebook-síðu sína í gær um málið sem hefur vakið mikla athygli. 12. febrúar 2025 22:56 Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48 Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar. 4. febrúar 2025 21:21 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Sjá meira
Í færslu á Facebook, undir yfirskriftinni Viðreisn dvelur ekki í draumapólitík, segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borginni, að einnig verði lagt til að viðræður verði hafnar á ný um að staðið verði við ákvæði samnings síðan 23. október 2013 undirrituðum af þáverandi borgarstjóra og innanríkisráðherra, þar sem segi meðal annars að innanríkisráðuneytið og Isavia hafi forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar. Markmiðið með tillögunni sé að skapa sátt um áætlunar- , sjúkraflug og landhelgisgæslu næstu tuttugu árin á Reykjavíkurflugvelli og tryggja þá umgjörð sem þarf, en um leið að draga úr mengun, slysahættu og ónæði fyrir íbúa í nágrenni flugvallarins. Ljóst að völlurinn fari ekkert næstu tuttugu árin Það sé stefna Viðreisnar að innanlandsflugi verði í framtíðinni fundin annar staður. „Það er hinsvegar ljóst að það verður ekki gert á næstunni miðað við jarðhræringar á Suðurnesjum. Ekki verður byggður flugvöllur í Hvassahrauni í bráð og ekki hefur verið fundið nýtt svæði fyrir innanlandsflug.“ Þórdís Lóa mun leggja tillöguna fram á borgarstjórnarfundi á morgun. Þessi mynd er síðan í fyrra, þegar hún var forseti borgarstjórnar en hún er nú í minnihlutanum.Vísir/Anton Brink Draga verði þá ályktun að sjúkra- og áætlunarflug muni verða á Reykjavíkurflugvelli næstu tuttugu árin og mikilvægt að tryggja því þá umgjörð sem þarf. „Við verðum að vera raunhæf og dvelja ekki í einhverri draumapólitík.“ Einkaþoturnar geti verið á Suðurlandi Með því að færa einkaþotur, þyrluflug ásamt einka og kennsluflugi megi draga úr mengun, slysahættu og ónæði fyrir íbúa í nágrenni eins og hægt er og tryggja þannig meiri sátt um komandi ár. Ljóst sé að mikil óánægja er meðal íbúa í nærumhverfinu með að einkaþotur lendi og hafi aðsetur á Reykjavíkurflugvelli ásamt því að mikið ónæði sé af almennu þyrluflugi og einka- og kennsluflugi. Viðreisn leggi áherslu á að tryggja umgjörð og sátt fyrir áætlunar-, sjúkraflug og landhelgisgæslu en auðvelt ætti að vera að finna öðru flugi nýjan stað. Dæmi um það gæti verið Keflavíkurflugvöllur, gamli Keflavíkurvöllur eða á Suðurlandi.
Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Samgöngur Tengdar fréttir Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Björn Sigurður Jónsson sauðfjárbóndi hefur þrisvar sinnum á síðustu sjö árum þurft að fara í sjúkraflug og segir það alveg á hreinu að hann væri ekki lengur á lífi væri Reykjavíkurflugvöllur lengra frá spítalanum. Björn liggur inni á Landspítalanum eins og stendur vegna veikinda eftir að hafa verið flogið í skyndi til Svíþjóðar í bráðaaðgerð fyrr á árinu. Björn skrifaði færslu á Facebook-síðu sína í gær um málið sem hefur vakið mikla athygli. 12. febrúar 2025 22:56 Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48 Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar. 4. febrúar 2025 21:21 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Sjá meira
Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Björn Sigurður Jónsson sauðfjárbóndi hefur þrisvar sinnum á síðustu sjö árum þurft að fara í sjúkraflug og segir það alveg á hreinu að hann væri ekki lengur á lífi væri Reykjavíkurflugvöllur lengra frá spítalanum. Björn liggur inni á Landspítalanum eins og stendur vegna veikinda eftir að hafa verið flogið í skyndi til Svíþjóðar í bráðaaðgerð fyrr á árinu. Björn skrifaði færslu á Facebook-síðu sína í gær um málið sem hefur vakið mikla athygli. 12. febrúar 2025 22:56
Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48
Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar. 4. febrúar 2025 21:21