Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra Auðun Georg Ólafsson skrifar 26. mars 2025 14:14 Jón Björn Hákonarson, nýkjörinn formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og forseti bæjarstjórnar í Fjarðarbyggð segist ekki í aðstöðu til að gagnrýna laun bæjarstjóra. Jón Björn Hákonarson, nýkjörinn formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar segir sveitarfélögin í landinu vera sjálfstæð stjórnvöld. Það sé þess vegna á þeirra borði að ákveða launakjör sinna bæjarstjóra. Jón Björn hefur skilning á gagnrýni Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, um há laun bæjarstjóra í landinu en er ósammála því að sveitarfélögin séu ekki að standa sig í að halda úti grunnþjónustu. Greint var frá því í fréttum Stöðvar tvö í gær að þónokkrir bæjarstjórar á Íslandi væru með yfir þrjár milljónir króna á mánuði. Fram kom að af tíu fjölmennustu sveitarfélögum landsins væri Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar með hæstu launin. Hann er með tvær milljónir og 850 þúsund á mánuði, litlu meira en bæjarstjóri Garðabæjar. Laun fylgi launaþróun Valdimar vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna þessa en vísaði í skriflega yfirlýsingu frá Hafnarfjarðarbæ þar sem fram kemur að bæjarstjórn ráði bæjarstjóra í samræmi við samþykktir bæjarins og ákveði starfskjörin. Laun bæjarstjóra fylgi launaþróun í landinu. „Ákvarðanir um annað eru í höndum bæjarstjórnar og ekki eru fyrirhugaðar breytingar á þessu kjörtímabili. Launin eru áþekk því sem bæjarstjórar í sveitarfélögunum næst hafa,“ að því er segir í yfirlýsingu Hafnarfjarðarbæjar. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar vildi lítið ræða um launakjör sín annað en að um væri að ræða starf með mikilli ábyrgð þar sem sinna þyrfti stórum verkefnum. Ekki náðist í borgarstjóra eða fleiri bæjarstjóra við vinnslu fréttarinnar. Ofan á launin fá einhverjir bæjarstjórar greiðslur fyrir stjórnarsetu, til að mynda sitja allir bæjarstjórar höfuðborgarsvæðisins í stjórn Slökkviliðsins. Því eru heildarmánaðarlaun nokkurra yfir þrjár milljónir króna, þrefalt meira en meðallaun í landinu. Láglaunafólk berst í bökkum Haft var eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar í fréttum Stöðvar tvö í gær að ýmsir bæjarstjórar fái launahækkun samkvæmt launavísitölu tvisvar á ári sem þekkist ekki á almennum markaði. Hún sagði há laun bæjarstjóra á Íslandi óforsvaranleg. „Sveitarfélögin geta ekki haldið úti almennilegri grunnþjónustu. Leikskólarnir eru í stórkostlegum vandræðum, skólakerfið okkar er í stórkostlegum vandræðum, fólkið sem starfar við grundvallarstörf, ómissandi starfsfólk og láglaunafólk, það berst í bökkum. Svo þurfum við enn eina ferðina að fá fréttir af því að fólk sem getur sjálft skammtað sér launin sín geri það og sýni enga hófsemd," sagði Sólveig. Ekki í aðstöðu til að gagnrýna Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segist hafa skilning á gagnrýni Sólveigar þar sem fáum hefur dulist að rekstur sveitarfélaga sé þungur. Hann sé þó ósammála því að sveitarfélög haldi ekki úti grunnþjónustu. Hver og ein sveitarstjórn ákveði laun síns bæjarstjóra. Samband íslenskra sveitarfélaga eigi enga aðkomu að því. En hvað finnst þér sjálfum um laun bæjarstjóra? „Ég held að hver og ein sveitastjórn þurfi að skoða þessi mál. Ég er ekki í aðstöðu til þess að gagnrýna þetta á nokkurn hátt. Sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga þá beiti ég mér ekki í þessum málum þar sem sveitarfélög fara með sitt frumkvæði. Sveitarfélög eru hvert um sig sjálfstætt stjórnvald og halda þessum málum hjá sér. Ég fer ekki að beita mér í þeim efnum. Eðlilega kemur fram gagnrýni og ég er viss um að sveitarstjórnir hlusta á það eins og aðra gagnrýni sem við fáum sem sitjum í sveitarstjórnum.“ Kjaramál Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Jón Björn hefur skilning á gagnrýni Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, um há laun bæjarstjóra í landinu en er ósammála því að sveitarfélögin séu ekki að standa sig í að halda úti grunnþjónustu. Greint var frá því í fréttum Stöðvar tvö í gær að þónokkrir bæjarstjórar á Íslandi væru með yfir þrjár milljónir króna á mánuði. Fram kom að af tíu fjölmennustu sveitarfélögum landsins væri Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar með hæstu launin. Hann er með tvær milljónir og 850 þúsund á mánuði, litlu meira en bæjarstjóri Garðabæjar. Laun fylgi launaþróun Valdimar vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna þessa en vísaði í skriflega yfirlýsingu frá Hafnarfjarðarbæ þar sem fram kemur að bæjarstjórn ráði bæjarstjóra í samræmi við samþykktir bæjarins og ákveði starfskjörin. Laun bæjarstjóra fylgi launaþróun í landinu. „Ákvarðanir um annað eru í höndum bæjarstjórnar og ekki eru fyrirhugaðar breytingar á þessu kjörtímabili. Launin eru áþekk því sem bæjarstjórar í sveitarfélögunum næst hafa,“ að því er segir í yfirlýsingu Hafnarfjarðarbæjar. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar vildi lítið ræða um launakjör sín annað en að um væri að ræða starf með mikilli ábyrgð þar sem sinna þyrfti stórum verkefnum. Ekki náðist í borgarstjóra eða fleiri bæjarstjóra við vinnslu fréttarinnar. Ofan á launin fá einhverjir bæjarstjórar greiðslur fyrir stjórnarsetu, til að mynda sitja allir bæjarstjórar höfuðborgarsvæðisins í stjórn Slökkviliðsins. Því eru heildarmánaðarlaun nokkurra yfir þrjár milljónir króna, þrefalt meira en meðallaun í landinu. Láglaunafólk berst í bökkum Haft var eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar í fréttum Stöðvar tvö í gær að ýmsir bæjarstjórar fái launahækkun samkvæmt launavísitölu tvisvar á ári sem þekkist ekki á almennum markaði. Hún sagði há laun bæjarstjóra á Íslandi óforsvaranleg. „Sveitarfélögin geta ekki haldið úti almennilegri grunnþjónustu. Leikskólarnir eru í stórkostlegum vandræðum, skólakerfið okkar er í stórkostlegum vandræðum, fólkið sem starfar við grundvallarstörf, ómissandi starfsfólk og láglaunafólk, það berst í bökkum. Svo þurfum við enn eina ferðina að fá fréttir af því að fólk sem getur sjálft skammtað sér launin sín geri það og sýni enga hófsemd," sagði Sólveig. Ekki í aðstöðu til að gagnrýna Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segist hafa skilning á gagnrýni Sólveigar þar sem fáum hefur dulist að rekstur sveitarfélaga sé þungur. Hann sé þó ósammála því að sveitarfélög haldi ekki úti grunnþjónustu. Hver og ein sveitarstjórn ákveði laun síns bæjarstjóra. Samband íslenskra sveitarfélaga eigi enga aðkomu að því. En hvað finnst þér sjálfum um laun bæjarstjóra? „Ég held að hver og ein sveitastjórn þurfi að skoða þessi mál. Ég er ekki í aðstöðu til þess að gagnrýna þetta á nokkurn hátt. Sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga þá beiti ég mér ekki í þessum málum þar sem sveitarfélög fara með sitt frumkvæði. Sveitarfélög eru hvert um sig sjálfstætt stjórnvald og halda þessum málum hjá sér. Ég fer ekki að beita mér í þeim efnum. Eðlilega kemur fram gagnrýni og ég er viss um að sveitarstjórnir hlusta á það eins og aðra gagnrýni sem við fáum sem sitjum í sveitarstjórnum.“
Kjaramál Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent