Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. mars 2025 21:04 Það eru margir hræddir við að fara til læknis og hvað þá ef um risvandamál er að ræða. Ein af glærunum frá Eiríki Orra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Á milli þrjátíu og fjörutíu prósent íslenskra karla, sem eru á aldrinum sextíu til sjötíu ára eiga við risvandamál að stríða, sem reynist mörgum erfitt að viðurkenna. Ástæðurnar geta verið margar, til dæmis æðasjúkdómar, taugasjúkdómar, hormónaröskun eða sjúkdómar í lim. Eiríkur Orri Guðmundsson, þvagfæraskurðlæknir var gestur í opnu húsi hjá eldri borgurum á Selfossi í gær þar sem yfirskrift erindis hans var „Karlaheilsa“. Eiríkur Orri kom víða við í erindi sínu og svaraði fjölmörgum spurningum fundargesta en risvandamál hjá körlum var kannski það, sem vakti hvað mesta athygli á fundnum enda ótrúlega mikið um slík vandamál að ræða eins og kom skýrt fram hjá Eiríki. „Einfaldasta útskýringin er að segja að það verða ristruflanir vegna þess að það kemur ekki nóg blóð fram í liminn og það endist ekki nógu lengi. En það er kannski helst að íslenskir karlmenn þeir mættu vera duglegri að viðurkenna að það sé vandamál því það er ýmislegt í boði,“ sagði Eiríkur. Eiríkur Orri Guðmundsson, þvagfæraskurðlæknir, sem var með erindi um “Karlaheilsu” á opnum fundi Félags eldri borgara á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er risvandamál algengt hjá íslenskum körlum? „Já, þetta er algengt og eftir því, sem við verðum eldri þeimur algengara verður þetta. Jafnvel held ég að 30 til 40 prósent karla, sem eru komnir yfir 60 til 70 ára séu með einhvers konar risvandamál,“ sagði Eiríkur. Mikill áhugi var á erindi Eiríks Orra enda mættu vel á annað hundrað manns til að hlusta á hann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eiríkur Orri segir að karlar vilji helst ekki ræða stinningarvandamál en auðvitað eigi að ræða það opinskátt eins og annað hvað varðar heilsuna. „Þó við karlar séum oft frekar einfaldar verur þá er það þannig að þegar kemur að stinningarmálum þá getur allt farið í rosalega flækju hjá mönnum og ef þeir upplifa að missa niður stinningu í miðjum klíðum þá er eins og heimsendir sé í nánd,“ sagði Eiríkur Orri meðal annars á fundinum. Hér má sjá nokkrar af ástæðunum fyrir ristruflunum á glæru frá Eiríki Orra á fundnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En mælir hann með Viagra fyrir menn, sem eru með risvandamál? „Ég mæli með því að menn ræði við sinn lækni um vandann og komist að því að hvort að Viagra eða svoleiðis lyf séu lausnin fyrir þá og hvort þeim sé óhætt að prófa.“ Árborg Heilbrigðismál Eldri borgarar Kynlíf Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Eiríkur Orri Guðmundsson, þvagfæraskurðlæknir var gestur í opnu húsi hjá eldri borgurum á Selfossi í gær þar sem yfirskrift erindis hans var „Karlaheilsa“. Eiríkur Orri kom víða við í erindi sínu og svaraði fjölmörgum spurningum fundargesta en risvandamál hjá körlum var kannski það, sem vakti hvað mesta athygli á fundnum enda ótrúlega mikið um slík vandamál að ræða eins og kom skýrt fram hjá Eiríki. „Einfaldasta útskýringin er að segja að það verða ristruflanir vegna þess að það kemur ekki nóg blóð fram í liminn og það endist ekki nógu lengi. En það er kannski helst að íslenskir karlmenn þeir mættu vera duglegri að viðurkenna að það sé vandamál því það er ýmislegt í boði,“ sagði Eiríkur. Eiríkur Orri Guðmundsson, þvagfæraskurðlæknir, sem var með erindi um “Karlaheilsu” á opnum fundi Félags eldri borgara á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er risvandamál algengt hjá íslenskum körlum? „Já, þetta er algengt og eftir því, sem við verðum eldri þeimur algengara verður þetta. Jafnvel held ég að 30 til 40 prósent karla, sem eru komnir yfir 60 til 70 ára séu með einhvers konar risvandamál,“ sagði Eiríkur. Mikill áhugi var á erindi Eiríks Orra enda mættu vel á annað hundrað manns til að hlusta á hann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eiríkur Orri segir að karlar vilji helst ekki ræða stinningarvandamál en auðvitað eigi að ræða það opinskátt eins og annað hvað varðar heilsuna. „Þó við karlar séum oft frekar einfaldar verur þá er það þannig að þegar kemur að stinningarmálum þá getur allt farið í rosalega flækju hjá mönnum og ef þeir upplifa að missa niður stinningu í miðjum klíðum þá er eins og heimsendir sé í nánd,“ sagði Eiríkur Orri meðal annars á fundinum. Hér má sjá nokkrar af ástæðunum fyrir ristruflunum á glæru frá Eiríki Orra á fundnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En mælir hann með Viagra fyrir menn, sem eru með risvandamál? „Ég mæli með því að menn ræði við sinn lækni um vandann og komist að því að hvort að Viagra eða svoleiðis lyf séu lausnin fyrir þá og hvort þeim sé óhætt að prófa.“
Árborg Heilbrigðismál Eldri borgarar Kynlíf Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira