Honum, líkt of fleirum í greininni hugnast breytingin illa og talar um reiðarslag fyrir landsbyggðina.
Við heyrum einnig í atvinnuvegaráðherra sem segir dómsdagspár um afleiðingar þessa ekki í takti við raunveruleikanna. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði hún að ef spár um stórfelldar uppsagnir í greininni rætist, sé það af öðrum völdum en þeim að veiðigjöld hafi verið leiðrétt.
Einnig heyrum við í Seðlabankastjóra, en nefnd bankans um fjármálastöðugleika skilaði í morgun sinni reglundnu yfirlýsingu. Óvissa á alþjóðavettvangi gæti sett strik í reikninginn hér á landi að mati nefndarinnar.
Og svo förum við í réttir, en fagráð um dýravelferð skoðar nú hvernig tryggja megi velferð dýra í réttum.