Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. mars 2025 00:00 Ahmad al-Sharaa mun gegna embætti forseta og forsætisráðherra. AP/Mosa'ab Elshamy Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Sýrlandi. Forseti landsins hefur útnefnt 23 ráðherra sem munu starfa þangað til að unnt verði að halda kosningar. Eftir fall Bashars al-Assad einræðisherra landsins til margra ára og flótta hans til Rússlands hefur uppreisnarhópurinn HTS farið með völd í Sýrlandi. Hópnum tókst loks að velta einræðisherranum úr sessi eftir þrettán ára borgarastyrjöld þegar hann gerði skyndisókn gegn stjórnarhernum í desember í fyrra. Ahmed al-Sharaa er leiðtogi HTS og hyggst sitja áfram sem forseti Sýrlands á meðan bráðabirgðastjórnin er við völd. Hann hefur heitið því að mynduð verði stjórn í landinu sem endurspeglar betur fjölbreytni íbúa landsins. Hann hefur sagt að það gæti verið allt að fimm ár í að unnt verði að halda kosningar í landinu. Undanfarnar vikur hafa fréttir borist af því að öryggissveitir nýrra stjórnvalda hafi staðið að tugum fjöldaaftaka í vesturhluta landsins. Umfangsmikil átök hafa geisað í vesturhluta landsins þar sem uppreisnarmenn úr hópi Alavíta, þeim minnihlutahópi múslima sem Assad og fjölskylda tilheyra, takast á við stjórnvöld í Latakíu- og Tartúshéruðum. Hundruðir hafa verið drepnir og fleiri neyðst til að yfirgefa hemili sín. Ahmed al-Sharaa hefur lagt mikið kapp á að reyna að koma í veg fyrir hefndarárásir gegn Alavítum en einnig heitið því að þeir sem tóku þátt í ódæðum ógnarstjórnar Assads gegnum árin verði dregnir til ábyrgðar. Ahmed al-Sharaa mun, samkvæmt umfjöllun Reuters, gegna embætti forsætisráðherra til hliðar við forsetastólinn en það vekur athygli að í nýrri ríkisstjórn hans er Alavítinn Yarub Badr samgönguráðherra og Amgad Badr landbúnaðarráðherra en hinn síðarnefndi tilheyrir öðrum minnihlutatrúarhópi Drúsa. Þá gegnir einnig kona ráðherraembætti í nýrri ríkisstjórn, Hind Kabawat, sem er kristin í þokkabót. Hún verður félags- og vinnumarkaðsráðherra. Sýrland Tengdar fréttir Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Abu Mohammed al-Jolani er fyrirferðarmikill þessa dagana enda leiddi skyndisókn hans og bandamanna hans í gegnum varnir Aleppo, Hama og Homs í Sýrlandi til falls einræðisstjórnar sem hafði verið við völd í Sýrlandi í meira en hálfa öld. Þykir hann líklegur til að reyna að mynda nýja ríkisstjórn í Sýrlandi en hvort honum takist það og hvernig sú ríkisstjórn mun líta út er erfitt að segja til um. 9. desember 2024 11:13 Mannskæð átök í Sýrlandi Umfangsmikil átök hafa átt sér stað í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi í gær og í morgun eftir að uppreisnarmenn úr röðum Alavíta, þjóðflokksins sem Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra ríkisins, tilheyrir, sátu fyrir öryggissveitum nýrra stjórnvalda. Að minnsta kosti sextán féllu í umsátrinu og margir munu hafa látið lífið í átökum sem fylgdu þar á eftir. 7. mars 2025 14:13 Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Ísraelskir flugmenn vörpuðu í dag sprengjum á fjölbýlishús í úthverfi Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Talsmenn ísraelska hersins segja bygginguna hafa verið notaða sem stjórnstöð hryðjuverkasamtakanna Íslamskt jíhad. 13. mars 2025 15:39 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Eftir fall Bashars al-Assad einræðisherra landsins til margra ára og flótta hans til Rússlands hefur uppreisnarhópurinn HTS farið með völd í Sýrlandi. Hópnum tókst loks að velta einræðisherranum úr sessi eftir þrettán ára borgarastyrjöld þegar hann gerði skyndisókn gegn stjórnarhernum í desember í fyrra. Ahmed al-Sharaa er leiðtogi HTS og hyggst sitja áfram sem forseti Sýrlands á meðan bráðabirgðastjórnin er við völd. Hann hefur heitið því að mynduð verði stjórn í landinu sem endurspeglar betur fjölbreytni íbúa landsins. Hann hefur sagt að það gæti verið allt að fimm ár í að unnt verði að halda kosningar í landinu. Undanfarnar vikur hafa fréttir borist af því að öryggissveitir nýrra stjórnvalda hafi staðið að tugum fjöldaaftaka í vesturhluta landsins. Umfangsmikil átök hafa geisað í vesturhluta landsins þar sem uppreisnarmenn úr hópi Alavíta, þeim minnihlutahópi múslima sem Assad og fjölskylda tilheyra, takast á við stjórnvöld í Latakíu- og Tartúshéruðum. Hundruðir hafa verið drepnir og fleiri neyðst til að yfirgefa hemili sín. Ahmed al-Sharaa hefur lagt mikið kapp á að reyna að koma í veg fyrir hefndarárásir gegn Alavítum en einnig heitið því að þeir sem tóku þátt í ódæðum ógnarstjórnar Assads gegnum árin verði dregnir til ábyrgðar. Ahmed al-Sharaa mun, samkvæmt umfjöllun Reuters, gegna embætti forsætisráðherra til hliðar við forsetastólinn en það vekur athygli að í nýrri ríkisstjórn hans er Alavítinn Yarub Badr samgönguráðherra og Amgad Badr landbúnaðarráðherra en hinn síðarnefndi tilheyrir öðrum minnihlutatrúarhópi Drúsa. Þá gegnir einnig kona ráðherraembætti í nýrri ríkisstjórn, Hind Kabawat, sem er kristin í þokkabót. Hún verður félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Sýrland Tengdar fréttir Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Abu Mohammed al-Jolani er fyrirferðarmikill þessa dagana enda leiddi skyndisókn hans og bandamanna hans í gegnum varnir Aleppo, Hama og Homs í Sýrlandi til falls einræðisstjórnar sem hafði verið við völd í Sýrlandi í meira en hálfa öld. Þykir hann líklegur til að reyna að mynda nýja ríkisstjórn í Sýrlandi en hvort honum takist það og hvernig sú ríkisstjórn mun líta út er erfitt að segja til um. 9. desember 2024 11:13 Mannskæð átök í Sýrlandi Umfangsmikil átök hafa átt sér stað í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi í gær og í morgun eftir að uppreisnarmenn úr röðum Alavíta, þjóðflokksins sem Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra ríkisins, tilheyrir, sátu fyrir öryggissveitum nýrra stjórnvalda. Að minnsta kosti sextán féllu í umsátrinu og margir munu hafa látið lífið í átökum sem fylgdu þar á eftir. 7. mars 2025 14:13 Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Ísraelskir flugmenn vörpuðu í dag sprengjum á fjölbýlishús í úthverfi Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Talsmenn ísraelska hersins segja bygginguna hafa verið notaða sem stjórnstöð hryðjuverkasamtakanna Íslamskt jíhad. 13. mars 2025 15:39 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Abu Mohammed al-Jolani er fyrirferðarmikill þessa dagana enda leiddi skyndisókn hans og bandamanna hans í gegnum varnir Aleppo, Hama og Homs í Sýrlandi til falls einræðisstjórnar sem hafði verið við völd í Sýrlandi í meira en hálfa öld. Þykir hann líklegur til að reyna að mynda nýja ríkisstjórn í Sýrlandi en hvort honum takist það og hvernig sú ríkisstjórn mun líta út er erfitt að segja til um. 9. desember 2024 11:13
Mannskæð átök í Sýrlandi Umfangsmikil átök hafa átt sér stað í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi í gær og í morgun eftir að uppreisnarmenn úr röðum Alavíta, þjóðflokksins sem Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra ríkisins, tilheyrir, sátu fyrir öryggissveitum nýrra stjórnvalda. Að minnsta kosti sextán féllu í umsátrinu og margir munu hafa látið lífið í átökum sem fylgdu þar á eftir. 7. mars 2025 14:13
Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Ísraelskir flugmenn vörpuðu í dag sprengjum á fjölbýlishús í úthverfi Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Talsmenn ísraelska hersins segja bygginguna hafa verið notaða sem stjórnstöð hryðjuverkasamtakanna Íslamskt jíhad. 13. mars 2025 15:39
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent