SR fer fram á ógildingu dómsins Sindri Sverrisson skrifar 26. mars 2025 13:46 SR og SA mættust í leik í febrúar sem SR vann 3-0 en SA var svo dæmdur 10-0 sigur, eftir kæru Fjölnis. Kæru sem að SR segir nú hafa beinst gegn röngum lögaðila. Mynd/Hafsteinn Þorsteinsson Skautafélag Reykjavíkur hefur farið fram á það við Dómstól ÍSÍ að ógilda dóminn sem breytti 3-0 sigri liðsins á SA, í Topp-deild karla í íshokkí, í 10-0 tap. Komið hafi í ljós að kæra Fjölnis hafi beinst gegn röngum lögaðila. Það voru Fjölnismenn sem kærðu úrslit leiksins á þeim forsendum að SR hefði verið með ólöglegan leikmann á skýrslu og auk þess þrjá markverði skráða þegar aðeins er leyfilegt að hafa tvo. Þó að Fjölnir hafi ekki átt aðild að leiknum skipta úrslitin sköpum fyrir liðið sem miðað við dóm Dómstóls ÍSÍ fer upp fyrir SR í 2. sæti Topp-deildarinnar og því í úrslitakeppni við SA um Íslandsmeistaratitilinn. SR hefur útskýrt málið og sagt Fjölni „kasta steinum úr glerhúsi“. Markvörðurinn Conor Hugh White hafi fengið leikheimild en hún hafi borist seint og mannleg mistök valdið því að þrír markverðir væru á rafrænni leikskýrslu. Strikað hefði verið yfir þriðja markvörð á útprentuðum liðslista sem fulltrúar beggja liða kvittuðu undir. Þetta hafi áður tíðkast hjá öllum félögum þegar breytingar verði rétt fyrir leiki. Framkvæmdastjóri Íshokkísambands Íslands, Viðar Garðarsson, kvaðst í viðtali við RÚV hafa ákveðið að veita White leikheimild á þeim forsendum að það hefði áður verið gert í sambærilegu máli hjá Fjölni fyrir örfáum árum. Fjölnir fékk þá Styrmi Örn Snorrason frá Esju. Samkvæmt dómi Dómstóls ÍSÍ, sem kveðinn var upp síðasta föstudag, var White hins vegar ólöglegur og því var SR dæmt 10-0 tap. Nú hefur stjórn SR sent frá sér yfirlýsingu til Dómstóls ÍSÍ og farið fram á ógildingu dómsins á þeim forsendum að Fjölnir hafi kært aðalfélag SR. Það sé hattur yfir íshokkí- og listskautadeild SR sem sjái aðeins um samhæfingu á milli deildanna og samskipti við eigendur Skautahallarinnar í Laugardal ásamt öðrum stærri verkefnum. Íshokkídeild SR sé hins vegar með sína sérstöku stjórn og sjálfstæðan fjárhag, fari með æðsta vald í málefnum deildarinnar, og að kæra Fjölnis hefði því átt að beinast gegn henni. Dómurinn sem þruma úr heiðskíru lofti Þá kveðjast stjórnarmenn aðalfélags SR ekki hafa gert sér grein fyrir að verið væri að kæra félagið og dómurinn komið eins og þruma úr heiðskíru lofti, án þess að stjórnin fengi rönd við reist. „Stjórn SR lýsir því hér með yfir að hún á enga aðkomu að framangreindu kærumáli enda er félagið ekki meðlimur í Íshokkísambandi Íslands, hefur ekkert stjórnunarvald yfir deildum félagsins, annað en aðhaldshlutverk og forsvar þess gagnvart opinberum yfirvöldum og eigendum Skautahallarinnar eins og áður hefur verið komið að,“ segir í yfirlýsingu stjórnar aðalfélags SR til Dómstóls ÍSÍ og einnig: „Stjórn SR krefst þess að framangreindur dómur í máli nr. 3/2025 verði ógiltur þegar í stað og málinu vísað aftur til löglegrar málsmeðferðar hjá Dómstóli ÍSÍ. Stjórn SR áskilur sér fullan rétt til þess að gæta hagsmuna félagsins í hvívetna og mótmælir því harðlega að slík málsmeðferð eigi sér stað hjá Dómstóli ÍSÍ án nokkurrar vitundar eða aðkomu stjórnarinnar.“ SR hefur auk þess frest fram til hádegis á laugardag til að áfrýja dómi Dómstóls ÍSÍ og vinnur að því en það veltur væntanlega á svörum varðandi það hvort dómurinn verði ógiltur. ÍHÍ hefur vegna óvissunnar sem nú ríkir frestað upphafi úrslitakeppni karla um viku en áætlað er að hún hefjist 5. apríl. Vísir hafði samband við Emil Borg, formann íshokkídeildar Fjölnis, sem sagði Fjölnismenn ekki ætla að tjá sig um málið. Íshokkí Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Sjá meira
Það voru Fjölnismenn sem kærðu úrslit leiksins á þeim forsendum að SR hefði verið með ólöglegan leikmann á skýrslu og auk þess þrjá markverði skráða þegar aðeins er leyfilegt að hafa tvo. Þó að Fjölnir hafi ekki átt aðild að leiknum skipta úrslitin sköpum fyrir liðið sem miðað við dóm Dómstóls ÍSÍ fer upp fyrir SR í 2. sæti Topp-deildarinnar og því í úrslitakeppni við SA um Íslandsmeistaratitilinn. SR hefur útskýrt málið og sagt Fjölni „kasta steinum úr glerhúsi“. Markvörðurinn Conor Hugh White hafi fengið leikheimild en hún hafi borist seint og mannleg mistök valdið því að þrír markverðir væru á rafrænni leikskýrslu. Strikað hefði verið yfir þriðja markvörð á útprentuðum liðslista sem fulltrúar beggja liða kvittuðu undir. Þetta hafi áður tíðkast hjá öllum félögum þegar breytingar verði rétt fyrir leiki. Framkvæmdastjóri Íshokkísambands Íslands, Viðar Garðarsson, kvaðst í viðtali við RÚV hafa ákveðið að veita White leikheimild á þeim forsendum að það hefði áður verið gert í sambærilegu máli hjá Fjölni fyrir örfáum árum. Fjölnir fékk þá Styrmi Örn Snorrason frá Esju. Samkvæmt dómi Dómstóls ÍSÍ, sem kveðinn var upp síðasta föstudag, var White hins vegar ólöglegur og því var SR dæmt 10-0 tap. Nú hefur stjórn SR sent frá sér yfirlýsingu til Dómstóls ÍSÍ og farið fram á ógildingu dómsins á þeim forsendum að Fjölnir hafi kært aðalfélag SR. Það sé hattur yfir íshokkí- og listskautadeild SR sem sjái aðeins um samhæfingu á milli deildanna og samskipti við eigendur Skautahallarinnar í Laugardal ásamt öðrum stærri verkefnum. Íshokkídeild SR sé hins vegar með sína sérstöku stjórn og sjálfstæðan fjárhag, fari með æðsta vald í málefnum deildarinnar, og að kæra Fjölnis hefði því átt að beinast gegn henni. Dómurinn sem þruma úr heiðskíru lofti Þá kveðjast stjórnarmenn aðalfélags SR ekki hafa gert sér grein fyrir að verið væri að kæra félagið og dómurinn komið eins og þruma úr heiðskíru lofti, án þess að stjórnin fengi rönd við reist. „Stjórn SR lýsir því hér með yfir að hún á enga aðkomu að framangreindu kærumáli enda er félagið ekki meðlimur í Íshokkísambandi Íslands, hefur ekkert stjórnunarvald yfir deildum félagsins, annað en aðhaldshlutverk og forsvar þess gagnvart opinberum yfirvöldum og eigendum Skautahallarinnar eins og áður hefur verið komið að,“ segir í yfirlýsingu stjórnar aðalfélags SR til Dómstóls ÍSÍ og einnig: „Stjórn SR krefst þess að framangreindur dómur í máli nr. 3/2025 verði ógiltur þegar í stað og málinu vísað aftur til löglegrar málsmeðferðar hjá Dómstóli ÍSÍ. Stjórn SR áskilur sér fullan rétt til þess að gæta hagsmuna félagsins í hvívetna og mótmælir því harðlega að slík málsmeðferð eigi sér stað hjá Dómstóli ÍSÍ án nokkurrar vitundar eða aðkomu stjórnarinnar.“ SR hefur auk þess frest fram til hádegis á laugardag til að áfrýja dómi Dómstóls ÍSÍ og vinnur að því en það veltur væntanlega á svörum varðandi það hvort dómurinn verði ógiltur. ÍHÍ hefur vegna óvissunnar sem nú ríkir frestað upphafi úrslitakeppni karla um viku en áætlað er að hún hefjist 5. apríl. Vísir hafði samband við Emil Borg, formann íshokkídeildar Fjölnis, sem sagði Fjölnismenn ekki ætla að tjá sig um málið.
Íshokkí Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Sjá meira