Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Valur Páll Eiríksson skrifar 28. mars 2025 09:30 Willum Þór Þórsson þurfti tíma til að jafna sig á niðurstöðu Alþingiskosninga vetrarins. Það högg veitti þó tækifæri til að eyða dýrmætum tíma með fjölskyldunni, sem og íhuga næstu skref. Vísir/Vilhelm Það tók Willum Þór Þórsson, fyrrum heilbrigðisráðherra, töluverðan tíma að jafna sig á niðurstöðu Alþingiskosninga vetrarins. Hann gat þó gefið sér meiri tíma með fjölskyldunni og gat, í fyrsta skipti á ævinni, ígrundað næstu skref. Willum Þór féll út af þingi í Alþingiskosningunum í desember þar sem hann leiddi Framsóknarflokk í Suðvesturkjördæmi. Flokkurinn átti ekki góðu gengi að fagna. Hann segir niðurstöðuna hafa reynst sér þungbær. „Auðvitað hefur maður mikinn metnað og mér fannst þetta skemmtilegt, ég naut þess, þetta var mjög krefjandi. Þessi þrjú ár flugu í gegn, ég veit ekki hvað varð af þeim. Mér fannst alveg sérlega skemmtilegt að fá tækifæri til að vera heilbrigðisráðherra og hefði alveg verið til í að vera það áfram,“ Klippa: Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig „Þjóðin ræður þessu, eins og lýðræðið á að snúast um. En svo er ég svolítið tapsár. Þetta var alveg þungt, það tók alveg tíma að jafna mig á því,“ segir Willum sem sat á þingi frá 2013 til 2016 og 2017 til 2024. Þá var hann heilbrigðisráðherra frá 2021 fram til kosninganna í lok síðasta árs. Gat hugsað hvað hann eigi að gera þegar hann verður stór Nýlega tilkynnti Willum um framboð til forseta ÍSÍ. Hann gerði það að vel ígrunduðu máli og hefur nýtt vikurnar frá kosningum með fjölskyldunni, auk þess að íhuga næstu skref sín í lífinu. Hann hefur til að mynda eytt töluverðum tíma í bæði Birmingham á Englandi og Groningen í Hollandi, hvar synir hans leika sem atvinnumenn í fótbolta. „Nú hef ég verið að endurheimta samveru með fjölskyldu. Aðeins að gefa mér meiri tíma, með fjölskyldunni og börnum. Ég á auðvitað fimm börn og þrjú þeirra eru í útlöndum. Ég hef verið að heimsækja þau og tvö heima sem hafa nóg að sýsla. Ég gef meira tækifæri bæði til að styðja þau í námi og íþróttum. „Ég nýt þess og hef líka gefið mér tíma hvað ég eigi að gera þegar ég verð stór,“ segir Willum. Ekki hafi gefist mikill tími til slíks, enda haft nóg fyrir stafni ýmist sem kennari, fótboltaþjálfari og þingmaður, auk föðurhlutverksins. „Þegar maður er á kafi í íþróttum. Þá einhvern veginn snýst allt um það og lífið kemur svolítið til þín og út frá því. Svo ég ákvað það núna að gefa mér tíma,“ „Að vera Alþingismaður er 24/7 og kannski heilbrigðisráðherra enn frekar, sem hluti af bæði löggjafar og framkvæmdavaldi. Þá er sólarhringurinn undir,“ segir Willum. Brot úr viðtali við Willum má sjá í spilaranum að ofan. Nánar verður rætt við hann í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Alþingi Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn ÍSÍ Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Friðrik Ingi hættur með Hauka Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Hörður kominn undan feldinum Sjá meira
Willum Þór féll út af þingi í Alþingiskosningunum í desember þar sem hann leiddi Framsóknarflokk í Suðvesturkjördæmi. Flokkurinn átti ekki góðu gengi að fagna. Hann segir niðurstöðuna hafa reynst sér þungbær. „Auðvitað hefur maður mikinn metnað og mér fannst þetta skemmtilegt, ég naut þess, þetta var mjög krefjandi. Þessi þrjú ár flugu í gegn, ég veit ekki hvað varð af þeim. Mér fannst alveg sérlega skemmtilegt að fá tækifæri til að vera heilbrigðisráðherra og hefði alveg verið til í að vera það áfram,“ Klippa: Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig „Þjóðin ræður þessu, eins og lýðræðið á að snúast um. En svo er ég svolítið tapsár. Þetta var alveg þungt, það tók alveg tíma að jafna mig á því,“ segir Willum sem sat á þingi frá 2013 til 2016 og 2017 til 2024. Þá var hann heilbrigðisráðherra frá 2021 fram til kosninganna í lok síðasta árs. Gat hugsað hvað hann eigi að gera þegar hann verður stór Nýlega tilkynnti Willum um framboð til forseta ÍSÍ. Hann gerði það að vel ígrunduðu máli og hefur nýtt vikurnar frá kosningum með fjölskyldunni, auk þess að íhuga næstu skref sín í lífinu. Hann hefur til að mynda eytt töluverðum tíma í bæði Birmingham á Englandi og Groningen í Hollandi, hvar synir hans leika sem atvinnumenn í fótbolta. „Nú hef ég verið að endurheimta samveru með fjölskyldu. Aðeins að gefa mér meiri tíma, með fjölskyldunni og börnum. Ég á auðvitað fimm börn og þrjú þeirra eru í útlöndum. Ég hef verið að heimsækja þau og tvö heima sem hafa nóg að sýsla. Ég gef meira tækifæri bæði til að styðja þau í námi og íþróttum. „Ég nýt þess og hef líka gefið mér tíma hvað ég eigi að gera þegar ég verð stór,“ segir Willum. Ekki hafi gefist mikill tími til slíks, enda haft nóg fyrir stafni ýmist sem kennari, fótboltaþjálfari og þingmaður, auk föðurhlutverksins. „Þegar maður er á kafi í íþróttum. Þá einhvern veginn snýst allt um það og lífið kemur svolítið til þín og út frá því. Svo ég ákvað það núna að gefa mér tíma,“ „Að vera Alþingismaður er 24/7 og kannski heilbrigðisráðherra enn frekar, sem hluti af bæði löggjafar og framkvæmdavaldi. Þá er sólarhringurinn undir,“ segir Willum. Brot úr viðtali við Willum má sjá í spilaranum að ofan. Nánar verður rætt við hann í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld.
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn ÍSÍ Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Friðrik Ingi hættur með Hauka Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Hörður kominn undan feldinum Sjá meira