Sport

Dag­skráin í dag: Úr­slita­leikir og hitað upp fyrir úr­slita­keppnina

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Víkingur og KR mætast í úrslitaleik Bose-mótsins.
Víkingur og KR mætast í úrslitaleik Bose-mótsins. vísir

Fjörugur föstudagur er framundan á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone. Tveir úrslitaleikir í fótbolta, ásamt fjölda annarra leikja og viðburða. Sérfræðingarnir á Körfuboltakvöldi verða svo með veglegt uppgjör og upphitun fyrir úrslitakeppnina í Bónus deildinni. 

Vodafone Sport

17:25 – Hamburger SV tekur á móti Elversberg í næstefstu deild þýska fótboltans.

19:25 – Bayer Leverkusen tekur á móti VFL Bochum í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

23:05 – Hurricanes og Canadiens mætast á svellinu í NHL.

Stöð 2 Sport

17:50 – Breiðablik og Þór/KA mætast í úrslitaleik Lengjubikars kvenna.

20:00 – Körfuboltakvöld: Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports gera upp alla leikina í lokaumferð Bónus deildar karla og fara yfir einvígin sem fram undan eru í úrslitakeppninni. Teitur Örlygsson og Sævar Sævarsson verða með Stefáni Árna í setti.

Stöð 2 Sport 4

07:30 – Annar keppnisdagur á Hero Indian Open á DP World Tour.

22:00 – Annar keppnisdagur á Ford Championship í LPGA mótaröðinni.

Stöð 2 Sport 5

18:55 – Víkingur og KR mætast í úrslitaleik Bose-mótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×