Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2025 08:39 Bandaríkjastjórn hefur skellt himinháum tollum á bandalagsríki sín og Kína sem hafa svarað í sömu mynt. Óvissa í alþjóðamálum gæti haft áhrif á fjármálastöðugleika á Íslandi. Vísir/Vilhelm Hætta er á að áhrif tollastríðs Bandaríkjanna og annarra ríkja nái til Íslands með beinum eða óbeinum hætti. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans segir mikla óvissu í alþjóðamálum geta reynt á viðnámsþrótt þjóðarbúsins. Í yfirlýsingu nefndarinnar sem var birt í morgun segir að fjármálakerfið hér á landi standi traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sé sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun greitt. Hins vegar sé mikil óvissa uppi í alþjóðamálum. Nefndin vísar þar greinilega til væringa í samskiptum Bandaríkjanna við Evrópusambandið, Kanada, Kína og fleiri ríki og tollastríðs á milli þeirra. Verndarstefna í alþjóðaviðskiptum segir nefndin að leiði til truflana á framboðskeðjum og aukins viðskipta- og framleiðslukostnaðar sem geti skekkt verðmyndun á mörkuðum og haft neikvæð áhrif á fjárfestingu og efnahagsumsvif. Slíkt gæti jafnframt leitt til snarps viðsnúnings til hins verra á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. „Hætt er við að áhrifin af slíkri framvindu næðu hingað til lands með beinum eða óbeinum hætti. Í þessu ljósi er mikilvægt að viðhalda viðnámsþrótti fjármálakerfisins sem meðal annars felst í sterkri eiginfjárstöðu innlendra lánastofnana,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. Leggur enn áherslu á mikilvægi innlendrar greiðslulausnar Verðbólga og háir vextir eru sagðir hafa skapað áskoranir fyrir heimili og fyrirtæki en efnahagsreikningar þeirra séu þó almennt sterkir. Skuldahlutföll séu jafnframt lág í sögulegum og alþjóðlegum samanburði og vanskil lítil. Þá sé sparnaðarstig heimila hátt, stutt af aðhaldi þjóðhagsvarúðar- og peningastefnu. Rekstraráhætta fjármálainnviða sé viðvarandi áskorun. Fjármálastöðugleikanefndin brýnir fyrir rekstraraðilum mikilvægi viðbragðsáætlana um samfelldan rekstur þeirra. Nefndin undirstrikar einnig mikilvægi þess að áfram sé unnið að því að auka rekstraröryggi í greiðslumiðlun og þar með að komið verði á fót innlendri óháðri greiðslulausn. Samhliða verði unnið að fleiri greiðsluleiðum til að auka viðnámsþrótt. Fjármálastöðugleikanefnd hefur ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5% í samræmi við stefnu nefndarinnar um beitingu aukans. „Nefndin mun sem fyrr beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti,“ segir í yfirlýsingunni. Fjármálastöðugleikanefndin kynnir yfirlýsingu sína á fundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með honum í beinu streymi á Vísi. Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Verðbólguhjöðnun komi á óvart en leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Sjá meira
Í yfirlýsingu nefndarinnar sem var birt í morgun segir að fjármálakerfið hér á landi standi traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sé sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun greitt. Hins vegar sé mikil óvissa uppi í alþjóðamálum. Nefndin vísar þar greinilega til væringa í samskiptum Bandaríkjanna við Evrópusambandið, Kanada, Kína og fleiri ríki og tollastríðs á milli þeirra. Verndarstefna í alþjóðaviðskiptum segir nefndin að leiði til truflana á framboðskeðjum og aukins viðskipta- og framleiðslukostnaðar sem geti skekkt verðmyndun á mörkuðum og haft neikvæð áhrif á fjárfestingu og efnahagsumsvif. Slíkt gæti jafnframt leitt til snarps viðsnúnings til hins verra á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. „Hætt er við að áhrifin af slíkri framvindu næðu hingað til lands með beinum eða óbeinum hætti. Í þessu ljósi er mikilvægt að viðhalda viðnámsþrótti fjármálakerfisins sem meðal annars felst í sterkri eiginfjárstöðu innlendra lánastofnana,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. Leggur enn áherslu á mikilvægi innlendrar greiðslulausnar Verðbólga og háir vextir eru sagðir hafa skapað áskoranir fyrir heimili og fyrirtæki en efnahagsreikningar þeirra séu þó almennt sterkir. Skuldahlutföll séu jafnframt lág í sögulegum og alþjóðlegum samanburði og vanskil lítil. Þá sé sparnaðarstig heimila hátt, stutt af aðhaldi þjóðhagsvarúðar- og peningastefnu. Rekstraráhætta fjármálainnviða sé viðvarandi áskorun. Fjármálastöðugleikanefndin brýnir fyrir rekstraraðilum mikilvægi viðbragðsáætlana um samfelldan rekstur þeirra. Nefndin undirstrikar einnig mikilvægi þess að áfram sé unnið að því að auka rekstraröryggi í greiðslumiðlun og þar með að komið verði á fót innlendri óháðri greiðslulausn. Samhliða verði unnið að fleiri greiðsluleiðum til að auka viðnámsþrótt. Fjármálastöðugleikanefnd hefur ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5% í samræmi við stefnu nefndarinnar um beitingu aukans. „Nefndin mun sem fyrr beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti,“ segir í yfirlýsingunni. Fjármálastöðugleikanefndin kynnir yfirlýsingu sína á fundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með honum í beinu streymi á Vísi.
Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Verðbólguhjöðnun komi á óvart en leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Sjá meira