Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 30. mars 2025 08:37 Jarðskjálftinn mældist 7,7 og fjöldi eftirskjálfta fylgdi. AP/Aung Shine Oo Sameinuðu þjóðirnar vara við miklum skorti á sjúkravörum í Mjanmar eftir jarðskjálftann sem skók landið á föstudagsmorgun og varð minnst 1600 að bana. Björgunaraðgerðir standa enn yfir og stofnunin segir skortinn koma í veg fyrir að hægt sé að sinna hjálparstarfi. Hátt í 3500 manns slösuðust í hamförunum. Tala látinna í Bangkok, Taílandi, hefur hækkað upp í 17 og 83 er enn saknað. Skjálftinn olli mikilli eyðileggingu á vegum og öðrum innviðum. Yfirstandandi borgarastyrjöld í landinu veldur því að erfitt hefur reynst fyrir alþjóðlegar hjálparstofnanir að bregðast við hamförunum. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Marcoluigi Corsi, sem starfar fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Mjanmar, að skjálftarnir hafi haft áhrif á hátt í tuttugu milljón manns. Hófu árásir á ný þrátt fyrir allt Útlagastjórnin í Mjanmar lýsti því yfir í gær að tveggja vikna hlé yrði gert á hernaðaraðgerðum á svæðum þar sem jarðskjálftarnir höfðu mest áhrif. Her hennar hefur háð stríð gegn herforingjastjórn landsins sem sölsaði undir sig völd í febrúar 2021. Búist er við að hléið hefjist í dag en óvíst er hvort sú spá gangi eftir þar sem uppreisnarhópar víða um Mjanmar hafa ekki tekið afstöðu til fyrirhugaðs hlés. Fram kemur í frétt BBC að herforingjastjórnin hafi haldið sprengjuárásum áfram á vissum svæðum í landinu eftir jarðskjálftana. Árásirnar sögðu fulltrúar Sameinuðu þjóðanna forkastanlegar og óásættanlegar. Mjanmar Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Meira en þúsund manns eru látnir eftir að jarðskjálfti að stærð 7,7 reið yfir Mjanmar í gærmorgun. Þar af urðu hátt í sjö hundruð dauðsföll í Mandalay, næststærstu borg Mjanmar. Enn er leitað að fólki undir rústum en óttast er að tala látinna muni hækka enn fremur. 29. mars 2025 07:40 Á annað hundrað látnir í Mjanmar Að minnsta kosti 144 eru látnir og 732 særðir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Níu hið minnsta eru látnir í nágrannaríkinu Taílandi og í höfuðborg þess Bangkok hrundi háhýsi í byggingu. 28. mars 2025 22:07 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Björgunaraðgerðir standa enn yfir og stofnunin segir skortinn koma í veg fyrir að hægt sé að sinna hjálparstarfi. Hátt í 3500 manns slösuðust í hamförunum. Tala látinna í Bangkok, Taílandi, hefur hækkað upp í 17 og 83 er enn saknað. Skjálftinn olli mikilli eyðileggingu á vegum og öðrum innviðum. Yfirstandandi borgarastyrjöld í landinu veldur því að erfitt hefur reynst fyrir alþjóðlegar hjálparstofnanir að bregðast við hamförunum. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Marcoluigi Corsi, sem starfar fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Mjanmar, að skjálftarnir hafi haft áhrif á hátt í tuttugu milljón manns. Hófu árásir á ný þrátt fyrir allt Útlagastjórnin í Mjanmar lýsti því yfir í gær að tveggja vikna hlé yrði gert á hernaðaraðgerðum á svæðum þar sem jarðskjálftarnir höfðu mest áhrif. Her hennar hefur háð stríð gegn herforingjastjórn landsins sem sölsaði undir sig völd í febrúar 2021. Búist er við að hléið hefjist í dag en óvíst er hvort sú spá gangi eftir þar sem uppreisnarhópar víða um Mjanmar hafa ekki tekið afstöðu til fyrirhugaðs hlés. Fram kemur í frétt BBC að herforingjastjórnin hafi haldið sprengjuárásum áfram á vissum svæðum í landinu eftir jarðskjálftana. Árásirnar sögðu fulltrúar Sameinuðu þjóðanna forkastanlegar og óásættanlegar.
Mjanmar Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Meira en þúsund manns eru látnir eftir að jarðskjálfti að stærð 7,7 reið yfir Mjanmar í gærmorgun. Þar af urðu hátt í sjö hundruð dauðsföll í Mandalay, næststærstu borg Mjanmar. Enn er leitað að fólki undir rústum en óttast er að tala látinna muni hækka enn fremur. 29. mars 2025 07:40 Á annað hundrað látnir í Mjanmar Að minnsta kosti 144 eru látnir og 732 særðir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Níu hið minnsta eru látnir í nágrannaríkinu Taílandi og í höfuðborg þess Bangkok hrundi háhýsi í byggingu. 28. mars 2025 22:07 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Tala látinna komin yfir þúsund Meira en þúsund manns eru látnir eftir að jarðskjálfti að stærð 7,7 reið yfir Mjanmar í gærmorgun. Þar af urðu hátt í sjö hundruð dauðsföll í Mandalay, næststærstu borg Mjanmar. Enn er leitað að fólki undir rústum en óttast er að tala látinna muni hækka enn fremur. 29. mars 2025 07:40
Á annað hundrað látnir í Mjanmar Að minnsta kosti 144 eru látnir og 732 særðir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Níu hið minnsta eru látnir í nágrannaríkinu Taílandi og í höfuðborg þess Bangkok hrundi háhýsi í byggingu. 28. mars 2025 22:07