SR fer fram á ógildingu dómsins Sindri Sverrisson skrifar 26. mars 2025 13:46 SR og SA mættust í leik í febrúar sem SR vann 3-0 en SA var svo dæmdur 10-0 sigur, eftir kæru Fjölnis. Kæru sem að SR segir nú hafa beinst gegn röngum lögaðila. Mynd/Hafsteinn Þorsteinsson Skautafélag Reykjavíkur hefur farið fram á það við Dómstól ÍSÍ að ógilda dóminn sem breytti 3-0 sigri liðsins á SA, í Topp-deild karla í íshokkí, í 10-0 tap. Komið hafi í ljós að kæra Fjölnis hafi beinst gegn röngum lögaðila. Það voru Fjölnismenn sem kærðu úrslit leiksins á þeim forsendum að SR hefði verið með ólöglegan leikmann á skýrslu og auk þess þrjá markverði skráða þegar aðeins er leyfilegt að hafa tvo. Þó að Fjölnir hafi ekki átt aðild að leiknum skipta úrslitin sköpum fyrir liðið sem miðað við dóm Dómstóls ÍSÍ fer upp fyrir SR í 2. sæti Topp-deildarinnar og því í úrslitakeppni við SA um Íslandsmeistaratitilinn. SR hefur útskýrt málið og sagt Fjölni „kasta steinum úr glerhúsi“. Markvörðurinn Conor Hugh White hafi fengið leikheimild en hún hafi borist seint og mannleg mistök valdið því að þrír markverðir væru á rafrænni leikskýrslu. Strikað hefði verið yfir þriðja markvörð á útprentuðum liðslista sem fulltrúar beggja liða kvittuðu undir. Þetta hafi áður tíðkast hjá öllum félögum þegar breytingar verði rétt fyrir leiki. Framkvæmdastjóri Íshokkísambands Íslands, Viðar Garðarsson, kvaðst í viðtali við RÚV hafa ákveðið að veita White leikheimild á þeim forsendum að það hefði áður verið gert í sambærilegu máli hjá Fjölni fyrir örfáum árum. Fjölnir fékk þá Styrmi Örn Snorrason frá Esju. Samkvæmt dómi Dómstóls ÍSÍ, sem kveðinn var upp síðasta föstudag, var White hins vegar ólöglegur og því var SR dæmt 10-0 tap. Nú hefur stjórn SR sent frá sér yfirlýsingu til Dómstóls ÍSÍ og farið fram á ógildingu dómsins á þeim forsendum að Fjölnir hafi kært aðalfélag SR. Það sé hattur yfir íshokkí- og listskautadeild SR sem sjái aðeins um samhæfingu á milli deildanna og samskipti við eigendur Skautahallarinnar í Laugardal ásamt öðrum stærri verkefnum. Íshokkídeild SR sé hins vegar með sína sérstöku stjórn og sjálfstæðan fjárhag, fari með æðsta vald í málefnum deildarinnar, og að kæra Fjölnis hefði því átt að beinast gegn henni. Dómurinn sem þruma úr heiðskíru lofti Þá kveðjast stjórnarmenn aðalfélags SR ekki hafa gert sér grein fyrir að verið væri að kæra félagið og dómurinn komið eins og þruma úr heiðskíru lofti, án þess að stjórnin fengi rönd við reist. „Stjórn SR lýsir því hér með yfir að hún á enga aðkomu að framangreindu kærumáli enda er félagið ekki meðlimur í Íshokkísambandi Íslands, hefur ekkert stjórnunarvald yfir deildum félagsins, annað en aðhaldshlutverk og forsvar þess gagnvart opinberum yfirvöldum og eigendum Skautahallarinnar eins og áður hefur verið komið að,“ segir í yfirlýsingu stjórnar aðalfélags SR til Dómstóls ÍSÍ og einnig: „Stjórn SR krefst þess að framangreindur dómur í máli nr. 3/2025 verði ógiltur þegar í stað og málinu vísað aftur til löglegrar málsmeðferðar hjá Dómstóli ÍSÍ. Stjórn SR áskilur sér fullan rétt til þess að gæta hagsmuna félagsins í hvívetna og mótmælir því harðlega að slík málsmeðferð eigi sér stað hjá Dómstóli ÍSÍ án nokkurrar vitundar eða aðkomu stjórnarinnar.“ SR hefur auk þess frest fram til hádegis á laugardag til að áfrýja dómi Dómstóls ÍSÍ og vinnur að því en það veltur væntanlega á svörum varðandi það hvort dómurinn verði ógiltur. ÍHÍ hefur vegna óvissunnar sem nú ríkir frestað upphafi úrslitakeppni karla um viku en áætlað er að hún hefjist 5. apríl. Vísir hafði samband við Emil Borg, formann íshokkídeildar Fjölnis, sem sagði Fjölnismenn ekki ætla að tjá sig um málið. Íshokkí Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Sjá meira
Það voru Fjölnismenn sem kærðu úrslit leiksins á þeim forsendum að SR hefði verið með ólöglegan leikmann á skýrslu og auk þess þrjá markverði skráða þegar aðeins er leyfilegt að hafa tvo. Þó að Fjölnir hafi ekki átt aðild að leiknum skipta úrslitin sköpum fyrir liðið sem miðað við dóm Dómstóls ÍSÍ fer upp fyrir SR í 2. sæti Topp-deildarinnar og því í úrslitakeppni við SA um Íslandsmeistaratitilinn. SR hefur útskýrt málið og sagt Fjölni „kasta steinum úr glerhúsi“. Markvörðurinn Conor Hugh White hafi fengið leikheimild en hún hafi borist seint og mannleg mistök valdið því að þrír markverðir væru á rafrænni leikskýrslu. Strikað hefði verið yfir þriðja markvörð á útprentuðum liðslista sem fulltrúar beggja liða kvittuðu undir. Þetta hafi áður tíðkast hjá öllum félögum þegar breytingar verði rétt fyrir leiki. Framkvæmdastjóri Íshokkísambands Íslands, Viðar Garðarsson, kvaðst í viðtali við RÚV hafa ákveðið að veita White leikheimild á þeim forsendum að það hefði áður verið gert í sambærilegu máli hjá Fjölni fyrir örfáum árum. Fjölnir fékk þá Styrmi Örn Snorrason frá Esju. Samkvæmt dómi Dómstóls ÍSÍ, sem kveðinn var upp síðasta föstudag, var White hins vegar ólöglegur og því var SR dæmt 10-0 tap. Nú hefur stjórn SR sent frá sér yfirlýsingu til Dómstóls ÍSÍ og farið fram á ógildingu dómsins á þeim forsendum að Fjölnir hafi kært aðalfélag SR. Það sé hattur yfir íshokkí- og listskautadeild SR sem sjái aðeins um samhæfingu á milli deildanna og samskipti við eigendur Skautahallarinnar í Laugardal ásamt öðrum stærri verkefnum. Íshokkídeild SR sé hins vegar með sína sérstöku stjórn og sjálfstæðan fjárhag, fari með æðsta vald í málefnum deildarinnar, og að kæra Fjölnis hefði því átt að beinast gegn henni. Dómurinn sem þruma úr heiðskíru lofti Þá kveðjast stjórnarmenn aðalfélags SR ekki hafa gert sér grein fyrir að verið væri að kæra félagið og dómurinn komið eins og þruma úr heiðskíru lofti, án þess að stjórnin fengi rönd við reist. „Stjórn SR lýsir því hér með yfir að hún á enga aðkomu að framangreindu kærumáli enda er félagið ekki meðlimur í Íshokkísambandi Íslands, hefur ekkert stjórnunarvald yfir deildum félagsins, annað en aðhaldshlutverk og forsvar þess gagnvart opinberum yfirvöldum og eigendum Skautahallarinnar eins og áður hefur verið komið að,“ segir í yfirlýsingu stjórnar aðalfélags SR til Dómstóls ÍSÍ og einnig: „Stjórn SR krefst þess að framangreindur dómur í máli nr. 3/2025 verði ógiltur þegar í stað og málinu vísað aftur til löglegrar málsmeðferðar hjá Dómstóli ÍSÍ. Stjórn SR áskilur sér fullan rétt til þess að gæta hagsmuna félagsins í hvívetna og mótmælir því harðlega að slík málsmeðferð eigi sér stað hjá Dómstóli ÍSÍ án nokkurrar vitundar eða aðkomu stjórnarinnar.“ SR hefur auk þess frest fram til hádegis á laugardag til að áfrýja dómi Dómstóls ÍSÍ og vinnur að því en það veltur væntanlega á svörum varðandi það hvort dómurinn verði ógiltur. ÍHÍ hefur vegna óvissunnar sem nú ríkir frestað upphafi úrslitakeppni karla um viku en áætlað er að hún hefjist 5. apríl. Vísir hafði samband við Emil Borg, formann íshokkídeildar Fjölnis, sem sagði Fjölnismenn ekki ætla að tjá sig um málið.
Íshokkí Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Sjá meira