Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. mars 2025 16:22 Salalaug í Versölum í Kópavogi. Sundlaugagestir í Salalaug í Kópavogi voru sendir inn vegna eldingar sem laust niður við sundlaugina. Allir gestirnir eru því í innilauginni og fólk sem var á leið ofan í fékk miða sína endurgreidda. „Það komu þrumur og eldingar bara núna rétt í þessu,“ sagði Ragnheiður Ólafsdóttir, vakstjóri í Salalaug, þegar fréttastofa hafði samband um korter yfir fjögur. „Um leið og við sáum þetta skipuðum við fólki að fara inn í innlaugina öryggisins vegna,“ sagði hún. „Það var fólk sem var að kaupa sig inn, við endurgreiddum þeim bara og hinir eru bara allir í innilauginni.“ Laust eldingunni þá niður svona nálægt lauginni? „Ég var stödd í afgreiðslunni þegar þetta var og við sáum eldinguna. Við viljum hafa okkar viðskiptavini örugga,“ sagði Ragnheiður. Gestir Salalaugar munu því þurfa að bíða eftir því að veðrið róist þar til hægt er að senda fólk aftur út. Þrumur og eldingar víðar um höfuðborgarsvæðið Fréttastofu hafa einnig borist ábendingar um þrumuveður víðar um höfuðborgarsvæðið. Miklar þrumur og eldingar hafa verið í gamla Vesturbænum niðri við höfn. Þá hafa íbúar Kópavogs einnig orðið varir við veðrið og barst ábending frá íbúa í Hafnarfirðinum sem sagði hús sitt hafa nötrað vegna þrumanna. Fréttastofu barst jafnframt þetta myndband úr Garðabænum þar sem íbúar fundu vel fyrir þrumum. Gular veðurviðvaranir eru í gildi á suðvestur- og vesturhorni landsins upp úr 16 í dag og fram eftir kvöldi. Veðurstofan birti spá sína fyrir síðdegið um hálf fjögur í dag. Þar var spáð austan og suðaustan þrettán til tuttugu metrum á sekúndu með snjókomu eða slyddu, en síðar rigningu. Þar af væri hvassast syðst á landinu og hiti á bilinu núll til sjö gráður. Áttu myndir eða myndbönd af þrumuveðrinu? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Á Facebook-síðu sundlauga í Reykjavík kemur fram að búast má við því að útisvæði í sundlaugum loki tímabundið ef nálægð sé við eldingar. Fréttin hefur verið uppfærð. Sundlaugar og baðlón Veður Kópavogur Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Sjá meira
„Það komu þrumur og eldingar bara núna rétt í þessu,“ sagði Ragnheiður Ólafsdóttir, vakstjóri í Salalaug, þegar fréttastofa hafði samband um korter yfir fjögur. „Um leið og við sáum þetta skipuðum við fólki að fara inn í innlaugina öryggisins vegna,“ sagði hún. „Það var fólk sem var að kaupa sig inn, við endurgreiddum þeim bara og hinir eru bara allir í innilauginni.“ Laust eldingunni þá niður svona nálægt lauginni? „Ég var stödd í afgreiðslunni þegar þetta var og við sáum eldinguna. Við viljum hafa okkar viðskiptavini örugga,“ sagði Ragnheiður. Gestir Salalaugar munu því þurfa að bíða eftir því að veðrið róist þar til hægt er að senda fólk aftur út. Þrumur og eldingar víðar um höfuðborgarsvæðið Fréttastofu hafa einnig borist ábendingar um þrumuveður víðar um höfuðborgarsvæðið. Miklar þrumur og eldingar hafa verið í gamla Vesturbænum niðri við höfn. Þá hafa íbúar Kópavogs einnig orðið varir við veðrið og barst ábending frá íbúa í Hafnarfirðinum sem sagði hús sitt hafa nötrað vegna þrumanna. Fréttastofu barst jafnframt þetta myndband úr Garðabænum þar sem íbúar fundu vel fyrir þrumum. Gular veðurviðvaranir eru í gildi á suðvestur- og vesturhorni landsins upp úr 16 í dag og fram eftir kvöldi. Veðurstofan birti spá sína fyrir síðdegið um hálf fjögur í dag. Þar var spáð austan og suðaustan þrettán til tuttugu metrum á sekúndu með snjókomu eða slyddu, en síðar rigningu. Þar af væri hvassast syðst á landinu og hiti á bilinu núll til sjö gráður. Áttu myndir eða myndbönd af þrumuveðrinu? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Á Facebook-síðu sundlauga í Reykjavík kemur fram að búast má við því að útisvæði í sundlaugum loki tímabundið ef nálægð sé við eldingar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sundlaugar og baðlón Veður Kópavogur Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Sjá meira