Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2025 18:04 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Gavriil Grigorov Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að rússneskum hermönnum muni fjölga á norðurslóðum. Á sama tíma gagnrýndi hann aðildarríki Atlantshafsbandalagsins fyrir meinta vígvæðingu á norðurslóðum. Þetta sagði hann í ræðu sem hann flutti í dag um þau fjölmörgu og stóru tækifæri á þessum slóðum og ætlanir ríkisstjórnar hans til að nýta þau. Ræðuna hélt Pútín í Múrmansk í Rússlandi á alþjóðlegri ráðstefnu um Norðurslóðir. Hann gagnrýndi Vesturlönd fyrir að taka skref átt að mögulegum átökum við Rússa og nefndi heræfingar sérstaklega. Margir hefðu slitið efnahagsleg tengsl við Rússland og samvinnu á sviðið vísinda, menntunar og menningar. Samvinna á norðurslóðum hefði beðið hnekki. Sjá einnig: Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Mörg ríki og Ísland þeirra á meðal, drógu úr samskiptum sínum við Rússland eftir innrás Rússa í Úkraínu í febrúar 2022. Pútín sagði að Rússar, sem væru stærsta veldið á norðurslóðum, myndu aldrei sætta sig við að brotið yrði á fullveldi þeirra. Hann sagði Rússa aldrei hafa ógnað neinum á norðurslóðum en til stæði að auka viðbragðsgetu þar og fara í hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu. Þar að auki ætti að bæta innviði á svæðinu, eins og flugvelli og hafnir, eins og fram kemur í frétt TASS fréttaveitunnar, sem rekin er af rússneska ríkinu. Forsetinn ræddi einnig viðleitni kollega síns vestanhafs við að eignast Grænland og sagði að Donald Trump væri alvara. Pútín benti einnig á að Bandaríkjamenn hefðu lengi litið hýru auga til Grænlands. Sjá einnig: „Við verðum að eignast þetta land“ Pútín sagði ljóst Bandaríkjamenn myndu halda áfram að vinna að því að koma höndum yfir Grænland. Áhugasamir geta hlustað á ræðuna með túlk Sky News í spilaranum hér að neðan. Stefna á mikla námuvinnslu Samkvæmt Pútín stefna Rússar á umfangsmikla námuvinnslu á norðurslóðum á komandi árum og þá meðal annars á svokölluðum sjaldgæfum málmum. Þeir eru gífurlega mikilvægir við framleiðslu tæknibúnaðar og hergagna og spila sífellt stærri rullu á taflborðum stórvelda heimsins. Einnig stendur til að byggja upp innviði fyrir aukna ferðaþjónustu á norðurslóðum. Pútín sagði þó, samkvæmt RIA fréttaveitunni, sem er rekin af rússneska ríkinu, að mikilvægt væri að verja umhverfið á norðurslóðum, samhliða aukinni auðlindanotkun þar. Skipasiglingum um svæðið hefur fjölgað mjög með undanhaldi íshellunnar í norðri og búast Rússar við að þeim muni fjölga enn meira á komandi árum. Pútín sagði Rússa þurfa að hugsa um hagsmuni sína aldir fram í tímann þegar kæmi að norðurslóðum og siglingum þar um. Fara þyrfti í endurbætur á ísbrjótaflota Rússa og byggja flota fraktskipa sérstaklega fyrir flutninga á norðurslóðum og bæta hafnir þar. Rússland Norðurslóðir Vladimír Pútín Bandaríkin Donald Trump Grænland Skipaflutningar Hernaður Tengdar fréttir Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Stjórnvöld í Moskvu hafa sagt að vopnahléið á Svartahafi sem tilkynnt var á þriðjudag myndi aðeins hefjast þegar vestrænum hömlum á flutningi matvæla og áburðar frá Rússland hefði verið aflétt auk annarra skilyrða. Vólodímír Selenskí, forseti Úkraínu, ákallaði æðri máttarvöld í morgun og vonaði að Bandaríkin létu ekki undan þrýstingi Rússlands. 27. mars 2025 12:03 Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Stjórnvöld í Kreml halda því fram að þau ræði nú við Bandaríkjastjórn um að taka Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti aftur í notkun. Evrópuríki hafa miklar efasemdir um það jafnvel þótt friður komist á í Úkraínu. 27. mars 2025 11:06 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Ræðuna hélt Pútín í Múrmansk í Rússlandi á alþjóðlegri ráðstefnu um Norðurslóðir. Hann gagnrýndi Vesturlönd fyrir að taka skref átt að mögulegum átökum við Rússa og nefndi heræfingar sérstaklega. Margir hefðu slitið efnahagsleg tengsl við Rússland og samvinnu á sviðið vísinda, menntunar og menningar. Samvinna á norðurslóðum hefði beðið hnekki. Sjá einnig: Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Mörg ríki og Ísland þeirra á meðal, drógu úr samskiptum sínum við Rússland eftir innrás Rússa í Úkraínu í febrúar 2022. Pútín sagði að Rússar, sem væru stærsta veldið á norðurslóðum, myndu aldrei sætta sig við að brotið yrði á fullveldi þeirra. Hann sagði Rússa aldrei hafa ógnað neinum á norðurslóðum en til stæði að auka viðbragðsgetu þar og fara í hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu. Þar að auki ætti að bæta innviði á svæðinu, eins og flugvelli og hafnir, eins og fram kemur í frétt TASS fréttaveitunnar, sem rekin er af rússneska ríkinu. Forsetinn ræddi einnig viðleitni kollega síns vestanhafs við að eignast Grænland og sagði að Donald Trump væri alvara. Pútín benti einnig á að Bandaríkjamenn hefðu lengi litið hýru auga til Grænlands. Sjá einnig: „Við verðum að eignast þetta land“ Pútín sagði ljóst Bandaríkjamenn myndu halda áfram að vinna að því að koma höndum yfir Grænland. Áhugasamir geta hlustað á ræðuna með túlk Sky News í spilaranum hér að neðan. Stefna á mikla námuvinnslu Samkvæmt Pútín stefna Rússar á umfangsmikla námuvinnslu á norðurslóðum á komandi árum og þá meðal annars á svokölluðum sjaldgæfum málmum. Þeir eru gífurlega mikilvægir við framleiðslu tæknibúnaðar og hergagna og spila sífellt stærri rullu á taflborðum stórvelda heimsins. Einnig stendur til að byggja upp innviði fyrir aukna ferðaþjónustu á norðurslóðum. Pútín sagði þó, samkvæmt RIA fréttaveitunni, sem er rekin af rússneska ríkinu, að mikilvægt væri að verja umhverfið á norðurslóðum, samhliða aukinni auðlindanotkun þar. Skipasiglingum um svæðið hefur fjölgað mjög með undanhaldi íshellunnar í norðri og búast Rússar við að þeim muni fjölga enn meira á komandi árum. Pútín sagði Rússa þurfa að hugsa um hagsmuni sína aldir fram í tímann þegar kæmi að norðurslóðum og siglingum þar um. Fara þyrfti í endurbætur á ísbrjótaflota Rússa og byggja flota fraktskipa sérstaklega fyrir flutninga á norðurslóðum og bæta hafnir þar.
Rússland Norðurslóðir Vladimír Pútín Bandaríkin Donald Trump Grænland Skipaflutningar Hernaður Tengdar fréttir Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Stjórnvöld í Moskvu hafa sagt að vopnahléið á Svartahafi sem tilkynnt var á þriðjudag myndi aðeins hefjast þegar vestrænum hömlum á flutningi matvæla og áburðar frá Rússland hefði verið aflétt auk annarra skilyrða. Vólodímír Selenskí, forseti Úkraínu, ákallaði æðri máttarvöld í morgun og vonaði að Bandaríkin létu ekki undan þrýstingi Rússlands. 27. mars 2025 12:03 Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Stjórnvöld í Kreml halda því fram að þau ræði nú við Bandaríkjastjórn um að taka Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti aftur í notkun. Evrópuríki hafa miklar efasemdir um það jafnvel þótt friður komist á í Úkraínu. 27. mars 2025 11:06 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Stjórnvöld í Moskvu hafa sagt að vopnahléið á Svartahafi sem tilkynnt var á þriðjudag myndi aðeins hefjast þegar vestrænum hömlum á flutningi matvæla og áburðar frá Rússland hefði verið aflétt auk annarra skilyrða. Vólodímír Selenskí, forseti Úkraínu, ákallaði æðri máttarvöld í morgun og vonaði að Bandaríkin létu ekki undan þrýstingi Rússlands. 27. mars 2025 12:03
Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Stjórnvöld í Kreml halda því fram að þau ræði nú við Bandaríkjastjórn um að taka Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti aftur í notkun. Evrópuríki hafa miklar efasemdir um það jafnvel þótt friður komist á í Úkraínu. 27. mars 2025 11:06