Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. mars 2025 17:26 Josh Kaul, dómsmálaráðherra Wisconsin, segir peningagjafir Elons Musk til kjósenda vera ólöglegar mútur. Getty Dómsmálaráðherra Wisconsin, demókratinn Josh Kaul, hefur kært yfirlýsingar Elon Musk, um að hann ætli að gefa tveimur kjósendum milljón dali, til hæstaréttar ríkisins. Tvö lægri dómstig hafa hafnað kæru Kaul sem vill meina að greiðslur Musk feli í sér mútur. Sjö dómarar sitja í hæstarétti Wisconsin-ríkis og er meirihluti þeirra, eða fjórir af sjö, frjálslyndur. Einn dómaranna, Ann Walsh Bradley sem hefur setið við dóminn í 30 ár, sest í helgan stein á næstunni sem getur leitt til þess að hlutfallið snúist við. Brad Schimel og Susan Crawford keppast um hæstaréttardómarastöðu í Wisconsin.AP Nú stendur yfir kosning um arftaka Bradley þar sem valið er á milli Susan Crawford, dómara í County-sýslu sem Demókratar hafa stutt og Brad Schimel, dómara í Waukesha-sýslu sem Trump og Musk hafa stutt. Það sem flækir málið er að fimm af dómurunum sjö hafa lýst yfir stuðningi við annan hvorn frambjóðandann sem vekur spurningar um það hvort þeir geti tekið afstöðu til kærunnar á hendur Musk. AP hafa fjallað um kosningarnar og tilraunir Musk til að hafa áhrif. Hafa styrkt Schimel um 20 milljónir Musk hefur skipulagt kosningafund í borginni Green Bay í Wisconsin í kvöld klukkan 19:30 að staðartíma (23:30 á íslenskum tíma) þar sem einungis þeir, sem hafa skrifað undir undirskriftarlista til að mótmæla „aktívísta-dómurum,“ eru velkomnir. Þar ætlar hann að gefa tveimur kjósendum milljón dala hvorn. Musk og aðrir hópar sem hann styður hafa styrkt Schimel um meira en 20 milljónir Bandaríkjadala (um 2,6 milljarða króna) í kosningabaráttu hans. Musk hefur styrkt Schimel rækilega.Getty Schimel, sem hefur klæðst MAGA-húfu í kosningabaráttunni, sagði í sjónvarpsviðtali að hann hefði ekki stjórn á peningastyrkjum utanaðkomandi hópa, hvort sem það væru Elon Musk eða aðrir. Það eina sem Trump hefði beðið um væri að aðgerðasinna-dómurum yrði hafnað og að lögunum yrði fylgt. „Það er einmitt það sem ég hef lofað, hvort sem það er Trump, Elon Musk eða einhverjir styrktaraðilar eða kjósendur í Wisconsin. Það er skuldbinding mín,“ sagði Schimel við Fox News á sunnudag. Musk áður gefið kjósendum pening Met hefur verið slegið í baráttunni um hæstaréttarsætið þar sem aldrei hefur jafn miklum fjárhæðum verið varið í kosningabaráttu fyrir dómarasæti í Bandaríkjunum. Framboðin hafa þegar eytt meira en 81 milljónum dala (um 10,67 milljörðum króna). Yfirlýsingar Trump um að bjóða kjósendum háar peningagreiðslur eru áþekkar yfirlýsingum hans í forsetakosningunum í fyrra þar sem hann bauðst til að gefa einum skráðum kjósanda í einu af sveifluríkjunum milljón dali á hverjum degi fram að kosningunum. Auðjöfurinn Elon Musk hefur heitið því að gefa einum skráðum kjósenda í svokölluðum sveifluríkjum í Bandaríkjunum milljón dali á degi hverjum fram að kosningum. Sérfræðingar segja þetta mögulega ólöglegt og ríkisstjóri Pennsylvaínu hefur kallað eftir því að málið verði rannsakað. Dómari í Pennsylvaníu sagði saksóknara ekki hafa sýnt fram á að um ólöglega hlutaveltu væri að ræða og leyfði Musk að halda fjárútláti sínu út kjördag. Musk birti færslu á föstudag á X þar sem hann sagðist ætla persónulega að gefa tvær milljónir dala til tveggja kjósenda sem hefðu þegar kosið í kosningunum. Musk birti síðar aðra færslu til að skýra mál sitt og sagði þá að peningurinn færi til sérstakra „talsmanna“ fyrir undirskriftarlista gegn „aktívista-dómurum“. Musk sagði fyrst að kosningafundurinn yrði opinn öllum þeim sem hefðu kosið í kosningunum en breytti því síðan og sagði fundinn aðeins opinn þeim sem hefðu skrifað undir undirskriftarlista hans. Á föstudag gaf Musk fyrstu milljónina til manns frá Green Bay sem hafði styrkt Repúblikanaflokkinn í Wisconsin og Schimel til hæstaréttar. Bandaríkin Elon Musk Donald Trump Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Sjö dómarar sitja í hæstarétti Wisconsin-ríkis og er meirihluti þeirra, eða fjórir af sjö, frjálslyndur. Einn dómaranna, Ann Walsh Bradley sem hefur setið við dóminn í 30 ár, sest í helgan stein á næstunni sem getur leitt til þess að hlutfallið snúist við. Brad Schimel og Susan Crawford keppast um hæstaréttardómarastöðu í Wisconsin.AP Nú stendur yfir kosning um arftaka Bradley þar sem valið er á milli Susan Crawford, dómara í County-sýslu sem Demókratar hafa stutt og Brad Schimel, dómara í Waukesha-sýslu sem Trump og Musk hafa stutt. Það sem flækir málið er að fimm af dómurunum sjö hafa lýst yfir stuðningi við annan hvorn frambjóðandann sem vekur spurningar um það hvort þeir geti tekið afstöðu til kærunnar á hendur Musk. AP hafa fjallað um kosningarnar og tilraunir Musk til að hafa áhrif. Hafa styrkt Schimel um 20 milljónir Musk hefur skipulagt kosningafund í borginni Green Bay í Wisconsin í kvöld klukkan 19:30 að staðartíma (23:30 á íslenskum tíma) þar sem einungis þeir, sem hafa skrifað undir undirskriftarlista til að mótmæla „aktívísta-dómurum,“ eru velkomnir. Þar ætlar hann að gefa tveimur kjósendum milljón dala hvorn. Musk og aðrir hópar sem hann styður hafa styrkt Schimel um meira en 20 milljónir Bandaríkjadala (um 2,6 milljarða króna) í kosningabaráttu hans. Musk hefur styrkt Schimel rækilega.Getty Schimel, sem hefur klæðst MAGA-húfu í kosningabaráttunni, sagði í sjónvarpsviðtali að hann hefði ekki stjórn á peningastyrkjum utanaðkomandi hópa, hvort sem það væru Elon Musk eða aðrir. Það eina sem Trump hefði beðið um væri að aðgerðasinna-dómurum yrði hafnað og að lögunum yrði fylgt. „Það er einmitt það sem ég hef lofað, hvort sem það er Trump, Elon Musk eða einhverjir styrktaraðilar eða kjósendur í Wisconsin. Það er skuldbinding mín,“ sagði Schimel við Fox News á sunnudag. Musk áður gefið kjósendum pening Met hefur verið slegið í baráttunni um hæstaréttarsætið þar sem aldrei hefur jafn miklum fjárhæðum verið varið í kosningabaráttu fyrir dómarasæti í Bandaríkjunum. Framboðin hafa þegar eytt meira en 81 milljónum dala (um 10,67 milljörðum króna). Yfirlýsingar Trump um að bjóða kjósendum háar peningagreiðslur eru áþekkar yfirlýsingum hans í forsetakosningunum í fyrra þar sem hann bauðst til að gefa einum skráðum kjósanda í einu af sveifluríkjunum milljón dali á hverjum degi fram að kosningunum. Auðjöfurinn Elon Musk hefur heitið því að gefa einum skráðum kjósenda í svokölluðum sveifluríkjum í Bandaríkjunum milljón dali á degi hverjum fram að kosningum. Sérfræðingar segja þetta mögulega ólöglegt og ríkisstjóri Pennsylvaínu hefur kallað eftir því að málið verði rannsakað. Dómari í Pennsylvaníu sagði saksóknara ekki hafa sýnt fram á að um ólöglega hlutaveltu væri að ræða og leyfði Musk að halda fjárútláti sínu út kjördag. Musk birti færslu á föstudag á X þar sem hann sagðist ætla persónulega að gefa tvær milljónir dala til tveggja kjósenda sem hefðu þegar kosið í kosningunum. Musk birti síðar aðra færslu til að skýra mál sitt og sagði þá að peningurinn færi til sérstakra „talsmanna“ fyrir undirskriftarlista gegn „aktívista-dómurum“. Musk sagði fyrst að kosningafundurinn yrði opinn öllum þeim sem hefðu kosið í kosningunum en breytti því síðan og sagði fundinn aðeins opinn þeim sem hefðu skrifað undir undirskriftarlista hans. Á föstudag gaf Musk fyrstu milljónina til manns frá Green Bay sem hafði styrkt Repúblikanaflokkinn í Wisconsin og Schimel til hæstaréttar.
Bandaríkin Elon Musk Donald Trump Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira