Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2025 09:06 Marine Le Pen í dómshúsinu í París í morgun. Vísir/EPA Franskur dómstóll sakfelldi Marine Le Pen, leiðtoga harðlínuhægriflokksins Þjóðfylkingarinnar, fyrir fjársvik í morgun. Henni er jafnframt bannað að bjóða sig fram til opinbers embættis í fimm ár. Le Pen og 24 aðrir stjórnendur Þjóðfylkingarinnar voru ákærðir fyrir misferli með fjármuni frá Evrópusambandinu. Féð átti að standa undir kostnaði við aðstoðarmenn þingflokks Þjóðfylkingarinnar á Evrópuþinginu en var í staðinn notað til þess að greiða almennum starfsmönnum flokksins á árunum 2004 til 2016. Með dómnum er Le Pen bannað að bjóða sig fram til opinbers embættis í fimm ár. Það þýðir að hún getur ekki boðið sig fram til forseta árið 2027. Le Pen hefur sagt að það yrði pólitískur dauðadómur yfir henni ef henni yrði bannað að bjóða sig fram. Stjórnlagadómstóll Frakklands úrskurðaði á föstudag að bannið tæki gildi strax, jafnvel þótt Le Pen áfrýjaði dómnum. Þá var Le Pen dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir fjárdráttinn en tvö ár eru skilorðsbundin samkvæmt franska blaðið Le Parisien. Breska ríkisútvarpið segir engu að síður óljóst hvort Le Pen þurfi að sitja inni eða hvort hún þurfi að sæta einhvers konar takmörkunum á frelsi sínu eins og að sæta rafrænu eftirliti. Le Pen neitaði því að hún hefði gert nokkuð rangt fyrir dómi. Fullkomlega eðlilegt hafi verið að láta aðstoðarmenn á Evrópuþinginu sem fengu greitt frá Evrópusambandinu vinna önnur störf fyrir flokkinn. Dómstóllinn var ekki á sama máli. Í ljós hefð komið að fólk sem fékk greitt með fjármunum ESB hefði unnið fyrir flokkinn og ekki fengið nein verkefni frá Evrópuþingmönnum hans. Ekki hefði verið um mistök að ræða heldur kerfisbundinn fjárdrátt til þess að draga úr kostnaði við rekstur flokksins. Franskt lýðræði „tekið af lífi“ Le Pen stormaði úr dómsal áður en uppkvaðningunni lauk. Hún hélt í höfuðstöðvar flokksins þar sem hún er sögð ætla að hitta Jordan Bardella, forseta flokksins. Bardella er talinn líklegur til þess að verða forsetaframbjóðandi Þjóðfylkingarinnar geti Le Pen ekki boðið sig fram. Bardella lýsti yfir dauða lýðræðsins í Frakklandi þegar hann mætti til fundarins. „Í dag er það ekki aðeins Marine Le Pen sem er ranglega sakfelld heldur er það franskt lýðræði sem hefur verið tekið af lífi,“ sagði hann við fréttamenn. Stuðningur frá Kreml og Orbán Pólitískir bandamenn Le Pen lýstu yfir stuðningi við hana og gagnrýndu dóminn eftir að hann féll. Dmitrí Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, sakaði Evrópuríki um að „traðka á lýðræðislegum leikreglum“ en ríkisstjórn hans hefur í gegnum tíðina útilokað mögulega keppinauta Vladímírs Pútín forseta frá því að bjóða sig fram gegn honum. Þá vísaði Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, til slagorðs sem varð vinsælt eftir að íslamskir öfgamenn frömdu hryðjuverk á ritstjórnarskrifstofum fransks skopblaðs árið 2015, þegar hann lýsti yfir stuðningi við Le Pen á samfélagsmiðli. „Je suis Marine!“ skrifaði Orbán, „Ég er Marine!“ Fréttin hefur verið uppfærð. Frakkland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Le Pen og 24 aðrir stjórnendur Þjóðfylkingarinnar voru ákærðir fyrir misferli með fjármuni frá Evrópusambandinu. Féð átti að standa undir kostnaði við aðstoðarmenn þingflokks Þjóðfylkingarinnar á Evrópuþinginu en var í staðinn notað til þess að greiða almennum starfsmönnum flokksins á árunum 2004 til 2016. Með dómnum er Le Pen bannað að bjóða sig fram til opinbers embættis í fimm ár. Það þýðir að hún getur ekki boðið sig fram til forseta árið 2027. Le Pen hefur sagt að það yrði pólitískur dauðadómur yfir henni ef henni yrði bannað að bjóða sig fram. Stjórnlagadómstóll Frakklands úrskurðaði á föstudag að bannið tæki gildi strax, jafnvel þótt Le Pen áfrýjaði dómnum. Þá var Le Pen dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir fjárdráttinn en tvö ár eru skilorðsbundin samkvæmt franska blaðið Le Parisien. Breska ríkisútvarpið segir engu að síður óljóst hvort Le Pen þurfi að sitja inni eða hvort hún þurfi að sæta einhvers konar takmörkunum á frelsi sínu eins og að sæta rafrænu eftirliti. Le Pen neitaði því að hún hefði gert nokkuð rangt fyrir dómi. Fullkomlega eðlilegt hafi verið að láta aðstoðarmenn á Evrópuþinginu sem fengu greitt frá Evrópusambandinu vinna önnur störf fyrir flokkinn. Dómstóllinn var ekki á sama máli. Í ljós hefð komið að fólk sem fékk greitt með fjármunum ESB hefði unnið fyrir flokkinn og ekki fengið nein verkefni frá Evrópuþingmönnum hans. Ekki hefði verið um mistök að ræða heldur kerfisbundinn fjárdrátt til þess að draga úr kostnaði við rekstur flokksins. Franskt lýðræði „tekið af lífi“ Le Pen stormaði úr dómsal áður en uppkvaðningunni lauk. Hún hélt í höfuðstöðvar flokksins þar sem hún er sögð ætla að hitta Jordan Bardella, forseta flokksins. Bardella er talinn líklegur til þess að verða forsetaframbjóðandi Þjóðfylkingarinnar geti Le Pen ekki boðið sig fram. Bardella lýsti yfir dauða lýðræðsins í Frakklandi þegar hann mætti til fundarins. „Í dag er það ekki aðeins Marine Le Pen sem er ranglega sakfelld heldur er það franskt lýðræði sem hefur verið tekið af lífi,“ sagði hann við fréttamenn. Stuðningur frá Kreml og Orbán Pólitískir bandamenn Le Pen lýstu yfir stuðningi við hana og gagnrýndu dóminn eftir að hann féll. Dmitrí Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, sakaði Evrópuríki um að „traðka á lýðræðislegum leikreglum“ en ríkisstjórn hans hefur í gegnum tíðina útilokað mögulega keppinauta Vladímírs Pútín forseta frá því að bjóða sig fram gegn honum. Þá vísaði Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, til slagorðs sem varð vinsælt eftir að íslamskir öfgamenn frömdu hryðjuverk á ritstjórnarskrifstofum fransks skopblaðs árið 2015, þegar hann lýsti yfir stuðningi við Le Pen á samfélagsmiðli. „Je suis Marine!“ skrifaði Orbán, „Ég er Marine!“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Frakkland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira